Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 26

Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 26
FÖB GÚLLÍVERS TIL PVTALANDS Þrjú hundruð eldasveina hafði ég til matreiðslu og fór hún fram í smáhýsi, sem var hjá húsi mínu, og bjuggu þeir þar og skyldulið þeirra. Ég tók upp í höndina 20 borð- þjóna í einu og setti á borðið. Auk þess voru 100 á gangi, þar sem sumir báru kjötföt og aðrir tunnur á öxl- unum með öli, sem þjónarnir á borðinu drógu upp, eftir því sem ég þurfti, og gerðu það með miklu hugviti, svipað því sem vér hér í Norðurálfunni drögum upp skjólur úr brunni. Kjötið af einu fati þeirra var réttur munnbiti minn og ein tunna hæfilegur sopi. Sauðakjöt þeirra er lakara en vort, en nautakjöt þeirra er fyrirtak. Matarstykki hef ég fengið svo stórt, að það var þrír bitar mínir, en fágætt er það. Þjónarnir störðu steinhissa á mig, þegar ég var að éta þetta með beinum og öllu saman, eins og við gerum við sendlingafætur hjá oss. Vanalega hafði ég gæs- ir þeirra og kalkúnhana í einum bita, og verð ég að segja, að þau eru stórum betri en okkar hér. Smærri fugla þeirra tók ég 20 eða 30 á hnifsoddinn í einu. Ég hafði verið ókunnur hirðlífi hingað til. Ég hafði að vísu heyrt margt og lesið af eðlisfari konunga og ráð- herra, en ekki búizt við að finna svo ógeðslegt sýnishorn af þeim í landi svo afsiðis, eins og ég fann hér, þar sem landstjórn var, að því er ég hugði, með allt öðru skipu- lagi en í Norðurálfu. Þegar ég var í aðsigi með að ganga í þjónustu Blefúsku keisara, þá kom mikilsvirtur hirðmaður til mín með leynd á næturþeli í luktum léttivagni, og bað inngöngu án þess að segja til sín. Hann sagði mér, að nokkrir af ráðherr- unum hefðu undirbúið kæru á hendur mér fyrir drottin- svik og önnur óbótaverk. Glæpir þessir voru nákvæmlega sundurliðaðir f kæruskjalinu gegn Kvinbús Flestrín (Mann- fjalli), og var landráðasökin þar efst á blaði. Hún var orðuð svo: ,,Þá er eldur geisaði í herbergjum hinnar kæru drottningar hans keisarahátignar, þá jós fyrrtéður Kvinbús Flestrín í drottinsvika skyni með varmennsku sinni og djöfulæði stórflóði af fúlu sápuskolpi inn í herbergin, und- ir því yfirskini að siökkva fyrrtéðan eld. Að fyrrtéður Kvinbús Flestrfn neitaði að taka hin önnur skip fyrrtéðs Blefúskukeisaradæmis og drepa alla úigurenda-útlaga, og sló því fyrir, að honum væri nauðugt að kúga sam- vizkur manna eða tortíma frelsi og lífi saklausrar þjóðar." Það hafði verið ályktað að þyrma lífi mínu, en stinga úr mér augun og svelta mig svo smám saman til bana. Ég réð af að flýja þegar í stað til Blefúskuríkis. Ég skrifaði bréf ráðherranum vini mínum og skýrði hon- um frá fyrirætlun minni, að halda af stað þá um morgun- inn til Blefúskú, samkvæmt leyfi því, sem ég hafði fengið. Ég beið svo ekki eftir svari, en hélt til strandar í þá átt, sem ég vissi að skipafloti vor lá. Ég tók eitt stærsta her- skipið, batt bandspotta í stafninn, hóf upp akkerið og fór því næst úr öllum fötunum og lét þau upp í skipið og svo yfirsængina mína, sem ég bar undir hendinni, og dró svo allt á eftir mér út á sund, og óð svo og synti yfir að skipalægi Blefúskukeisara, og höfðu þeir þar þá lengi búizt við mér. Þeir léðu mér leiðsögumenn til höfuðborg- arinnar, sem líka heitir Blefúskú. Ég hélt á þeim í lófanum, þangað til ég var aðeins hundrað faðma frá borgarhliðum, og bað þá að gera einhverjum ráðherranum viðvart um komu mína, og skýra honum frá, að ég biði þar fyrirskip- ana keisarans. Ég fékk það svar nálægt einni stundu sið- ar, að hans hátign kæmi þangað með fólki sínu og stór- mennum hirðarinnar til að taka á móti mér. Ég hélt þá áfram 50 faðma. Þar steig keisari og fylgdarlið hans af baki hestum sinum og drottning og meyjar hennar úr vögnunum, og sá ég ekki, að þær væru að neinu leyti hræddar eða áhyggjufullar. Ég lagðist niður til þess að kyssa á hendur hátignanna. Ég sagði hans hátign, að ég væri kominn eins og ég hefði lofað, með leyfi herra míns, keisarans, til að njóta þeirrar sæmdar að sjá svo vold- ugan höfðingja, og bjóða honum þjónustu mína í öllu sem ég gæti og ekki færi í bága við skyldur mínar við keisara minn, og minntist ekki með einu orði á ósættina. Ég ætla ekki að þreyta lesarann með langri lýsingu á viðtökunum við hirðina, sem voru að öllu samboðnar slík- um þjóðhöfðingja, og ekki lýsa heldur vandræðum mín- um út af húsleysinu og rúmfataleysinu, þar sem ég neydd- ist nú til að liggja á berri jörðinni og vefja utan um mig yfirsænginni. Þremur dögum eftir þangaðkomu mína gekk ég mér til skemmtunar fram að landnorðurströnd eyjarinnar, og sá þá tæpa viku sjávar frá landi eitthvað, sem líktist báti á hvolfi. Ég brá mér úr sokkunum og óð út góða 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.