Æskan - 01.02.1970, Blaðsíða 16
17. Sunnudagaskólinn
Eins og ])ið vitið, er meginlandsveðrátta jiarna í Manitoba,
]>ví að ])að er inni í miðri álfunni. I>að er svo langt frá sjónum,
að hafið nær ekki að hafa áhrif á loftslagið, en þið hafið lært
um það í landafræðinni, að hafið temprar loftslagið, dregur úr
sumarhþa og vetrarkulda.
Þarna er ])ví ofsalieitt á sumrum, en nístingskalt á vetrum.
Snjór liggur á jiirðu og ís á vötnum allan veturinn, frá því í
október og allt til vors. Sunnudagaskóli var haldinn í samkomu-
húsinu í byggðinni og sótti Lóa hann með kostgæfni. Var hún
þar í söngkór, því að hún var sönghneigð og hafði góða rödd,
var fljót að læra lög og hafði gaman af því.
En oft var henni kalt, þegar hún var að fara á milli heimilis
síns og skólans, því ])að var þó nokkuð iangt, og ekki átti hún
alltaf nógu skjólgóð föt fyrir þennan kulda.
Einu sinni sem oftar var hún á ieið í skólann á sunnudegi.
Var veður stillt og bjart, en frost mikið. Þegar hún var komin
rtokkuð áleiðis, fer hún að linna froststingi um líkamann. Loks
komst hún í skólann og var þar hlýtt, því að ofninn, sem stóð
í einu horninu, var vel kyntur, með viðarbútum úr skóginum.
Lóa hugsaði sér að láta sér hlýna sem fyrst og settist nálægt
ofninum. En allt í einu sortnar henni fyrir augum og liður yfir
hana. Féll hún á gólíið og var nú farið að stumra yfir henni,
þangað til hún raknaði við sér. Náði hún sér fljótlega á ef'tir,
en þess gætti hún vel eftir þetta að láta sér smáhlýna, þegar
hún kom inn úr miklum kulda, en byrja ekki á því að fara að
ofninum. Því Lóa litla var skynsöm og lærði af reynslunni og
gætti sín að gera ekki tvisvar sömu skyssuna.
18. Skólinn
Lóu þótti gaman að ganga í skóla. Henni þótti vænt um
kennarann, sem kenndi henni lengst af, en það var séra Magnús
Skaptason. Hann var henni mjög góður og skildi hana vel.
Fyrst hat'ði hún annan kennara, sem Jóhann hét. Henni féll
ekki eins vel við hann, því að hann vildi láta börnin læra allt
í ])ulu og hélt mest upp á þau börn, sem kunnu allt utan að. En
hitt hirti hann minna um, hvort þau skildu nokkuð af því, sem
þau höfðu lært.
Meðan hann kenndi henni var önnur telpa alltai fyrir ofan
liana í bekknum. Gerði hún kennaranum betur til hæfis, því
hún lærði allt utanbókar. En Lóa hafði mikið að gera heima
við að hjálpa mömmu sinni og hafði tæpan tíma til að læra allt
utan að, enda fannst henni, að það hlyti að vera nóg, ef hún
vissi það, sem í bókinni stóð, þó að hún kynni það ekki orðrétt.
En þegar séra Magnús fór að kenna henni, þá hafði hann
sömu skoðun og hún á þessu. Hann mat meira, að börnin vissu
FELUMYND
Við hvað er maðurinn hræddur?
Hvað ætlar björninn að hremma?
FELUMYND
80