Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Æskan - 01.04.1970, Blaðsíða 20
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR íslenzk yngismær, Henný Hermannsdóttir, er mér — og eflaust mörgum á ýmsum aldri — ofarlega í huga núna. Ég óska henni hjartanlega til hamingju með sigurinn í hinni alþjóðlegu fegurðar- samkeppni, sem haldin var í Tokíó. Það þarf mikið til að verða nr. 1 í slíkri keppni. Henný vann því stóran sigur, sem ég ætla aðeins að hugleiða nánar. Fyrst velja 42 lönd keppendur, sem taldir eru hafa þá kosti, sem þarf til þátttöku. Hinar útvöldu ungu stúlkur verða að skara fram úr jafnöldrum sínum á mörgum sviðum, t.d. í einhverri list- grein, fegurð, framkomu o.fl. í sambandi við EXPO 70, heimssýn- inguna í Japan, er svo haldin hátíð unga fólksins. Þessar úrvals- stúlkur frá öllum 42 löndunum koma þar fram og er tekið tillit til framkomu þeirra þar, í sjálfri keppninni. Er svo valið úr þess- um íríða og vel gefna flokki. Eftirsóknarverðust eru fimm efstu sætin, og þá vitanlega fyrst og fremst forustusætið. Hvað gerist? Jú, íslenzk stúlka fer með sigur af hólmi, fremst í röð ungra úrvalskvenna. Og þar með er hún krýnd alþjóðleg drottning. Við hugsum alltaf mikið um góða landkynningu, sem von er. Þetta er því ekki aðeins persóknulegur sigur íyrir Henný, heldur sigur fyrir allt íslenzkt æskufólk, — sigur fyrir ísland. En geta Þessi mynd er tekin af Henný Hermannsdóttur, íslenzku stúlk- unni, sem varð númer 1 í fegurðarsamkeppni, sem fór fram í Japan fyrir skömmu, og ér hún aS veifa til áhorfenda um leiS og krýn- ingin fór fram. jaínaldrar hennar hér heima hreyknir sagt: — Við völdum hana! — Nei, ekki geta þeir sagt það. Hverjum ber þá að þakka, að Henný fékk tækifæri til að taka þátt í alheims-fegurðar- og hæfnikeppni? Því miður eiga landar hennar þar minnsta hlut að máli. Ég veit, að það á ekki að telja ósigrana á degi sigursins.. Leyfi- legt er þó að velta fyrir sér ým6u, sem manni finnst, að öðru vísi mætti vera. Satt að segja undraðist ég mjög íslenzkt æsku- íólk, þegar það átti kost á að kjósa Henný sem fulltrúa íslands til þátttöku í alheimskeppni en kaus hana ekki (að sigurvegurum ólöstuðum). Sigur hennar er því að viss leyti sigur fyrir mig því ég sagði: Hvað er að fólkinu.hér? Sér það ekki, að þessi stúlka hefur alla kosti, sem þarf til að sigra? Jú, eflaust sáu það allir. En Ijót kerling, sem nefnist Öfund, hefur lengi ráðið miklu hér í landi. Ef einhver skarar fram úr, er eftir fremsta megni reynt að halda honum til baka. — „Hingað og ekki lengra," segir almenningur! Alls staðar rekur maður sig á slíkt hugarfar, hvort heldur keppt er um stöður eða viðurkenningu, fegurðardrottningartitla eða einhverja ennþá æðri titla. Hvar- vetna kemur í Ijós að hæfni og menntun eru hér einskis metin. En er það vegna þess, að synir og dætur þessarar þjóðar — hvaða aldursflokki, sem þau tilheyra — kunni ekki að velja rétt? Nei! Eitthvað annað en heimska held ég að það sé. — Sagt er, að öfundin sé tilfinning eigin vanmáttar. Sagt er einnig, að glöggt sé gests augað. Merkur doktor, sem dvelst hér, var í útvarps- viðtali spurður að því, hverjir honum þættu helztu gallar Islend- inga. Hann fór fínt í að svara, en eitthvað minntist hann á seina- gang og óstundvísi. Einnig þótti honum sérlega áberandi hér, einhvers konar jafnaðartilfinning. Allir ættu að vera jafnir, — eins og enginn mætti komast lengra en annar. — Hann útskýrði það eitthvað nánar, en útkoman varð sú sama og ég fékk hér áðan. Ég minnist líka að hafa lesið eftirfarandi yfirlýsingu Nóbels- skáldsins okkar: „En hér heima man ég ekki til þess, að ég hafi siegið i gegn, sem kallað er ..Og ennfremur segir Halldór Laxness: „Mínar vinsældir eru innflutningsvara, fluttar inn í landið frá útlöndum." Að hugsa sér, ef siíkt gullkorn hefði verið traðkað niður í sand- inn! En ekki eru allir svo heppnir að komast undir smásjá þeirra þjóða, sem þekkja gullkornið frá sandkorninu. Ósk mín er því sú, að uppvaxandi kynslóð komi fyrst af öllum auga á drottningar sína og konunga, lyfti þeim sjálf f hásaeti, i stað þess að halda þeim niðri. — Og, að íslenzk æska vakni og kveði niður þá gömlu norn, er Öfund nefnist. Mig minnir, að eitt af kjörorðum unga fólksins sé RÉTTLÆTI- Það lízt mér vel á. Vissulega getum við verið stolt af drottningum okkar og konungum, — krýndum og ókrýndum, — heima og a erlendri grund. Og við erum þakklát þeim, er orðið hafa föður- landi sínu til sóma. Einum þeirra íslandssona vil ég sérstaklega þakka hér nú. því að tónarnir, sem fylgja þessu tali, eru samdir við eitt af Ijóðum hans, er nefnist „Drottning söngsins". Maðurinn er dr- Richard Beck, vestur-íslenzkur prófessor eins og flestum mun kunnugt, því Ijóð hans og greinar hafa oft verið birt í blöðum hér heima. Enn eina drottningu vil ég bjóða velkomna í þessum mánuði, en það er Drottning sumarsins. Svo þakka ég ykkur veturinn og kveð með ósk um GLEÐILEGT SUMAR! Ingibjörg. 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.