Æskan - 01.02.1975, Qupperneq 48
Hinum ýmsu tryggingum má skipta í flokka, eftir tilkomu þeirra
og eðli. I fyrsta lagi má segja, að þær deilist í tvo meginarma;
annars vegar lögboðnar skyldutryggingar — hins vegar frjálsar
einkatryggingar.
— O —
Athugum fyrst lítillega þær fyrrnefndu. Þar ákveður löggjafinn
eða ríkisvaldið, að þegnarnir séu skyldugir til að taka þátt í
hinni sameiginlegu tryggingavernd, hvort sem þeim líkar betur
eða verr. Þetta er f senn gert hverjum einum og öðrum samfélags-
borgurum til öryggis á ýmsan veg, og ýmist gagnvart fyrirsjáan-
legum eða ófyrirsjáanlegum þörfum. Þykir landsfeðrunum þetta
þá svo nauðsynlegt frá þjóðfélagssjónarmiði, að þeir þora ekkí
að eiga það undir geðþótta einstaklinganna, hvort þeir fullnægja
þessari tryggingaþörf af frjálsum vilja eða ekki. Þess vegna er
þátttakan lögboðin.
Auðvitað má segja það sama í sambandi við skyldutryggingar
og önnur lagafyrirmæli, að þær séu á vissan hátt vantraust á
„háttvirta kjósendur". En þar sem mikið er í húfi frá sjónarmiði
almenningsheilla, er óvarlegt að treysta um of á óútreiknanleg
viðhorf hinna ólikustu einstaklinga, þar sem hætta er á, að
margir bregðist. Undir slíkum kringumstæðum kemur óneitanlega
til kasta heilbrigðrar forsjár valdhafanna. Þess vegna er — eins
og í þessu tilfelli — slagurinn látinn standa, þrátt fyrir annmarka,
sem á kunna að vera, því sjaldan er unnt að sigla fram hjá
öllum skerjum.
Gleggsta og víðtækasta dæmið hjá okkur um lögboðnar trygg-
ngar sjáum við i almannatryggingunum svokölluðu. Þar eru allir
skattþegnar skyldaðir til þátttöku, hvort sem þeim er það Ijúft
eða leitt. Hliðstætt má segja um ábyrgðartryggingu bifreiða. Þar
sleppur enginn bifreiðareigandi. Sama er að segja um bruna-
tryggingu húsa eða fasteigna. Ekki í neinu þessara dæma má
viðkomandi forsjármaður ráða því sjálfur, hvort hann tryggir eða
ekki. Flestir láta sér þessa „nauðung" vel lika, af því þeir sjá
hvert öryggi er í henni fóigið, ef illa tekst til. Þess vegna sætta
menn sig við að greiða þann kostnað, sem þessum tryggingum
ersamfara. Iðgjaldið súrnar að vísu skammsýnum mönnum nokkuð
í augum, en fullyrða má samt, að flestir sætti sig sómasamlega
við kvöðina, þegar allt kemur til alls.
— O —
Snúum okkur þá svolítið að frjálsu tryggingunum. Þar ræður
fólk því sjálft, hvort það tryggir yfirleitt nokkuð, eða þá að hve
miklu leyti, ef það tryggir á annað borð. Slikar tryggingar eru nú
boðnar í fjölmörgum greinum.
Með tilliti til skyldutrygginga má segja, að þjóðfélagið sýni
hér þegnum sínum ekki svo lítinn trúnað, því eins og dæmin
sanna, er það nánast langur vegur frá að vera einkamál manna,
hvort þeir sinna þeirri skipulögðu samábyrgð og samhjálp, sem
frjálsu tryggingarnar bjóða upp á. Vanræksla í þessu efni bitnar
jafnan með einhverjum hætti á fleirum en tjónþolanum einum
— ósjaldan á einmitt þeim, er síst skyldi: vinum og vandamönn-
um, nágrönnum og jafnvel sjálfu samfélaginu, ef um þverbak
keyrir.
— O —
í sambandi við frjálsu tryggingarnar spyr margur, hvort þeirra
sé yfirleitt nokkur þörf, úr því skyldutryggingarnar á svo rnörgum
sviðum eru fyrir hendi. Er ekki alveg nægilegt að hlíta ákvæðum
þeirra og láta þar við sitja? Þess konar hugleiðingum verður best
svarað með því, sem sérstök athugun á þessu hefur leitt í Ijós.
|Hún er sú, þótt þverstæðukennd megi virðast, að því lengra, sem
hin svokölluðu velferðarþjóðfélög nútímans hafa gengiS á braut
hvers konar skyldutrygginga, því iengra hafa sjálfir þjóSfélags-
þegnarnir fetaS einkaleiS sína á vegum frjálsra trygginga.
Hvernig má nú þetta undraverða fyrirværi styðjast „skynsam-
legu viti“? Jú, myndi ekki meginástæðan vera sú, að með því að
kynnast og sjá með eigin augum gagnsemi og áberandi vernd
skyldutrygginganna, sem menn hafa e. t. v. verið harla mótfallnir
upphaflega, hafi þeir, nauðugir viljugir, lært að meta gildi trygg-
inga almennt, og þá jafnframt uppgötvað, að með eigin, frjálsu
tryggingavali með tilliti tii eigin hagsmuna og aðstöðu, gætu þeir
stórum tryggt lífsaðstöðu sína og sinna? Þeim er þannig „komið
á bragðið". Sannleikurinn er nefnilega sá, að með hliðsjón af því,
hversu víðtækar skyldutryggingarnar eru, og þurfa að ná til allra,
er jafnan af hendi löggjafans miðað við lágmarksþörf þeirra, sem
minnst þurfa. Órækasta vitnið um þetta eru hinar almennu og
tíðu umkvartanir viðkomandi fólks um of lágar bætur, t. d. al-
mannatrygginganna.
Ráðið til leiðréttingar og uppfyllingar á þessu er einmitt per-
sónuleg tryggingataka eftir frjálsu vali. Hún getur megnað að
fylla upp í mörg þau skörð, sem hverjum einum fyrir sitt leyti og
sinna finnst vera í hið almenna skyldutryggingakerfi. Þess vegna
ætti fólk ekki að vanmeta þá möguleika, sem frjálsu tryggingarnar
vissulega bjóða upp á, að geðþótta hvers eiris, heldur fullkomna
sem mest með því að skáka kostum frjálsu trygginganna móti van-
gerð eða ófullkomleika hinna almennu skyldutrygginga. Kostir
beggja þessara tryggingaforma samanlagðir veita fullkomnustu
tryggingaverndina á hverju sem veltur.
Baldvin Þ. Kristjánsson.
46