Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 9

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 9
Góð kveðja Húsið átti hálfbágt með að setjast, en kom sér niður á þúfu. ,,/E-æ, þetta var gott. Ég er ekki ^ið fyrir að ganga, já, ég á bágt með gang, ég s|^jögra þetta fremur en geng.“ . »s|aþpaðu af,“ sagði Finni. Hann lagðist á bakið 9rasið eins og hann var vanur. „Kanntu að syngja?“ Sa9ði hann og hló. ”Tja,“ sagði húsið og dró við sig svarið. „Ég veit u ®kki, ég hef aldrei reynt neitt á því sviði.“ ”Eitt sinn skal hver byrja," sagði Finni, „við skul- UrT1 reyna.“ ”Allt í lagi,“ sagði húsið. „Nú, hvað á þá að syngja?“ p ”Við getum sungið um allt, sem við sjáurn," sagði 1Uni- >,T. d. getum við sungið um náttúruna. Við rkjum um leið og byrjum strax": „Við syngjum um árnar, við syngjum um firðina, syngjum um fjöllin og syngjum um skógana. Syngjum um blómaangan og blæinn, sem strýkst. um vangann, syrigjum um himininn háa og heiðloftið bláa, og skýhnoðra smáa. Syngjum um sól, syngjum um mána. Syngjum um allt sem lifir og hrærist, syngjum um allt, sem á jörðinni nærist." e ^úsið reyndi að fylgjast með, eins vel og það gat, n svo stundi það þungan. „Nei, þetta get ég ekki,“ 'autaði það. ”Hvað er það, sem þú getur ekki?“ sagði Finni. ”^9 get ekki hætt að hugsa um börnin," sagði Þetta fallega umslag fékk Æskan nýlega, og var í því áskrift frá nýjum kaupanda, Hreiðari Finnbogasyni, Gunnarsholti, Hellu. Æskan þakk- ar þessum unga listamanni áskriftina og hið fagra umslag hans, og vonast til að blaðið verði honum til góðs og skemmtunar á komandi tím- um. Hver verður næsti nýr áskrifandi til að senda okkur listaverk? húsið. „Hugsaðu þér bara, þau geta hvergi legið inni I nótt, þau verða að sofa úti. Þau hafa ekki einu sinni rúmin sín, þau eru auðvitað inni í mér.“ „Þú segir nokkuð,“ sagði Finni. „Ég er svo vanur að sofa úti í hvaða veðri sem er, ég hef heldur aldrei búið í húsi.“ „Nei, en þú ert nú heldur engin mannvera,“ sagði húsið. „Satt segir þú, ég er bara fátæk fuglahræða," sagði Finni, „en mér finnst nú samt ég vera hamingju- samur. Ég sakna einskis af því, sem mennirnir eru að bisa við að afla sér,“ bætti Finni við. „Þú um það,“ sagði húsið. „Það hjálpar ekki minni fjölskyldu. Ég sé svo eftir þvf að hafa stung- ið af. Ef ég héldi nú heim á leið strax, gæti ég skjögrast þetta svona einhvern veginn, — ég yrði lengi — ég yrði örugglega ekki kominn heim fyrr en í fyrramálið." „Uff,“ sagði Finni. „Þú þarft nú líklega ekki að sjá eftir þessu. Þetta var það besta, sem gat komið fyrir. Fjölskylda þín hefur lært að sjá eftir breytni sinni og lætur sér þetta að kenningu verða. Þú hef- ur Kka lært af þessu.“ 7

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.