Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 14

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 14
SIGURÐUR DRAUMLAND: Bláa perlan ^^•^iminninn er ekki einn um aS gráta. Þung- ^brýndir regndagar sumarmánaðanna sjá litlu stúlkuna f Hólkoti fella tár marga stund. Nú er orðið svo langt síðan mamma hennar fór. Og pabbi er líka farinn, til að heimsækja hana, þang- að sem hún liggur veik. Telpan leikur sér að vlsu í skúrahléunum. En það er orðið svo lítið gaman að því. Oft situr hún bara döpur og handleikur bláu glerperluna sína. Ungur hugur hennar er þá að reyna að ráða gátuna um hvers vegna allt þurfi að vera svona leiðinlegt. Eins og það hefði verið gott og gaman, svo langt sem hún mundi. Afi og amma virðast raunar vera einu skjólin, sem ekki er fokið í. En svo voru þau að tala um, að ef til vill færi mamma að búa á himninum. Þó vilja þau ekki hjálpa henni til að ferðast þangað líka, og ekki fara sjálf. — Ekki strax, segir amma. —■ Jú, strax, svarar telpan ... Það er ekkert gam- an að vera hérna eftir. Pabbi getur farið með okk- ur öll, í áætlunarbílnum. — Onei, hann kæmist nú aldrei svo langt, bíllinn sá... álítur amma. Vegurinn hans nær ekki inn I himininn. Barnið lætur ekki sannfærast. — Einu sinni, þegar himinninn var blár, náði hann alveg niður á jörðina. Það er bara að fara beint áfram. — Leiktu þér nú að perlunni þinni um stund, hún er blá eins og himinninn. Gleymdu ekki 6ÓI- skininu sem alltaf fylgir bláum himni, jafnvel bak við skúraskýin. Gott er að vita þetta, áður en við förum þangað. Stóri bróðir horfir þögull út f regnveðrið, þegar litla systir leitar hans álits. Dropatalið fram af bæj- arburstinni fellur skáleiðis fyrir dyrnar. Úti er gola og himinninn dimmleitur. — Afi veit Ifklega eitthvað. Amma snýr út úr! — Amma veit víst! — Ef ég hefði nú spurt pabba! En telpan veltir perlunni sinni þegjandi f lófanum. Svo segir hún: — Hún er samt blá, þó að rigni. Og amma sagði, að himinninn væri alltaf blár bák við skýin. Amma segir satt. Nú hlær sú litla, skærum, léttum hlátri og bregður perlunni á loft. Daufgrá regnveðursbirtan fellur é glerið, og þar inni f bláa litblænum birtist spegil' mynd telpunnar. — Ég er hérna inni, eins og mamma á himninuni. Og ég er svo lík henni. Drengurinn brosir. Droparnir eru hættir að falla. Fjallið handan við dalinn ber ofurlítinn uppstyttubjarma. Hugsun drengs- ins er að mótast f orð, þegar systir hans verður fyrri til. — Sólskinið kemur líklegá bráðum. Einhvern veg- inn er það strax hérna inni í perlunni. Hún hlær á ný. Svo færist alvörusvipur yfir lifla andlitið. — Ef það verður eins gaman að vera í himnin- um eins og í perlunni, þá er allt gott. Neðan frá þjóðveginum kemur maður gangandi heim bæjartröðina. — Pabbi er að koma!... segja börnin fagnandii bæði í einu. Svo hljóðna þau, taka saman höndurrii og ganga á móti föður sfnum. Telpan finnur að stóri bróðir er klökkari ( huga en hún. Og þegar hann spyr einskis, lítur hún gla®' lega upp. — Það er ekkert verra að búa f himninum bláa- Pabbi strýkur lítil glóhærð höfuð. Nú er kvíðinn fyrir sorg barnanna ekki eins sár. Þau leiðast öll heim hlaðbrekkuna. — Og þetta veit litla telpan mfn. Telpan réttir fram lófann með perlunni og hvfslar: — Amma og perlan mín segja það. Stríkarnir skiptust á um a8 horfa á knattspyrnuleikinni án þess að kaupa aðgang að vellinum. En Iögregluþiór,n var skammt frá og rak þá í burt. GetiS þi8 fundiS l°g' regluþjóninn á myndinni? 12

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.