Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 20

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 20
Lína litla ^^7’eslingurinn hún Lína litla og hann Kobbi voru a3 gráta — þau voru svo þreytt og svöng, en þau áttu hvergi athvarf, þar sem þau gætu fengið matarbita að borða, eða flet til að liggja í. „Við verður að reyna að leita uppi heylön til að sofa í,“ sagði Lína við bróður sinn, ,,og ég sá áðan garð með gulrótum i — eigum við ekki að ná í nokkrar og eta þær?“ ,,Er það ekki stuldur?" spurði Kobbi litli skelkaður, því að móðir hans hafði sagt honum, að maður mætti ekki stela. „Jú, það er víst þjófnaður," sagði Lína vonieysislega, „en líttu á •— sérðu Ijósglætuna þarna? Hver veit, nema þar eigi gott fólk heima, sem gefi okkur mat og húsaskjól." Svo tóku börnin höndum saman og leiddust og stefndu beint á Ijós- ið. Það var rétt svo að þau grilltu ( það, því það var ákaflega veikt og flöktandi. Þeim hafði liðið illa, litlu systkin- unum, því að foreldrar -þeirra voru bæði dáin og þau urðu að yfirgefa heimilið og fara á flakk, til að leita sér uppi nýjan samastað. En enginn vildi leggja þeim lið, og nú voru þau bæði þreytt og soltin, en þau höfðu villst eitthvað upp í fjöll og vissu alls ekki i hvaða átt þau ættu að fara til þess að komast til manna- byggða, þegar þau komu auga á Ijósglætuna. „Líttu á Lína, hérna eru þrep eins og í stiga,“ sagði Kobbi undrandi og gekk upp þrepin. „Hvert skyldu þau liggja?" svar- aði systirin og elti Kobba, og þau voru svo förvitin, að þau gleymdu alveg, hve þreytt þau voru, en héldu áfram að ganga upp þessi þrep, þangað til þau voru komin upp á gríðarháa fjallsbrún og nú sáu þau lítið hús skammt frá. Og það var úr kvistglugganum ó húsinu, sem Ijósið skein. En nu opnaðist lúga í þakinu og ofurlftill snáði með sitt skegg og skotthúfu gægðist út um gatið, með kertaljós í hendinni. „Hvað gengur á, hvað viljið Þ'® hingað?“ spurði hann forviða, Þe9‘ ar hann kom auga á Línu og Kobba, sem stóðu grafkyrr og störðu ó hann. „Við ætlum bara að biðja þig urT1 ofurlítinn matarbita og svo að loía okkur að liggja einhvers staðar ina> [ nótt, því að við erum bæði þreyt* og svöng,“ sögðu bæði börnin f einu. „Aumingja börnin, eruð þið baeð' þreytt og svöng? Komið þið inn snatri, því að ég á fullan pott a graut, og svo á ég víst hlýjan krók Ef þið viljið að fatnaðurinn ykk- ar endist vel, þá þurfið þið að hafa eftirfarandi í huga: Styrkið flíkina þar sem hún slitn- ar mest, áðuren hún gatslitnar. Ger- ið við hneslur og styrkið tölur, áð- ur en þær detta af. Gerið strax við slysagöt og rifur, annars stækka þau. Farið vel með íverufötin og hald- ið þeim vel við. Reynið að láta þau halda laginu í lengstu lög með því að fara gætilega í þau og láta þau fara vel. Hengið ytri fatnað, kióla, blússur o. fl. á hæfilega stór herðatré. Skór eru settir á hæfilegan leist. Hattar eru hengdir upp þannig, að lögun þeirra haldist. Ef fatnaðurinn er rak' ur, verður að gæta þess vel að hann krumpist ekki. Best er að hengj3 fatnaðinn við yl, þangað til hann er þurr. Ef föt hafa óhreinkast verða ÞaU að þorna alveg, áður en þau erU burstuð. Fötin á að bursta engu síð' ur en skóna á hverjum morgni, ur en farið er í þau eða þau erU sett til geymslu. Um leið og fótin eru burstuð er aðgætt, hvort ekki þurfi að gera við þau, hreinsa e®a pressa. Blettir eru teknir burt jaín' óðum og þeir koma. Því nýrri sem bletturinn er, því auðveldara er a® ná honum burt aftur. 18

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.