Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 42

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 42
Safnarinn ungi spyr sjálfan sig: „Hvaða landi á ég að safna, á ég að safna íslandi, Norðurlöndunum fimm eða á ég að safna öllum lönd- um heims?“ Þessu má svara bæði játandi og neitandi, þ. e. a. s. sjálfsagt er að halda öllum ógölluðum merkjum til haga, hvaðan úr heiminum sem þau eru, því að alltaf getur verið tæki- færi til að skipta við jafnaldra sína og skólabræður á frímerkjum, hvað- an úr veröldinni sem þau eru. Einn vantar frá þessu landi, annan vant- ar frá hinu o. s. frv. Byrjendum í frímerkjasöfnun mun þó hollast að ætla sér af 1 þessu efni sem öðru og velja sér hæfilega stórt söfnun- arsvið, t. d. íslensk frímerki ein- göngu, eða þá, ef hann vill fást við stærra viðfangsefni, Norðurlöndin fimm. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um það, hvaða landi safna skal, þarf safnarinn að útvega sér verðlista yfir það land, og hann helst sem nýjastan. ( frímerkjaverðlistanum eru upplýsingar um: Hvaða merki hafa komið út í landinu, hvaða verð er á merkjunum, bæði notuðum og ónotuðum, myndir af frímerkjunum og oft fleiri upplýsingar, t. d. um verðlag merkjanna. Albúm yfir það land, sem safna á, þarf nú að vera fyrir hendi. Þá þarf og frímerkja- límmiða og frímerkjatöng. Stækk- unargler er einnig nauðsynlegt að eiga, því að oft eru ýmis smá- Feitt fólk atriði í sambandi við frímerkjagrein- ingar, sem gott er að sjá sem best, t. d. misfellur í prentun einstakra merkja, takkaskemmdir o. fl. Takka- mælir heitir smáspjald með sýnis- hornum af takkafjölda á 2 cm bili á frímerkjunum. Ef t. d. stendur I verðlistanum, að þetta eða þetta merki sé takkað 14, þá er átt við það, að 14 bil séu á milli takkanna á tveggja sentimetra bili á merk- inu. Sé frímerki t. d. takkað 14 x 131/2, þá eru 14 bil á milli takka á efri og neðri rönd merkisins, og er þá miðað við 2 sm, en 131/2 á lóð- réttu röndunum. Þetta sýnist e. t. v. svolltið erfitt og flókið svona I fyrstu, en einmitt ( því og fleiru er ánægjan í frímerkjasöfnun fólgin, það er að segja, að sigrast á erfið- leikunum. En þetta lærist fljótlega: best mun þó byrjendum, að leita Þyngsti maSurinn, sem nokkurn tíma hefur lifaS, er likiega Robert Earl Hughes. Allt frá því hann var sex ára var hann mjög feitur: Þá vó hann 92 kg. Þegar hann var þrettán ára gamall, var þyngd hans komin i 248 kíló, og þeg- ar hann var 25 ára vó hann 406 kíló. Hann dó ungur, 1958, aSeins 32 ára gamall. Þá var hann 485 kg og setti þar meS met í þyngd sem trúlega verS- ur seint jafnaS. Þyngsta kona sem vitaS er um, var blökkukona, sem dó í Baltimore 1888, þá vó hún 358,5 kíló. ráða hjá sér reyndari söfnurum fyrst í stað. Oft er það svo, að vel þarf að athuga takkafjölda á frf* merkjunum, því að þau geta litið alveg eins út að öllu öðru leyti en því, að annað er gróftakkað (færri takkar), en hitt fíntakkað (fle'ri takkar). Takkamálið er frekar ódýrt tæki. Þegar safnarinn hefur fengið sér öll þessi tæki: Albúm, frímerkja- töng, límmiða, takkamæli og stækk- unargler, er hægt að byrja á því> að setja frímerkin á sinn stað í al' búminu. Sé um söfnun notaðra merkja að ræða, sem er algengast, skal athuga vel, að velja aðeins til söfnunar vel stimpluð merki. Stimp' illinn má helst ekki yfirskyggi3 merkið, þannig að mynd þess oQ verðgildi sjáist varla. Ekki má hann heldur vera klesstur, þ. e. a. s. of mikið stimpilblek. Gjarnan má dag- setning hans sjást greinilega, svo framarlega, að stimpillinn nái, eins og áður er sagt, ekki yfir of mikinn flöt af frímerkinu. Albúmið er heimili safnsins og er því ekki að leyna, að tegundir þeirra eru margar og misgóðar. Best eru þau albúm, sem eru „lausblaða1. þ. e. a. s. hvert einstakt blað er hægt að taka úr og blöðum mé bæta inn I að vild. Sé um hinar dýrari og vandaðri gerðir albúma að ræða, er það venjulega svo, að viðbótarblöð koma út árlega. Frí- merkjaalbúm eru ýmist með fyr'r' myndum og afmörkuðum reitum fyr' ir hvert merki, eða þá að þau eru rúðustrikuð og án fyrirmynda. Hvor tveggja tegundin hefur sína kosti- Það er t. d. áhyggjuminna og fljó*" legra, að setja frímerkin sín inn I albúm með fyrirmyndum, en svo m^ að hinu leytinu segja, að safnarinn hafi frjálsari hendur um niðurröðuo safnsins, þegar blöðin eru án fyrir' mynda og aðeins rúðustrikuð eða alveg auð. Til eru einnig albúm með gegnsæjum vösum, og er þá fri' merkinu aðeins smeygt niður í Þessi gerð albúma er einkum fyr,r ónotuð frímerki. 40

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.