Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 18
mhyggja, ástúð, ábyrgðartilfinning og út-
hald er mjög mikilvægt í uppeldi katta.
Reyndar á þetta við öll dýr, en nú er ég að skrifa
um ketti, og þeir ganga fyrir í þessari grein.
Kettir hafa alltaf heillað mig, þeir eru sjálfstæðir,
heiðarlegir, blíðlyndir og framúrskarandi hógværir.
Ef ekki er hægt að ala upp ketti, þá er það venju-
lega fólkinu að kenna, það hefur ekki úthald og nenn-
ir ekki að standa í kattauppeldi.
Þar þarf mikið átak og mjög mikla hugarfars-
breytingu gagnvart köttum og dýrum almennt.
Ég heyri oft fólk kvarta yfir því, að geta ekki haft
ketti í blokkum. Af hverju ætti ekki að vera hægt
að hafa ketti í blokkum, það fer bara eftir þeim,
sem e'ga þá?
Erlendis gætir fólk þess, sem býr í blokkum, að
láta ekki ketti né hunda þvælast um alla ganga. Það
er enginn glæpur að ala ketti upp innandyra, þeir
eru öruggir, týnast ekki og þeim líður mikið betur.
Það verður að muna eftir gluggum, hurðum og
svölum. Það er best að byrja að ala upp kött í einu
herbergi, hann verður að hafa ferskt vatn, mjólk, mat
og plast-dall með niðurrifnum pappír eða sótthreins-
andi dufti; dallurinn verður alltaf að vera hreinn.
Köttum finnst mjög gott að hafa sitt eigið afdrep,
annað hvort stól, körfu eða pappakassa. Það er
Boris Tvílitur og Pinky, Hvítur, báðlr fresskettir.
gott að hafa mjúkar mottur, handklæði, ullarstykk'
eða teppi.
Sumir kettir eru „wool-eaters“, það er, þeir borða
alls konar efni, sérstaklega finnst þeim gott að Þ^3
ull með framtönnunum.
Þegar fresskettir eru 6 mánaða, þá er þest a
láta gelda þá, það gerir þá rólega og skemmtileg3
heimilisketti. Ef fólk hugsaði út í það að láta vana Þ3,
þá væru ekki svona margir flækingskettir, sem fólk
kvartar yfir.
Læður ætti að gera ófrjóar, en ef það er ekki hseg >
þá ér best að fara með þær til dýralæknis og l3ta
þær hafa hormónasprautur, sem eiga að duga I ®
mánuði.
Ég hef aldrei skilið fólk, sem lætur ketti sína út
á nóttunni eða elur þá upp í þvottahúsi. Ég v0Ít
ekki til hvers það er að hafa kött, ef það he'ur
ekki félagsskap af kettinum, það er líka mjög nauð'
synlegt fyrir köttinn.
Þeir kettir, sem fara út, ættu að hafa hálsólah
það er smáhylki á þessum hálsólum, sem símanum
er!ð á að vera á og nafnið á kisu. Sumar ólar erU
álíka, en með bjöllu, en ég myndi ekki ráðlegg)3
það að láta blessaðan köttinn hafa bjöllu um háls
inn, það getur gert hann taugaveiklaðan. Ég veit a
það er gert út af fuglunum og hreiðrum þeirra. Þð
hef mikla samúð með fuglunum; ég gef á hverjum
degi, allt árið, fuglum og dúfum.
Það má ekki gleyma því, að kctturinn hefur si
ve!ðieðli, og það er kvartað yfir þessu. Á sama tíma
er ekki talað um mannskepnuna, sem skýtur fug|a
og önnur dýr sér til ánægju og dægrastyttingar.
Það ætti að hreinsa eyru katta með eyrnapinnum
og bórvatni og klippa rétt framan af nöglunum-
Ef eitthvað amar að kisu, þá ráðlegg ég tala v'
dýralækni.
Kettir verða að hafa eitthvað til að klóra í, t.
gamlan stól, eða nota má stólpa, sem hefur
eins og jólatré og vefja teppi utan um hann, Þa
er best að hafa það á ranghverfunni, það er har
ara og betra að klóra og beita klónum.
Ég held að ég sé búin að drepa á það helsts
viðv kjandi velferð katta. En einu mikilvægu atri
mætti þó bæta við, að ketti, sem eru inni, Þa
ekki að baða, aðeins bursta feldinn.
16