Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 16
 Vindarnir og kýrnar inu sinni stóðu nokkrar kýr í forsælunni af stóru tré úti í grösugum haga. Þær kropp- uðu grasið og smárann, en hlýr sunnanvindur blés yfir landið. Þeim leið vel eins og alltaf, þegar veðrið var milt og þægilegt. ,,Við verðum að viðurkenna, að þetta er hlýr og þægilegur vindur,“ sögðu þær. „Hvernig getum við fengið þennan vind til að blása sem lengst og oft- ast?“ Þá sagði rauða kýrin í hópnum: „Við verðum að gefa honum eitthvað, svo að hann haldi áfram að blása.“ „Ætli það þýði nokkuð?“ sögðu hinar kýrnar dauf- lega. „Nú veit ég, hvað við skulum gera,“ sagði svarta kýrin skyndilega. „Við biðjum vindhanann á kirkju- turninum að snúa sér öfugt, þegar hann heyrir norð- anvindinn koma. Þá verður norðanvindurinn að snúa við og fara heim á norðurheimskautið aftur og 9et' ur hvorki ónáðað okkur né sunnanvindinn framar." „Þetta er ágætis hugmynd," sögðu hinar kýrnar. Síðan sögðu þær við vindhanann: „Kæri herra Gaggalagó. Viltu vera svo vænn o9 elskulegur að snúa þér suður þegar þú heyrir norðaH' vindinn koma. Þá verður þessi leiðinlegi norðan' vindur áttavilltur og verður að snúa við sömu leið til baka.“ Herra Gaggalagó svaraði: „Það væri gaman 3® reyna þetta einu sinni.“ Sunnanvindurinn hætti að blása rétt um það leyti sem kýrnar lögðust niður til að jótra um kvöldið- Þá fór svalur gustur yfir hagann og engin í grennd' inni. Norðanvindurinn var að koma með nætursval- ann. Og í þetta sinn var hann reglulega kaldur, þvt 14

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.