Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 12
tjald, gérði eldstæði, sótti vatn í ána, og fór að hita
sér eitthvað. Finni kannaðist við þessa lykt. Þetta
var kakó, en hann hafði aldrei smakkað það. Það
var enginn drykkur fyrir fuglahræðu.
„Hver skyldi eiga þetta land?“ heyrðu þeir pabb-
ann spyrja. „Þetta er allra indælasti staður. >að
mætti meira að segja hressa upp á kofann. Ég verð
að komast að því, hver á hann.“ Krakkarnir voru
farnir að kanna umhverfið. „Mamma — pabbi. Kom-
ið og og sjáið, hvað við fundum bak við húsið. Svo
skringilegan trékarl." Það lá við, að það fyki í Finna
— að kalla hann skrítinn trékarl. Hann, sem hafði
um árabil verið nærri því konunglegur embættis-
maður — stór og stæðileg fuglahræða.
Nú fór öll fjölskyldan á stúfana og fór að skoða
og þukla á öllu. Það var ekki frítt við, að Finna kitl-
aði undir höndunum, þegar strákurinn fór að at-
huga á honum handleggina. „Pabbi, við reynum að
eignast þetta — kofann og karlinn, ég veit vel, hvað
við myndum gera, ef við ættum þetta allt.“
„Við skulum nú sjá,“ sagði pabbi. „Við skulum gá
á kortið, hvað þessi staður heitir, svo kanna ég
það, hver sé eigandinn. Þetta hefur í það minnsta
verið vanrækt í mörg ár.“
Fjölskyldan dvaldi þarna yfir helgina, og alltaf
urðu þeir Finni og gamli kofinn hrifnari og hrifnari.
„Mig langar til að þessi fjölskylda komi og búi í
mér,“ sagði húsið.
„Það verður þá bara um helgar," sagði Finni.
„Kannski er það best, ég er nú ekki orðinn svo beis-
inn, en gaman verður að sjá, hvað gerist."
Það leið ekki á löngu þangað til fjölskyldan kom
aftur. „Heyrirðu? það er bíll að koma, kannski eru
það þau?“ Finni tvísteig og teygði sig eins og hann
gat. Jú, það stóð heima, þarna var komin fjölskyld-
an frá því um daginn. Finni og húsið biðu með
öndina í hálsinum. Hvað myndu þeir fá að heyra?
Krakkarnir voru að bera út dót, og mamma var
að taka utan af tjaldinu, og á meðan gekk pabbinn
að húsinu og fór að skoða það í krók og kring.
Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, og húsið
reyndi að alefli að fylgjast með. „Jah-am, þarna
Það er víðar en hér á landi sem
fylgst er með sjónvarpsþáttunum
um lögregluforingjann Columbo. í
Bandar.'kjunum er hann orðinn að
þjóðhetju — vinsældir hans eiga
sér engin takmörk. Fólk fylgist af
áhuga með vikulegum þáttum hans
í sjónvarpi, hvernig hann upplýsir
snilldarlega aðskiljanlega glæpi.
Og það eru engir smáaurar sem
hann heimtar í laun. En (sínu einka-
þarf að setja bita, — ah-há, þarna þarf nú að rétta
hann dálítið af.“
„Finni,“ hvíslaði húsið. „Hvað heldurðu?"
Rétt í því kom annar bíll. Það var vörubíll, hlað'
inn alls konar efni, timbri, járni, málningu o. fl. „Hvað
þurftir þú að borga?“ kallaði strákurinn.
„Það var ekki svo mikið,“ sagði pabbinn. ,fie'r
sögðu, að kofinn væri ónýtur, ég gæti gert hvort
sem ég vildi heldur, rifið hann eða lappað upp ^
hann. Ég má gera við hann, hvað sem ég vil. en
ég verð auðvitað að greiða fyrir lóðina."
„Rífa mig?“ hugsaði húsið. Því varð svo mikið
um þetta, að það gat varla hvíslað þessu að Finna.
„Við rífum ekki kofann," kallaði mamman.
arðu ekki að gera hann upp með þessu efni, sem
var að koma?“
„Við látum hann standa,“ sögðu krakkarnir. „Hann
er svo skemmtilega gamaldags,“ sagði mamma.
„Þau ætla að láta þig standa," hvíslaði Finni, „en
hvað skyldi verða um mig?“
„Krakkar. Þið getið notað fuglahræðuna á varð-
eld,“ kallaði pabbi.
„Ó, nei, nei, ekki brenna mig,“ kallaði Finni
dauðans ofboði. En hver gæti annars heyrt, hvað
aumingja fuglahræðan var að væla, ekki börn
það minnsta. En það var eins og þau fyndu það a
sér, því strákurinn kallaði:
„Nei, veistu nú hvað, pabbi. Ég hef hugsað mér
allt annað með fuglahræðuna. Ég hef hugsað méf
að smíða tvö fuglahús, og festa þau á axlirnar
henni, þá geta litlu fuglarnir átt þar skjól fyrir vond'
um veðrurn."
„Já, þetta finnst mér upplagt,“ sagði stelpan.
Hver getur nú hugsað sér tilfinningar Finna fugla'
hræðu? Það var eins og hann ætlaði að sprinð3-
Aldrei hafði hann lifað hamingjuríkari dag. Að hugsa
sér, draumurinn hans átti nú að rætast. Honum
fannst hann yngjast upp. Já, var hann ekki á besta
aldri? Fuglahræður geta orðið mörgum sinnum eldrl
en fólk.
Nú fóru hamingjudagar í hönd. Það var unm 1
fegrað og prýtt, þegar því varð við komið. StráKur
lífi er Peter Falk strangur og ákve
inn. Hann segist vera húsbóndinn
á heimilinu. Þangað hleypir han,n
engum óviðkomandi. Að vísu dr
hann með fjölskyldu sinni í Bever
ly Hills í Hollywood, en þau hal a
sig langt frá öllu samkvæmislífi Þar’
Kona Falks heitir Alice og tvse^
kjördætur eiga þau, Jackie 8 a
og Katherine 4 ára.
10