Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 10

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 10
Margir kannast við ofur einfalda brellu, sem læknar nota við móðursjúka sjúkl- inga, sem alltaf vilja vera að sulla í sig meðalagutli. Læknirinn gefur þeim vatn sem litur er látinn saman við, — og sjúklingnum. finnst sér batna undir eins. Það eru til margar sögur um mátt ímyndunaraflsins. Her- sveit sem einu sinni sat um hollenskan bæ fékk skyr- bjúg og hermönnunum féllst hugur og þeir vildu hætta umsátinni. Konungurinn frétti þetta og tilkynnti þá, að hann hefði undrameðal gegn skyrbjúgnum. Margir vagnar hlaðnir flöskum með ÍMYNDUNIN ER STERK lituðu vatni og fallegum miða á voru sendir til hers- ins og mönnunum fór undir eins að líða betur og þeir héldu áfram umsátinni. Það er til arabisk smá- saga um afl ímyndunarinn- ar. — Einu sinni mætti fá' tækur förumaður Svarta- dauðanum, sem sagðist vera á leið til Kairó. Mað' urinn spurði: „Hvað ætlar þú að gera til Kairó?“ Svarti dauði svaraði: „Þ9 ætla að drepa 3000 manns þar.“ Nokkru seinna hittust förumaðurinn og Svarti' dauði aftur; hann var nú að koma frá Kairó. Förumaðui'' inn sagði: „Ekki sagðir Þú mér satt um daginn, því þú drapst 30.000 manns- „Nei,“ svaraði Svarti' dauði, „ég drap ekki nema 3000, en hinir dóu úr hræðslu." „Jæja, finnst þér það,“ sagði húsið. „Já, það finnst mér,“ sagði Finni. „Næst, þegar fjölskyldan fer í burtu, þá hugsar þú þig vel um, áður en þú stingur af. Eða hvað heldur þú?“ Húsið gat ekki varist hlátri. „Þetta var viturlega mælt af fuglahræðu. Svo sannarlega hefur þú á réttu að standa. Þá er best, að ég komi mér heim á leið. Ef ég staulast áfram, eins og mér er unnt, þá ætti ég að vera heima um 2-leytið í nótt.“ Með það fór húsið af stað, stirt og stíft á fótum, sem ekki gátu farið hratt. „Ha-ha,“ sagði Finni og hló. „Viljinn er góður, en heldur er hann hægfara. Húsið hefði þurft að hafa vængi, eins og farfuglarnir, sem nú eru að hefja sig til flugs suður á bóginn. Er annars ekki til söngur, sem byrjar svona: Ef ég ætti vængi, bamm, bamm, bamm, bamm ...“ Það ættu annars allir að hafa vængi, hugsaði Finni, og hélt áfram rölti slnu eftir þjóðveginu. Skyndi- lega stansaði hann og leit niður á fætur sér. „Mis- skiljið mig ekki, fætur mfnir, biessaðir tréfæturnir mínir, mér þykir vænt um ykkur, þið hafið borið mig margan spölinn." Árin liðu, og Finni fuglahræða var orðinn slitinn og þreyttur af öllu röltinu. Hann átti nú aðeins eina ósk, og hún var sú, að hann mætti finna stað, þar sem hann gæti fengið að vera í friði. Hann átti sér líka draum, sem hann var farinn að halda, að aldrei myndi rætast — hann stundi — já, þá var að taka því. Hann hafði alla tíð langað til að skýla fuglunum, en ekki hræða þá. En svona eru nú örlögin, hugsaði Finni. Maður verður stund' um að gera þveröfugt við það, sem mann langar til- Það var svo sem ekkert skrítið, að hann hafði aldre' verið góð fuglahræða. Jæja, þá var að leita að dval' arstað. Hann staðnæmdist allt í einu. Hvað sá hann ■ Var ekki þarna einmitt allra ákjósanlegasta rjóður fyrir gamla fuglahræðu að eyða elliárunum? Hann fór út af veginum og gekk um I rjóðrinu. Mikið var hann nú annars orðinn stirður til gangs. En hvað- Þarna var lítið hús inni á milli trjánna — gamal kofi, kominn að falli — allur skakkur og skekinn- Eitthvað fór að sveima um í huga Finna. Þess' kofi minnti hann á annað hús, sem hann hafði kynns fyrir nokkrum árum. Það skyldi þó aldrei vera? Finni færði sig nær. „Hæ, sæll vertu. Ertu aleina og yfirgefinn?" Húsið lyfti brúnum og reyndi að Hta f áttina til Finna. „Ósköp er að sjá, hve þú ert iHa farinn. Nenntu ekki eigendurnir að gera við Þ'9’ eða hvað?“ Nú færðist örlítið líf í húsið. „Það er þó ekki hann Finni fuglahræða, gamli vinur minn?“ „Jú, svo sannarlega er það hann Finni fuglahrasð^ Þú ert þá skógarhúsið, sem ég mætti einu sinni þjóðveginum ög hélt að væri risatröll." Gömlu vin irnir féllust nærri því í faðma af einskærri gleði Yf'r endurfundunum. Og þeir hefðu eflaust gert Það’ hefði það verið mögulegt. En hvernig í ósköpunurT| átti hús og fuglahræða að geta faðmast, þar að auK' bæði gömui og stirð? Það var margt að tala um og rifja upp. Húsi var búið að vera einmana lengi. Eigendurnir fluttu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.