Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 32

Æskan - 01.07.1976, Blaðsíða 32
Þegar loft hitnar, „stígur“ það upp, þangað, sem kaldara er. Þú hefur eflaust tekið eftir því í bað- herbergi eða þvottahúsi, þegar guf- an safnast fyrir uppi yfir höfði manns. Orku þá, sem hinn stígandi hiti er, ættum við nú að geta hag- nýtt okkur til þess að láta bera uppi tvær litlar flugvélar. Smíðirðu þær eftir þeim fyrirmælum, sem hér eru gefin, og látirðu þær standa yfir ofni eða hitaleiðslu, halda þær áfram að fljúga í hring svo lengi sem einhver eldur er í ofninum eða hiti í leiðslunni. Loftið þrýstir á vængina, sem settir eru á ská, og kemur flugvélunum til að halda áfram. Hafið flugvélarnar báðar sem lík- astar að stærð og sniði. Þverbitinn, sem merktur er F, á nefnilega að vega salt á stálteinsoddi, og eins og þú munt skilja, verður þunginn að vera jafn báðum megin. Flugvélarnar eru samsettar úr hlutunum A, B og C, sem þú klippir éða skerð út úr pappa. Skrúfurnar væri best að hafa úr næfurþunnum málmi, t. d. þeim, sem er í tóbaks- boxum eða þvíumlíku. Skrúfurnar eru síðan festar við flugvélarnar með títuprjónum. Smíðaðu sjálfur flugvélar Þverbitinn F, sem flugvélarnar eiga að hanga í, er búinn til úr þykkum pappa (sjá teikningu 1 og 2). Þú skerð pappann nærri jöðrun- um báðum megin og brýtur inn af, til þess að þverbitinn verði stinn- ari og nægilega sterkur til að halda báðum flugvélunum, jafnvel þótt hit- inn verði nokkuð mikill. Flugvélarn- ar eru tengdar þverbitanum með tvinna. Á þverbitann miðjan seturðu minni hlutann af venjulegri smellu (E). Miðju bitans geturðu hæglega fundið með því að láta hann vega salt á oddinum á vasahnífnum þín- um. Smelluhlutinn á að vera eins kon- ar „kúlulega" fyrir stöngina D, sem endar í skörpum oddi. Stöngin er síðan beygð þannig, að hún geti staðið upp á endann. Munið eftir þvl, að götin, sem tvinninn er dreginn gegnum t'I beggja endanna, eiga að vera tvö, til þess að flugvélarnar snúi jafnan I rétta átt. Til fegurðarauka er hægt að mála flugvélarnar I ólíkum litum. Að því búnu hefurðu eignast flugvélar, sem geta flogið svo langt sem verkast vill, án þess að þurfa að setjast. eyjarinnar frá annarri eyju eða meginlandinu, hví ekki að nota þá bát þeirra til þess að komast til þess lands, er þeir komu frá? Sennilega var það byggt, og vafalaust var það þá í sambandi við meginlandið, ef það var ekki á meginlandi Afríku. Þung hönd var lögð á öxl Mugamba áður en hann vissi, að hann var eltur, og er hann sneri sér við til vam- ar, tóku fingur heljartaki um úlnliði hans og vörpuðu honum til jarðar áður en hann gat hreyft sig. Tarzan talaði til hins fallna manns á máli svertingja á vesturströnd Afríku. „Hver ert þú?“ spurði hann. „Mugambi, foringi Wagamba," svaraði surtur. „Ég skal þyrma lífi þínu,“ sagði Tarzan, „ef þú lofar að hjálpa mér burt af eyju þessari. Hverju svarar þú?“ „Ég skal hjálpa þér,“ svaraði Mugambi. „En þar eð þú hefur drepið alla menn mína, veit ég ekki, hvort ég get komist úr landi þínu sjálfur, því enginn er til þess að róa, og áralaus komumst við ekki yfir hafið.“ Tarzan stóð á fætur og lét fanga sinn standa tipF’ Maðurinn var tröll að vexti, — eins hraustlegur sv'ert ingi og Tarzan var hvitur maður. „Komdul" sagði apamaðurinn og hélt í þá átt, er hey13 mátti urrið í dýrunum úr. Mugambi hörfaði burt. „Þau drepa okkur," sagði hann. „Ég held ekki,“ svaraði Tarzan. „Ég á þau-“ ^ Enn hikaði svertinginn. Honum leist ekki vel á 3 koma nálægt villidýrunum, sem voru að éta heriuenn hans; en Tarzan neyddi hann til þess að fylgja sér, brátt komu þeir út úr skóginum, og blasti þar við peíI° ógeðsleg sjón. Þegar dýrin sáu manninn, litu þaU andi upp, en Tarzan gekk á milli þeirra og dró MugarU skjálfandi með sér. 30

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.