Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Síða 7

Æskan - 01.11.1978, Síða 7
JÖLAKERTIÐ § Man það fyrir mörgum, liðnum árum, ^ >narnma kom með jólakertið inn. S hafði grátið, grátið beiskum tárurn, en Shymt er nú, hvað vakti harminn minn. h á sagði mamma, svona er guð þér góður, nnn gaf þér jólin, sjáðu kertið þitt. arin elskar þig, þú átt hann fyrir bróður, °S ekki máttu gráta, barnið mitt. Þá varð svo bjart, ég brosti gegnum tárin, er blessað jólaljósið við mér skein. Og eftir mörgu, mörgu horfnu árin er minning þessi enn þá Ijúf og hrein. Og jafnan eiga jólin töframáttinn, er jólanótlin fyrsta í sér bar, þótt öldin nýja hafi annan háttinn, er hjarta barnsins líkt og áður var. Og jólaljósin Ijóma í austur, vestur og lýsa þeim, er heyra, vilja og sjá, til hans, er öllum reynist bróðir bestur og börnin huggar bœði stór og smá. Margrét Jónsdóttir. "Hvar erum við nú?“ sagði ég við Sigríði. "Við erum í Svínahrauni, og þá komum við að Hólnum." "Er löng leið yfir Svínahraun?“ b "Já, nokkuð löng. Af hverju ertu að spyrja um þetta? e ert þó ekki þreyttur?“ ”^ei.“ sagði ég, en rómurinn var ekki sterkur. ^ú var komin rigning. — En hve þetta er löng leið. Það auma ævin, að vera kaldur í rigningu uppi í Svína- auni. G0tt eiga þejri sem þurfa ekki að fara burt úr ReVkjavík. ko, ^-°ksins komum við að Kolviðarhóli. Ég ætlaði varla að ^ ^ast af baki og fann til verkja í handleggjum og fótum. knjandi rigning var komin, er sprett var af hestunum. Ég j / ekki mjög upplitsdjarfur. Gott var að fá húsaskjól hjá vori ni á Hólnum. Ég svaf uppi á lofti, og í sama herbergi I u tveir ferðamenn. Ekki varð mér svefnsamt. Annar eröamaðurinn hraut mjög hraustlega og lét illa í svefni. rusínur átti ég í bréfpoka. Þó að ég væri þreyttur, 1 úi ég ekki nestió við mig. Aldrei hef ég bragðað betra i Í9æti en rúsínurnar, sem ég borðaði á Kolviðarhóli Vrir 50 árum. ^idrei fer ég svo fram hjá Kolviðarhóli, að ég hugsi ekki nasturgistinguna og rúsínurnar. var snemma á fótum næsta dag. Úrhellisrigning var ^ kuldi. Mat fékk ég og mjólk, og leið mér allvel. En löng Reiðin í Ölfusið. Pe9ar leið á daginn var haldið upp Hellisskarð, beint p af Hólnum. Hvílík feikna hæð. Þetta hafði ég komist ^st á liðnum ellefu æviárum. tók við Hellisheiði. Komið var á Kambabrún og aidið niður í Ölfusið. ^eint um kvöldið kom ég að Þúfu. Fékk ég þar hjart- e9ar viðtökur. Næsta dag var ég eldsnemma á fótum, ^ k til húsbóndans, og sagði: „Hvað á ég að gera í dag? e9 ekki að fara að vinna?“ „Ekkert liggur á,“ sagði Björn bóndi. En það kom brátt á daginn, að ég þurfti ekki að kvíða vinnuleysinu. Það var unnið af kappi, ekki 8 stundir á dag, en mjög oft 18 stundir. Mér leiddist fyrstu dagana. Gekk ég þá út fyrir tún- garðinn og grét. Meóan ég var að gráta, taldist mér til, að ég ætti eftir að vera 90 daga í útlegðinni. Næsta dag gekk ég aftur út fyrir túngarðinn og grét. Þá voru eftir 89 dagar. Engan lét ég vita um þessar sorgarstundir, og enginn heyrði harmakveinið. Ég bar mig vel, er ég var meó fólkinu. Enn grét ég þriðja daginn, og nú voru eftir 88 dagar. Þá hætti ég aö gráta, og um leið hætti ég að telja. Nú var allt sumarið sælutími, og mér var óskiljanlegt, hvernig menn gætu lifað, ef þeir væru ekki í sveit. Ég eignaðist vináttu fólksins á bænum, og ég á enn vináttu niðja húsbændanna, sem ég dvaldi hjá í fjögur sumur. Kunnugur varð ég kindunum, kúm og hestum. Nú varð ég ekki þreyttur af að sitja á hestbaki. Með mikilli gleði gekk ég að heyvinnu, fékk orf og Ijá og létta hrífu. Himneskt var að lifa. Kýrnar voru ekki í fjósi á sumrum. Þær lágu úti allar nætur sumarsins. Var ég snemma á fótum á morgnana, og fyrsta verkið var að sækja kýrnar. En oft varð ég lengi að leita, áður en ég gat fundið þær. Á ég frá þeim árum mörg spor um hæðir og lautir í Kömbum, og man enn örnefni þaðan. Heitir ekki ein hæðin Jarpsmerar- hryggur? Ég gleymi aldrei hinum undurfögru morgun- stundum, er ég var að leita að kúnum uppi í Kömbum. Einu sinni leitaði ég lengi og fann ekki kýrnar. Var ég orðinn dapur í bragði. En er ég nam staðar á kletti einum og horfði niður eftir hlíðunum, sá ég kýrnar í grasbrekk- unni. Gekk ég til þeirra, og voru þar fagnaðarfundir. [ gleði minni gekk ég til Skjöldu, ávarpaði hana nokkrum oröum, faðmaði hana og klappaði henni. Ein var sú íþrótt, er iðkuð var í Ölfusinu, og má henni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.