Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 36

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 36
hafði úti á götunni, og gleði þeirra hafði góð áhrif á Tom. Hann varð að hlæja líka. Það dugði ekki að gefa upp alla von. Mörgum öðrum leið miklu lakar. Auk þess hafði læknirinn sagt, að batahorfur væru góðar. — Eftir einn mánuð — jafnvel fyrr. Bara að ekki hefði staðið svona á, að jólin voru að koma . . . Þrátt fyrir allt ríkt' gleði á heimili hans þetta kvöld. Það vartalað um jólin, og mamma hafði áreiðan- lega eitthvað gott í pokahorninu. — Þau vissu það . . . Það var komið að Þorláksmessu- kvöldi. — Það var hætt að snjóa. Hin lággenga skammdegissól sendi rauðleita geisla yfir hina hvítu borg. Bærinn var orðinn skínandi fagur og hreinn eins og vetrarmjöllin. Yfir hon- um hvíldi nú eins konar ævintýrablær. Allir, sem um göturnar fóru, voru að flýta sér. Jólin höfðu sett svip sinn á allt, bæði lifandi og dautt. Tom Wang var aleinn heima. Sylvía hafði farið út með börnunum. — Hann leit á fiðluna sína. Það var gott hljóðfæri. Hann gæti fengið fyrir hana mörg hundruð krónur. Átti hann að selja hana og koma svo Sylvíu og börnunum á óvart, með því að kaupa fínar jólagjafir fyrir andvirðið? Eitt- hvað reglulega fallegt og skemmti- legt? — Hann horfði á fiðluna. — Hann þreifaði á henni. — Hann myndi aldrei fá svona góða fiðlu aftur. . . Dyrabjöllunni var hringt, Tom kom fiðlunni á sinn stað, gekk til dyra og lauk upp hurðinni. Fyrir utan stóð vel klæddur herra- maður og tíguleg kona. ,,Afsakið,“ sagði ókunni maðurinn. ,,Eruð þér faðir Þórs og Brittu? Þér skiljið . . .“ „Gjörið svo vel að koma inn," sagði Tom. ,,En þér verðið að fyrirgefa . . . þér skiljið . . Hinir ókunnu gestir brostu. „Jæja, það er rétt að koma að efn- inu. Ég heiti Lind og þetta er konan mín. Við erum einmitt að vinna að of- urlítilli kvikmynd, og erum nú, eða réttara sagt: við vorum að leita að tveimur börnum, sem eru á aldur viö börnin ykkar. Nú fyrir skömmu tókum við nokkrar myndir af þeim úti á göt- unni ásamt nokkrum öðrum börnum, svona til reynslu. En okkur líkaði best við Þór og Brittu, og þau falla ágæt- lega inn í þessa kvikmynd. Nú er ég kominn til að spyrjast fyrir um, hvort þér hefðuð nokkuð á móti því, að börnin yðar kæmu fram í þessari kvikmynd okkar." Um þetta var svo rætt nokkra stund, og Tom gaf að sjálfsögðu leyfi til þessa. En í þessum svifum kom Sylvía og börnin heim, og nú varó mikil gleði á heimilinu. En ókunni maðurinn hélt áfram: „Auk þess hef ég fengið að vita, að þér eruð hljómlistarmaður, herra Wang, þótt þér hafið, vegna slyss, orðið að leggja það á hilluna í bili. En nú vantar mig mann til að stjórna tónlistinni í kvikmyndinni." Tom Wang brosti. „Éggæti hugsað mér, að það kæmi sér vel fyrir yður að fá einhverja fyrirframgreiðslu,“ hélt ókunni maðurinn áfram, „því að við byrjum ekki fyrir alvöru á þessu verki fyrr en eftir jól. Hérna eru fimm- hundruð í bili, og svo gerum við samning á sínum tíma . . Og svo kom aðfangadagskvöldið á heimili Wangshjónanna, og það mundi enginn slíkt jólakvöld. Gjöfun- um var raðað umhverfis jólatréð. Þar var nú margt fallegt og gott. En eitt var þó öllu ööru betra. Gleðin yfir því, sem gerst hafði setti svip sinn á þetta jóla- hald. Svo gengu þau öll kringum tréð og sungu af einlægri gleði og jóla- fögnuði: „Heims um ból" og „í Betle- hem er barn oss fætt". Þýtt úr norsku H. J. M. LEIKUR AÐ TÖLUM Taktu tölurnar 1, 2, 3, 4, 5 og 6 og settu þær í auðu reitina þann- ig, að útkoman verði ætíð 18 hvort sem tölurnar eru lagðar saman lárétt eða lóðrétt. PÓSTUR wmm—mmmmmmmmmmmm—m í DANMÖRKU Hún notar hjólið sitt við útburð póstsins og einkennisbúningur j hennar er fagur-rauður. " Hvenær fáum við hér á ísland' svona snotra pósta?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.