Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Síða 40

Æskan - 01.11.1978, Síða 40
hverjum einasta degi allan liö- langan veturinn, sem ég dvaldi í orlofi mínu í sundurskotna ítalska þorpinu Castelmare nálægt Livorno, sá ég Maríu gömlu Bendetti. Smávaxin, mögur og visin, berfætt í gömlum upplituðum fötum, með svartan klút um höfuðið, lotin í herðum undan stóru tágakörfunni, sem hún bar á bakinu, var hún talandi vottur þeirra hörmunga, sem gengið höfðu yfir þetta þorp. Magra og móleita andlitið hennar var hrukkótt og áhyggjufullt, eins og ógæfan hefði eilíflega og ó- afturkallanlega helgað sér það. Hún seldi fisk, þennan einkennilega og ólystuga Miðjarðarhafsfisk, sem var aðalmaturinn í þessu fátæklega sjávarþorpi, ásamt naumum skammti af makkaroní eða spaghettí. Ég var kunnugur í þorpinu frá fyrri tíð, á dögum friðar, ánægju og áhyggju- leysis. Nú heyrðist aldrei hljómlist né hlátur frá litla torginu, þar sem sund- urskotin hús hölluðust eins og drukknir menn, sem eru í þann veginn að missa jafnvægið. Slík sjón fékk manni hugarangurs, en yfir rústirnar barst blómailmur að vitum, likt og stæði maður yfir gröf. Þorpið var dautt, en með því að það haföi verið mér svo kært, vöktu örlög þess beiskju og örvæntingu í huga mi'num. Flest unga fólkið var farið á burt. Aðeins börnin og gamla fólkið var eftir og sveimaði, að því er mér virtist, líkt og vofur innan um rústirnar hélt í sér lífinu með því að róa til fiskjar á lélegum bátum með bætt net. I þessum hópi var María. Stundum var lítil tíu ára gömul stúlka ífylgd með henni, sennilega barnabarn hennar, berfætt, grönn og gelgjuleg. Hún rölti við hlið gömlu konunnar og hrópaði skrækri og áfergjulegri röddu: ,,Pesci . . . pesci frechi", líkt og hún væri einráðin í að taka af allan vafa um það, að fiskurinn þeirra væri sá nýj- asti á markaðinum. Ég horfði á þær dapur í bragði, því að mér fannst ein- hvern veginn þær fylla þann flokk, sem í fávisku og tilgangsleysi halda dauðahaldi í fortíð, sem er horfin að eilífu. Einn morgun hitti ég þær á torginu og tók þær tali. Jú, þær höfðu verið í þorpinu meðan loftárásirnar gengu yfir það. Það höfðu verið slæmir tímar meðan á styrjöldinni stóð. Nú áttu þær heima í ofurlítilli herbergiskytru í Via Eustachia, þröngri götu, sem var einustu leifarnar af fátækasta hverfi bæjarins. Gremjan og beiskjan, sem gróf um sig í huga mér, og var vitanlega sprottin af minni eigin bölsýni og óá- nægju, varð einhvern veginn að fá útrás, og ég spurði skyndilega: „Hvers vegna farið þið ekki burt úr þessu þorpi? Hér er engin framtíð fyrir ykkur . . . allt í rústum . . . hér er allt búið að vera.“ Það varð stutt þögn. Gamla konan hristi hægt höfuðið. ,,Við eigum heima hérna. Við trúurti því ekki, að allt sé búið að vera.“ Um leið og þær gengu burt horfð- ust þær snöggvast í augu, líkt og e|n' hver leynilegur boðskapur færi á miH1 þeirra. Þetta augnatillit þeirra vakti forvitni mína. Næstu daga hafði ég gát a hreyfingum þeirra og forvitnaðist um hvaö þær heföust að. Fyrri hluta dags sinntu þær ákveðnum verkefnum, en síðari hluta dagsins hurfu þaer gj°r' samlega. Hvað eftir annað, að loknum hádegisverði, gekk ég niður í V|a Eustachia, en kom alltaf að litla her- berginu þeirra tómu. Gat það verió, að þær vaéru ekki eins einfaldar og eg hafði haldið, og að fjarvera þeirra síðdegis á hverjum degi stæði í sam- bandi við einhverjar leynilegar fjáröfl* unarferðir, smygl eða svartamark- aðsbrask? Ég tók mig því til einn daginn og *°r í fyrra lagi af stað áleiðis í Via Eustac- hia, einmitt á þeim tíma, sem ég var vanur að taka mér hádegishvíld a baðströndinni. Ég tók mér stöðu 1 porti nokkru, skammt frá híbýlum konunnar. Ekki þurfti ég lengi að bíða. Klukkan rúmlega eitt komu Þser María og barnabarn hennar út ur húsinu. Þær voru báðar með tómar tágakörfur og lögðu leið sína eftir strætinu og hröðuðu sér eins og Þeirn lægi mikið á. Ég veitti þeim eftirför svo að lítið bar á. Þær klöngruðust yfir múrsteins hrúgur og rusl, sem hvarvetna Þaktl Frægur rithöfundur viröir fyrir sér fordaemi fátækrar konu og lítils barns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.