Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 48

Æskan - 01.11.1978, Blaðsíða 48
,,Svo þú ert úti að viðra þig“, sagði hann. „Hvert er ferðinni heitið?" Jú Eiríkur hafði látið sér detta í hug að skrepþa upp á heiðina og líta eftir snörunum, sem þeir höfðu sett upp nokkrum dögum áður. Það var lífsins ómögulegt að vera heima, því að hvergi var hægt að vera án þess að flækjast fyrir einhverjum. Og þar sem hann langaði ekki beinlínis til að leggjast fyrir og sofna úti í fjósi, þá hafði hann allt í einu munað eftir því að hann hafði alveg gleymt snörunum í öllu annríkinu við að ná inn eldiviðn- um. Eyvindur á Bakkabæ lét ekki standa á sér. Ef Eiríkur aðeins vildi bíða augnablik, þá ætlaði hann að skreppa inn og ná í nokkrar snörur og segja mömmu hvert hann ætlaði. Mamma lyfti rauðu og heitu andliti sínu upp frá eldavélinni og brosti við, er hún sá hver gekk inn. ,,Ég ætla með Eiríki uppeftir að gá að snörunum", sagði hann um leið og hann hvarf inn í geymsluna inn af eldhúsinu. Andartaki síðar kom hann út aftur með nokkrar snörur í hend- inni. ,,Vertu ekki lengi, ef hann fer að snjóa", kallaði hún á eftir honum um leið og hann gekk út. . . Andartaki síðar hafði Eyvindur spennt á sig skíðin, sem stóðu upp við bæjarvegginn og ekki löngu síðar héldu vinirnir tveir upp hlíðipa og stefndu á heiðina. Þeir renndu sér þegjandi áfram, en er þeir náðu Merkisteininum, — háum kletti, sem vanalega var notaður sem mið, er komið var ofan af heiðinni, — stans- aði Eiríkur. ,,Við förum fyrst út að Meyjartjörn, er það ekki?“ sþurði hann eftir að hafa þurrkað af sér svitann. Jú, Eyvindur hafði ekkert á móti því og síðan héldu þeir áfram. Þeir voru ekki gamlir karlarnir, en þeir þekktu hverja hundaþúfu hérna upþ frá svo að þeir voru ekki aldeilis að hugsa um það, hvort hann færi kannski að snjóa. Við Meyjartjörn fundu þeir fjórar stíffrosnar rjúþur, en tvær snörur voru slitnar, og það tók dálítinn tíma að skiþta um. Nokkrar snjóflygsur sigu hægt niður frá hinum drungalega himni, en hvorugur þeirra lét sig það nokkru skiþta. Þeir héldu síðan tafar- laust af stað inn að Tröllatjörn, en þar áttu þeir fjölda af snörum. Snjókornunum fjölgaði og Eyvindur gaut augunum nokkrum sinnum upp á við, en af því að Eiríkur lét sem ekk- ert væri, gat hann ekki sagt neitt, fannst honum. Það var drjúgur spotti út að Trölla- tjörn og heitir og móðir náðu þeir loksins þangað. Snjórinn hafði hulið allar snörurnar svo að það var tölu- vert verk að finna þær, en þeir vissu nokkurn veginn hvar þeir höfðu sett þær og að lokum komu þær allar í Ijós. Sex rjúpur fundu þeir hérna. Það var alls ekki svo slæmt í einni ferð, fimm á hvorn. Þeir hjálpuðust að við að koma snörunum fyrir og skipta um þær sem bilaðar voru. En núna fyrst lyfti Eiríkur höfðinu og leittil veðurs. Eyvindur fylgdi dæmi hans og núna veittu þeir því athygli hversu snjókoman hafði aukist. ,,Við verðum að fara að koma okkur af stað“, sagði Eiríkur. Hann reyndi að vera styrkur í máli en gat samt ekki komið í veg fyrir að röddin skylfi ofur- lítið. Þeir flýttu sér að skipta rjúpunum, og hengdu þær í snæri á bakið og héldu síðan áleiðis til Merkisteinsins. En ekki voru þeir komnir langt, er hann fór að hvessa. Snjófjúkið byrgð' þeim sýn og þeir sáu varla fram fyrir fætur sér. En þeir héldu ótrauðir áfram, Eiríkur á undan og Eyvindur i sþorum hans rétt á eftir. Hvorugur þeirra sagði orð, en báðir hugsuóu sitt. Þeir vissu — eftir frásögnum full* orðna fólksins, — að í byl sem þess- um var mjög auðvelt að villast og a^ þáð var mjög erfitt að halda stefnunni áttavitalaus. Mönnum hætti svo til að víkja út af leiðinni og áttu þar að auki a hættu að lenda aftur á sama stað, þreyttir og útslitnir eftir langa göngu- Myndi kannski fara þannig fyrir þeim, hugsaði Eyvindur meðan hann erfiðaði móti veðrinu, kýttur í herðum- Myndu þeir ef til vill halda áfram ganga í hring þar til þeir sigju niður af þreytu? Þá myndi snjórinn breiða hvíta lakið sitt yfir þá báða. Skyidu þeir eiga eftir aö deyja hér upþi a heiði, og það á sjálfu jólakvöldinu? Vindurinn gnauðaði umhverfis Þa- Það var eins og einhver óvættur vaeri að hæðast að þeim þarna úti í veðr- inu. Eyvindur staulaðist másandi áfram. Hann bjóst hálft í hvoru við að sjá á hverri stundu loðna loppu með klóm teygja sig út úr kófinu til að griþa þá. Allt í einu stansaði Eiríkur. „Heyrðu. vilt þú ekki vera á undan spottakorn Eyvindur", stundi hann. ,,Ég held, að við hljótum að fara að koma a^ Merkisteininum". Eyvindur greip fastar um skíðastaf- inn. ,,Ef við erum þá ekki villtir. ÞU veist, hvað það getur verið létt ísvona veðri". Eiríkur horfði hjálgarvana á hann- Svo herti hann sig upp. Hann var heilu ári eldri og hann varð að sýna, a hann væri fullorðnari. ,,Við getum að minnsta kosti ekki staðið hér til eilífðar", svaraði hann- ,,Vert þú á undan spottakorn". Eyvindur laut fram í veðurofsann- Hann gekk viljugur af stað og ferðm hélt áfram í þögn. Þeir gengu °9 gengu, og að lokum var svo komið,a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.