Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 81
Kortiö sýnir þau svæði sem
villisvínið hefur verið út-
breiddast, en er þó ekki alls
staðar lengur til, og á það
einkum við um Evrópu, þar
sem það er víða að verða út-
dautt.
alla Afríku. Mjög sérkennileg
tegund lifir á Celebes og
nokkrum A.-lndlandseyjum,
hið svonefnda „hjartasvín",
sem getur orðið á stærð við
asna. Höggtennur þess verða
mjög langar og skarpar. Á
ýmsum svæðum S.-Ameríku
lifa villisvín. Þau eru smá-
vaxnari þar en í gamla heim-
inum og hafa aðrar lífsvenjur.
Þekktast þeirra er hið svo-
nefnda Pekkarin-svín. Það lif-
ir í stórum flokkum, sem eru á
stöðugu ferðalagi og laetur
fátt hindra sig, syndir t. d. yfir
stór fljót ef með þarf. Jafnvel
jagúarinn óttast að verða fyrir
slíkum hópi og kemur sér í
skjól, ef hann sér þau nálgast.
Flóðhesturinn
(Nílhesturinn)
Eins og mörg önnur hinna
stærri dýra hefur flóðhestur-
inn orðið að láta undan síga. I
biblíunni er sagt frá því að
hann lifi í ánni Jórdan, og um
1600 er hann sagður lifa við
Nílar-mynni. Nú á dögum
verður að fara langt inn í
Afríku til þess að verða hans
var, en þar lifir hann í flestum
stórfljótum milli 17° norður
og 25° suður breiddar.
Flóðhesturinn lifir í stór-
vötnum og fljótum og fer ör-
sjaldan íland. En þarsem slíkt
skeður er það vegna þess að
vatnagróður er takmarkaður,
og þá veldur hann verulegu
tjóni ekki aðeins á ræktuðum
ökrum, heldur einnig á þjóð-
vegum þar sem hann kann vel
við sig, en treður allt í sundur
vegna hins mikla þunga síns.
Það hefur verið skrifað
mikið um geðvonsku og ill-
kvittni flóöhestsins, en þær
sögur eru rangar eða mjög
ýktar. Dýrið er helst hættulegt
ef það er að vernda unga
sína. Umhyggja móðurinnar
fyrir afkvæminu er alveg frá-
Bjórinn
Bjórinn hefur mjög sér-
kennilega lifnaðarhætti. Á
stöðum sem hann telur sér
hentuga reisir hann sér heil
„þorp” og sýnir mikla hug-
vitssemi við skipulagningu
þeirra. Byggingarnar eru
gerðar úr mold og timbri á
mörgum íbúðarhæðum, sem
geta verið allt að 2— 3 metrar
á hæð. Inngangurinn er undir
vatnsyfirborði, sem þessi
snjöllu dýr útbúa með fyrir-
hleðslu einnig úr mold og
timbri. Trén sem dýrin nota og
fella til þessara þygginga-
framkvæmda naga þau viö
rótina, og ávallt þannig að
þau falli í vatnið.
Bjórinn lifir á trjáþerki og
safnar hann oft vetrarforða af
trjágreinum. Hin stóru bygg-
ingahverfi sem bjórinn kemur
sér upþ vöktu snemma athygli
manna og margs konar sögur
mynduðust um vinnubrögð
hans. Gömul þjóðsögn greinir
frá því, að hinir almennu bjór-
ar dragi að sér felldu trén á
þann hátt, að velta gömlum
grimmum bjór á bakiö, setja
timbrið milli fóta hans, og
draga svo til byggingarpláss-
ins eins og sleða! Indíánar
hafa mikið álit á bjórnum og
telja hann jafn skynsaman
manninum.
Bjórinn byggir þessi „þorp"
sín þar sem hann heldur sig í
minni eða stærri flokkum á
eyðisvæðum eða í strjálbýli,
og yfirgefur þau ekki nema í
ýtrustu neyð. Telja menn sig
hafa fundið menjar um slík
híbýli, sem staðið hafa mörg
hundruð ár. Þarsem þéttbýlla
er af fólki lifir bjórinn aðeins í
smáhópum, og lætur þá
nægja að grafa sér neðan-
jarðarholur.
Fyrr á öldum var bjórinn út-
breiddur um nær alla Evrópu,
~vl
cn