Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 5
\ ‘ höll
ÆSKULYÐSINS
i húsi nokkru á Leninhæðum í Moskvu rætast allir
draumar barnsins. Það er kallað höll ungherja og skóla-
®sku. Þangaö er auðvelt að komast meö neðanjarðar-
brautinni úr öllum hverfum Moskvu. Og það er ekki hið
eina sinnar tegundar: Hvert hinna 30 hverfa Moskvu á
sina eigin höll.
Höllin á Leninhæðum er átta byggingar. Þar er
íþróttaleikvangur, sundlaug, bókasafn, lessalur og
fundarsalur er tekur 1000 manns í sæti.
Unglingarnir koma þar eftir skólatíma og taka þátt í 870
starfshópum undir leiðsögn 600 starfsmanna og sér-
fræðinga.
Þótt Moskvuborg greiði árlega 2 milljónir rúblna til
starfrækslu hallarinnar, greiða foreldrar þeirra drengja
og stúlkna, sem hana sækja, ekki eyri fyrir það. Efni,
tæki, tónleikar, kvikmyndir, allt er þetta ókeypis.
Ég gekk inn í aðalbygginguna á opnunardegi sýningar
borgarinnar á tæknistarfi skólabarna. Leiðsöguvél-
fhenni, sem hinir ungu tæknimenn höfðu búið til, tók á
móti gestum í forsalnum.
,,Það eru yfir 700 sýningargripir á sýningunni," sagði
málmkennd rödd leiðsögumannsins. „Meðal þeirra eru
leikföng, líkön af eldflaugum og flugvélum, kranabílum
°9 dráttarvélum, járnbrautum, geimfarartækjum
framtiðarinnar, skipum, o.s.frv."
Þessi líkön eru ekki aðeins smíðuð til gamans, sum af
Þeim hafa einnig verið tekin til hagnýtra nota.
Skák er vinsæl íþrótt meðal skólabarna.
Hver veit nema skólabörnin, sem í dag hafa smíðað
meö eigin höndum flutningaskip eða þotur, veröi á
morgun stjórnendur skipa í áætlunarsiglingum yfir At-
lantshafið? Margir fullorðnir sækja slíkar hallir, því að
þær er alls staðar að finna, jafnvel í afskekktum bæjum, á
strönd Norður-íshafs og Kyrrahafs.
Á sýningunni hitti ég Misja Obertajev, sem er nemandi
í sjöunda bekk og tekur þátt í starfshóp í útvarpsverk-
fræði.
„Fyrst af öllu er okkur kennt að hanna kristalsmót-
tökutæki, síðan magnara. Nú höfum við lært að búa til
transistortæki," segir Misja mér. „Drengir, sem byrjuðu á
kristalstækinu eins og ég, smíðuðu vélmennið."