Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 46
íslensk frímerki 1979
SLAND
140
AtÞJOÐAAR !
BARNSINS 1979 1
12. september komu út tvö
ný frímerki. Það fyrra (nr. 186)
var gefið út í tilefni barnaárs-
ins (1979), en hið síðara (nr.
187) til að minnast 75 ára af-
mælis Stjórnarráðs íslands.
Og enn sem fyrr er það
Þröstur Magnússon, sem
teiknar merkin. Prentun fór
fram í Sviss (sólprent).
Alþjóðaár barnsins
í desember 1976 lýsti Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóð-
anna því yfir, að árið 1979
skyldi vera Alþjóðaár barns-
ins og tilnefndi UNICEF (the
United Nation’s Children’s
Fund) sem stjórnunaraðila
fyrir hönd S.Þ.
Þrjátíu árum áður eða 11.
desember 1946 var Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna
stofnuð en hún gengur nú
undir heitinu UNICEF og er
vel þekkt um heim allan.
Það voru fyrst og fremst af-
leiðingar síðari heimsstyrjald-
arinnar sem leiddu til stofn-
unar þessara samtaka og
hefur verið unnið markvisst
síðan að heill og velferð
barna og unglinga á alþjóða
vettvangi.
Af þessu tilefni beitti Al-
þjóðapóstsambandið (UPU)
sér fyrir því að aðildarlönd
þess gæfu út frímerki í tilefni
Alþjóðaárs barnsins.
Frímerki það sem Póst- og
símamálastofnunin gefur út í
þessu tilefni er teiknað af
ungri listakonu, Nönnu Huld
Reykdal (f. 1971), og sýnir
börn að leik. Á frímerkinu er
einnig hið opinbera merki Al-
þjóðaárs barnsins en það var
valið úr 170 tillögum sem
bárust í samkeppni um það
og er það eftir Erik Jerichau
frá Danmörku.
Stjórnarráð Islands
Um leið og ísland fékk
heimastjórn 1. febrúar 1904
og íslenskur ráðherra búsett-
ur í landinu sjálfu tók til starfa,
var Stjórnarráð l’slands stofn-
að. Jafnframt var íslenska
stjórnardeildin í Kaupmanna-
höfn lögð niður, en Stjórnar-
ráðið tók ekki aðeins við
störfum hennar, heldur og
ýmissa embætta í landinu
sjálfu, sumra alda gamalla.
Við stjórnarbreytinguna voru
lögð niður embætti lands-
höfðingja og landfógeta og
amtmannsembættin sömu-
leiðis, einnig stofnun sú sem
nefndist stiftsyfirvöIdin og hin
umboðslega endurskoðun.
Konungur skipaði Hannes
Hafstein ráðherra 31. janúar
1904 og samdægurs setti
hann Klemens Jónsson land-
ritara. Var landritari embætt-
ismaður yfir Stjórnarráðinu
öllu en það skiptist í þrjár
skrifstofur, sem nefndust
fyrsta, önnur og þriðja skrif-
stofa. Fór fyrsta skrifstofa
með dómsmál, skólamál og
kirkjumál, önnur skrifstofa
annaðist atvinnu- og sam-
göngumál og þriðja skrifstofa
fjallaði um fjármál og endur-
skoðun.
Stjórnarráð íslands tók við
öllum umboðsstörfum sem
dreifð höfðu verið á embættin
sem lögðust niður við stofnun
þess, og eftirliti með opinberri
embættisfærslu. Störf landfó-
geta að fjárreiðum voru þó
falin Landsbanka íslands
fram til 1919, þegar skrifstofa
ríkisféhirðis tók til starfa og
varð hluti af fjármáladeild
Stjórnarráðsins.
Ráöherra var einn fram til
1917 þegar fjölgað var í þrjá.
Sama ár var embætti landrit-
ara lagt niður en Stjórnarráö-
ið gert að þrem deildum, og
skrifstofustjórar þeirra
heyrðu beint undir hlutaðeig-
andi ráðherra. Um þær
mundir sem ráðherrar urðu
þrír, fór að tíðkast að nefna
deildir Stjórnarráðsins ráðu-
neyti, og var það heiti lögfest
1921. Skrifstofa Stjórnar-
ráðsins í Kaupmannahöfn var
lögð niður 1918, þegar sam-
bandslögin gengú í gildi.
Forsætisráðuneytið varð
sérstakt ráðuneyti 1938, en
hafði fram til þess verið hluti
af dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu. Viðskiptaráðuneytið
tók til starfa 1939, utanríkis-
ráðuneytið 1941, félagsmála-
ráðuneytið 1946, mennta-
málaráðuneytið 1947, og
samgönguráðuneytið sama
ár og fór þá einnig með iðn-
aðarmál. Því sem þá var eftir
af atvinnumálaráðuneytinu
var árið 1970 skipt í sjávarút-
vegsráðuneyti og landbúnað-
arráðuneyti. Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti tók
til starfa 1970 og sérstakt
iðnaðarráðuneyti 1970.
Sérstakt efnahagsmála-
STiORNARRAI) ISLANOS
l‘)(M
i ARA
ráðuneyti starfaði árin 1959 ti1
1962 og Fjárlaga- og hað'
sýslustofnun tók til starfa
1966. Hún er sjálfstæ5
stjórnardeild innan fjármáia'
ráðuneytisins.
Núverandi skipting Stjórn-
arráðsins í ráðuneyti
var
ákveðin með lögum 1969, °9
þá einnig lögfest að ný ráða-
neyti yrðu aðeins stofnset1
með lögum. Fjölgun ráðJ'
neytanna fram til þess tíma
hafði gerst með ákvörðunai11
ríkisstjórna án þess aó laga'
setning kæmi til, nema stofr1'
un utanríkisráðuneytisih5
með lögum 1941.
Upplag frímerkjanna, ser11
komu út 12. september
e<
sem hér segir: Nr. 186 (14U
kr.) 1.500.000, nr. kr.) 1.000.000. 187 (50° Framha^
Q. D h-
£ D n CC
c .22 z
< D
^ (U .= h-
(/) ‘O n <
D >3 '2 o
< «2 i <
-1 gí o5 o
z
eng í Engin >- 2
40