Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 36

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 36
^^rið 1958 braut bóndi í Austur— Himmerlandi plóg sinn á steini á akri sínum, svo sem oft ber við. Menn frá safninu í Álaborg komu á vettvang og fundi tvær bronsaldargrafir. Sumarið eftir braut bóndi plóg sinn á nýjan leik á sama akrinum, og enn öxluðu forn- leifafræðingarnir skinn sín og héldu af stað. Þeir ruddu akurmoldinni af alllöngu belti, og urðu þá varir við steina á dálítilli bungu. Þéir hreinsuðu moldina af bung- unni. Á henni miðri var flatur steinn, og gekk frá honum tvöföld röð steina í kross út að steinhring, sem var um- hverfis krossinn. Milli steinanna í krossinum var samanþjöppuð mold og í henni ryðgaðir járnnaglar og leifar af viðarkolum, sem báru vitni um, að þarna höfðu brunnið gildir bjálkar. Naglarnir sýndu, að þetta mannvirki myndi ekki vera frá fornöld. Nú dreif að blaðamenn, sem spurðu fornleifafræðingana, hvers konar mannvirki þetta væri. En þeir gátu ekki svarað því að svo stöddu. Og síðan komu þversíðufyrirsagnir í blöðunum: „Leyndardómsfullt mann- virki fundið í Himmerlandi". Gátan réðst þó von bráðar. Þetta reyndist vera undirstaða kornmyllu. Það hefði að sönnu ekki verið sérlega sögulegur fundur, ef myllan hefði ekki verið af gerð, sem vart er lengur notuð og undirstaða hennar orðin nokkuð gömul. Þarna hafði staðið svonefnd stubb- mylla einhvern tíma á tímabilinu frá 1300 til 1700. Þær myllur voru með þeim hætti, að mylluhúsinu mátti snúa á eins konar fæti, eftir vind- stöðu. Veitti því ekki af að fóturinn væri vænn og tryggilega um hann búið. Vængirnir, sem vindurinn knúði, þegar malað var, voru tiltölulega stuttir og festir á sjálft húsið. Einu sinni voru þessar myllur mikil- vægur þáttur í baráttu mannsins fyrir daglegu brauði. Sé mælikvarði sög- unnar lagður á þær, þá voru þær samt aðeins dægurflugur. Og hið sama má segja um myllugerð þá, sem leysti stubbmyllurnar af hólmi — hollensku vindmyllurnar. Þegar maðurinn hafði náð svo langt á þróunarbrautinni, að hann tók að tilreiða mat sinn, mætti honum sá vandi, hvernig hann átti að mylja fræ og hnetur. Það var einfaldast að leggja kornið á hellu og merja það með hnullungi. Og þannig hefur verið farið að lengi framan af. Þau vinnu- brögð voru enn í gildi, er akuryrkja þróaðist og menn tóku sér fasta bú- staði. Hellan, sem notuð var, slitnaði af sífelldum höggum, svo að í hana myndaðist djúp skál, og loks upp- götvuðu konurnar, sem krupu við hana, að haganlegra var að láta steininn, sem þær héldu á, renna fram og aftur yfir kornið. Eftir þessa upp- götvun krjúpa konurnar álútar yfir kornhellunni sinni ( fimm þúsund ár og renna snjáðum steini sínum fram og aftur, aftur og fram. Fyrir rúmum tvö þúsund árum var allt korn heimsbyggðarinnar mulið með þessum hætti, einnig í höfuðstað Rómaveldis, sem þó var nær því milljónaborg. En þá gerðist líka merkur atburður einhvers staðar inn- an endimarka Rómaríkis: Snúin kvörn er fundin upp. Þetta nýja tæki fór sigurför um löndin með legíónunum rómversku. Það breiddist út um meginhluta Norðurálfu, hluta af Afríku og mest- alla Asíu. Það mátti miklu afkasta með þessari nýju aðferð. En það var erfitt að mala kornið með þessum hætti. Á því fengu þau að kenna, þrælarnir og ambáttirnar í Grikklandi og Róma- veldi. Strit þeirra við kvarnir var of- boðslegt. Tugþúsundum saman gengu þýin á stangir kvarnanna, tróðu fótstigin eða sneru sveifunum, uns þau hnigu í valinn. Svo fundu Grikkir upp vatnsmyllu — það var mikill sigur. Grískt skáld, sem þá var uppi, orti fagnaðarljóð: Hættið vinnu, þér meyjar, sem standið við myllurnar. Setjist niður og hvílið yður, hlustið á söng fuglanna, sem heilsa morgunroðanum. Gyðja frjóseminnar hefur boðið dísum vatn- anna að vinna verk yðar, og þær hlýðnast boði hennar. Þær grípa um hjólið, láta öxulinn snúast og setja þungar myllurnar á hreyfingu. Þetta er ekki ólíkt hrifningarljóðum nútímaskálda í löndum, þar sem allri orku er beitt til þess að gera það á fáum áratugum, er áður hafði ekki 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.