Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 13
EFTIRMINNILEGT FERÐALAG
1 sumar sem leið fórum við pabbi,
mamma, ég og bræður mínir inn í
Vatnsdal sem er í Helgafellssveit. i
Þeirri sveit er mamma fædd og upp-
a|in, svo okkur datt í hug að gaman
v*ri að heilsa upp á staðinn. Daginn
sem við fórum inn að Vatnsdal, var
sólskin og blíða. Þetta var því hið
ákjósanlegasta ferðaveður.
Við lögðum snemma af stað eða um
kl. 10 um morguninn og vorum komin
'nneftir tæplega 11. Þarna innfrá er
stórt vatn og nokkur tré í kringum
Það. Við krakkarnir hlupum á undan
fullorðna fólkinu og þutum rakleiðis í
trén, því það var ekki á hverjum degi
sem við komumst í tré og svo voru þau
lika svo mörg. Við skemmtum okkur
Prýðilega í feluleik. Loks var kallað í
okkur og okkur sagt að koma að
borða. Þegar við vorum komin til
Pabba og mömmu, sáum við að þau
voru búin að tjalda. Mamma var búin
aö sjóða pylsur á hlóðum sem pabbi
hafði búið til. Eftir mat sagði mamma
að nú ættum við að fara í gönguferð
UPP á fjall, sem var þarna skammt frá.
Við krakkarnir vorum hálftregir til að
fara í eitthvert fjall, sem var meira að
segja forljótt og svo var ekkert
spennandi við það. Engir klettar til að
klifra í. Nei, þá væri nú eitthvað
skemmtilegra að leika sér í trjánum.
En það var engin miskunn hjá
mömmu. Við urðum því að klöngrast
UPP á fjall, sárþjáð og rennandi sveitt.
Ég var ekki langt komin þegar hinn
þrautleiöinlegi asthmi lét heyra í sér.
Ég varð því að setjast niður og hvíla
aoig. Hinir héldu áfram eins og ekkert
Mynd þessi er
tekin af einu af
verkum Jóns
Engilberts, sem
hann nefndi „Vor
í sveit“.
hefði í skorist og vorkenndu mér ekki
einu sinni. Nú varð ég þó reið. Að þau
skyldu geta verið svona harðbrjósta.
Skilja mig eina eftir fárveika (eða svo
fannst mér að minnsta kosti). Jæja,
þau skyldu sko sjá eftir þessu. Ég
þaut á fætur og leit í kringum mig. Ég
sá ekkert til þeirra hinna en það gerði
sko ekkert til því nú ætlaði ég að
stinga af. Að minnsta kosti skyldu þau
halda að ég hefði villst og þá myndu
þau sjá eftir þvíað hafa skilió mig eftir. I
Já, þau ættu sko skilið að verða svo-
lítið hrædd um mig.
Meðan ég var að hugsa þetta hafði
ég ranglað upp fjallið og haldið áfram
eftir því í austur. Allt í einu heyrði ég
mannamál. Þetta voru pabbi, mamma
og strákarnir. Úff, þarna hafði ég
næstum því gengið beint í flasið á
þeim. Ég beygði strax af leið og hélt
inneftir fjallinu. Það hækkaði alltaf
eftir því sem ég fór lengra og að sama
skapi kólnaði.
Allt varsvo rólegt og fagurt. Útsýnið
var stórkostlegt. Mér var nú farin aó
renna reiðin og þá fór ég að hugsa um
að mamma og pabbi ættu þetta ekki
skilið af mér. Að ég væri bara van-
þakklát og vond að gera mömmu og
pabba hrædd. Þau höfðu þó farið
inneftir bara fyrir okkur. Mér var orðið
hrollkalt, enda var ég bara á stutterma
bol og svo sá ég eftir öllu saman. Ég
hélt nú niður eftir fjallinu. Þegar ég
var komin niður á sléttlendið tók ég til
fótanna og hljóp beina leið heim að
tjaldinu. Mamma og þau voru að hita
kakó þegar ég kom hlaupandi.
Mamma spurði hvar ég hefði verið og
sagði að þau hefðu verið orðin dauð-
hrædd um mig. Ég sagði að ég hefði
bara farið í göngutúr. Sfðan fékk ég
heitt kakó og brauð. Mér hlýnaói strax
og hét því að næst þegar ég stingi af
skyldi ég að minnsta kosti vera betur
klædd.
Elva.
Kristján þriðji Danakonungur og
Dorothea drottning hans höfðu miklar
mætur á dvergum. Átti konungurinn
Þrjá dverga og drottningin þrjár
dvergynjur. Þess er og getið, að
sænska drottningin Chatarina, hafi
haft dvergynju í þjónustu sinni og gert
hana að trúnaðarvinkonu sinni.
Dvergar voru eftirspurt metfé fyrr á
öldum, sérstaklega við hirðir kon-
unga.
Stjörnufræðingurinn, Tycho Brahe,
hafði dverg í þjónustu sinni. Þegar
hann átti heima á eynni Hven. Hann
hét Jeppe og var af engum talinn með
réttu ráði. En eigi að síður hélt
spekingurinn að dvergurinn byggi yfir
dularfullum vitsmunum og spurði
Dvergar
hann ráða í mikilsvarðandi málum.
Svör hans voru torskilin, sem nærri
má geta, en spekingurinn þýddi þau
jafnan á einhvern skynsamlegan veg.
Lærisveinar Tycho Brahe trúðu líka á
spádómsgáfu dvergsins og létu hann
segja sér, hvenær húsbóndans væri
von heim, þegar hann var í burtu og
þeir höfðu gert sér glaðan dag.
Varaði hann þá stundum við í tæka
tíð — en stundum ekki.
11