Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 15

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 15
faldað og reiknað út, hvað hver maður á að fá í sinn hlut. Kaupmönn- unum yfirsést mjög oft. Margir bænd- ur hafa sagt mér að þó þeir fari með minna magn af hnetum til að selja en síðastliðið ár, þá fái þeir samt meiri Peninga fyrir þær. Ég held að kaup- mennirnir lesi ekki nógu rétt. Ef þeir laesu rétt myndu þeir varla gera slíkar vitleysur. Höfðingi okkar segir, að ég eigi að ganga í skóla til að geta gert það, sem er jafnvel ennþá meira en þetta. Hann vill að einhver þorpsbúi geti útskýrt fyrir honum hvað hvíti maðurinn segir, þegar hann kemur til hans að tala um búskapinn, meðulin og skól- ana. Þorpsbúarnir segja, að í skól- anum muni ég öðlast mikla þekkingu og geti að lokum hjálpað þeim til að greina rétt frá röngu. Þeir vilja um- fram allt vera góðir þorpsbúar og ekki eftirbátar annarra. Ef til vill get ég einhvern tíma orðið umboðsmaður þorpsins i ríkisráðinu. Sumir segja að ég geti einnig orðið fuiltrúi höfðingj- ans í höfuðborginni. En mig langar hvorki til að verða fulltrúi né umboðs- maður. Þegar ég hef lokið skólanám- inu vil ég helst fara heim í þorpið mitt og hjálpa bændunum. Flestir drengj- anna vilja fara til höfuðborgarinnar og veróa lögfræðingar eða læknar. Ég tek vel eftir þegar við vinnum á búgarðinum, því að þar eru okkur kenndar betri aðferðir við að nota okkar eigin verkfæri. Einu sinni, þegar pabbi kom að heimsækja mig, sýndu þeir honum hvernig hægt er að nota hlújárn á mismunandi hátt. Við lærum einnig að vera hófsamari í mat og að geyma bestu og stærstu plönturnar til fræ- töku næsta ár, og þannig verður grænmetið okkar stærra og stærra eftir því sem árin líða. Eitt er það sem ég hef alveg sér- staklega mikinn áhuga á aö læra í skólanum, en það er ræktun ávaxta- trjáa. Hvíti lyfjafræðingurinn okkar segir að við verðum að borða mikið af ávöxtum. Við fáum nóg af þeim í skólanum, en sítrónutré, appelsínu- tré, vínviður og bananatré þurfa mjög Þýtt úr The king’s messenger. ** yi góða aðhlynningu á meðan þau eru ung. Ég vona að ég geti gróðursett mikið af ávaxtatrjám í þorpinu mínu, ávextir eru svo hollir fyrir börn. Hvíti hjúkrunarmaðurinn segir að við eigum að koma til hans strax ef við verðum veikir, við megum aldrei reyna meðul blökkumannanna fyrst. Ég veit að þetta er alveg rétt, vegna þess að ég var mjög mikið veikur af sjúkdómi, sem er kallaður heila- himnubólga en hann læknaði mig bæði fljótt og vel. Þið sjáið nú, að það er ekkert lítið, sem ég get lært í skólanum, og ég mun geta hjálpað fólkinu í héraðinu S <b * . 01 -H ro E o> 2 - 3 3 ra a> s « -<U c S !5 ” I c g 5 6 ° .2 2 = E £ «o x. i>< ro o — c 3 c ro « Z :0 O í » r. '5 „ -3 </> c E -Q- ■- 5 ra >- '<i» E ^ a> I .E <3 o 3 ro i_' > <o := r. ji T3 _ P O) C *o s 0) >, (U r E E mínu þegar ég kem heim. Mig langar ekkert til að fara að dútla eitthvað á skrifstofu. Nei, ég vil verða gullsmiður í þorþinu mínu og verða eins dug- legur og pabbi. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.