Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 18
herklæði mín og vertu kóngur, ég hef engan áhuga á því.
Enginn hefur séð andlit mitt, svo þetta gæti alveg eins
hafa verið þú.“ Ungi kóngurinn varð nú aftur glaður, en
prinsinn veglyndi kvaddi og flýtti sér af stað.
15. Þegar vondi riddarinn sá að hvíti riddarinn var
enginn annar en konungssonurinn ungi, varð hann
mjög reiður og ekki minnkaði reiði hans er fólkið hróp-
aði og hyliti hinn unga konung sinn.
16. Prinsinn hélt nú leiðar sinnar. Hann ákvað að fara
aftur til bóndabæjarins á krossgötunum. Gamli maður-
inn var mjög reiður, en stúlkan sagði: „Þú ert víst dug-
legri við að tína ber, en að varðveita það sem þér er
trúað fyrir.“
17. Prinsinn var ánægður með að tína berin með
stúlkunni og þeim ieið vei þarna í sólskininu og voru í
góðu skapi, en allt fór sem fyrri daginn, að allt í einu
hvarf stúlkan og kom ekki aftur.
18. Morguninn eftir voru svört herklæði við rúmið hans
og svartur gæðingur stóð fyrir dyrum úti. Húsið var
mannlaust eins og fyrri daginn og í þetta sinn átti hann
að fara til hægri, eftir veginum.
19. Prinsinn hafði ekki lengi farið, er hann kom að
borg einni, þar sagði fólkið honum, að ef hann væri
hugrakkur myndi hann geta eignast prinsessuna í ríki
þessu, en hún var mjög fögur.
20. Þrautin lá í því að hann átti að drepa dreka einn
mikinn, sem enginn þorði að leggja til við.
21. Drekinn hélt sig í helli einum miklum og þangað
hélt nú prinsinn, og þegar hann kom inn í myrkrið í
hellinum og drekinn sá augu sín spegiast í gljásvartri
brynju prinsins, hélt hann að annar dreki væri kominn
og varð hræddur. Þá var prinsinn ekki lengi að bregða
sverði sínu og drepa hann.
22. Prinsinn færði kónginum nú höfuð drekans því til
sönnunar, að hann hefði banað drekanum, og var kon-
unur ekkert að tvínóna við það, en fór með prinsinn til
herbergja prinsessunnar.
ÆSKAN er eitt af elstu blööum,
sem gefin eru út á íslandi í dag
Gleymið ekki að tilkynna vanskil eða breytingar á heimilisfangi
16