Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 33

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 33
Aö svo mæltu bar jötunninn mat fyrir Helgu, og neytti hún hans, eftir því sem hún hafði lystina til. Þar eftir •agöist hún í fletið hjá hundinum, því að svo ógurlegur sem rakkinn var, þá var þó jötunninn miklu hræðilegri. Þegar lítil stund var liðin frá því, að Helga lagðist út af, heyrir hún dynk mikinn, eða hlunk, svo að hellirinn titraði V|ö. Varð hún ákaflega hrædd. Þá kallaði jötunninn til hennar og sagði: þú ert hrædd, Helga karlsdóttir, þá máttu skríða UPP á skörina við rúmið rnitt." Hún gjörði það. En skömmu seinna kom annar hlunkurinn, miklu stærri. Bauð þá jötunninn Helgu að setjast upp á rúmið sitt, og Þéði hún það. Nú kom þriðji dynkurinn, miklu stærri en Þir|ir, og þá leyfði jötunninn Helgu að skríða upp í rúmiö °9 setjast til fóta sér. En þá kom hinn fjórði dynkur, og estlaði þá allt ofan að ríða með braki og brestum. Þá bauð i°tunninn Helgu að fara upp í rúmið fyrir ofan sig, og í Pauðans fátinu, sem á hana var komið, tók hún því með Þökkum. En í sama bili féll jötunshamurinn af hellisbú- aaum, og sá Helga ungan og fríðan kóngsson liggja fyrir framan sig í rúminu. Var hún þá ekki sein á sér, heldur greip tröllshaminn undir eins og brenndi hann til ösku. ^agnaði þá kóngssonur Helgu með mestu blíðu og Þakkaði henni innilega fyrir það, að hún hefði leyst sig úr al°gum. Sváfu þau svo af um nóttina í allra besta næði og makindum. Um morguninn sagði kóngssonur Helgu allt um hagi Slna, álög þau, sem á sér hefðu verið, auð sinn, ætt og ríki. ^auðst hann til að vitja hennar seinna, ef hún vildi eiga Sl9, og má nærri geta, hversu fúslega vesalings karls- dóttirln tók boði kóngssonar. Fræddi hún hann um sig og S|na hagi alla, erindi sitt og ferð systra sinna. Kóngsson- Urgaf Helgu að skilnaði kyrtil og bað hana að vera í honum lnnan undir lörfum sínum og láta engan sjá hann. Hann 93f henni og kistil með alls konar dýrgripum í og tvennum ^venbúningi, mjög skrautlegum. Sagði hann henni, að kistlinum skildi hún ekki leyna og lofa honum að fara, því aö hann mundi víst verða tekinn af henni, þegar heim kæmi. Þegar Helga var ferðbúin, kom hundurinn og rétti henni hægri framlöppina. Hún tók í hana og var þar á 9ullhringur, sem hún líka hirti. Kvöddust þau síðan með mestu blíðu, kóngssonur og karlsdóttir, og skundaði hún Þeimleiðis með kyrtilinn, kistilinn og eldinn, og var henni nú Peldur en ekki létt um hjartaræturnar. hún nú heim í kotið með eldinn, og urðu þau karl °9 kerling honum næsta fegin. En þegar Helga sýndi Þeim kistilinn og gripina, var hún svipt því öllu, og Plökkuðu foreldrar hennar og systur mjög yfir gersemum Þessum. En af kyrtlinum lét hún engan vita. Nú leið og beið um hríð, svo að ekkert bar til tíðinda í k°tinu, og allt gekk sinn vanalega gang, þangað til einu Slnni sést koma skip af hafi, fagurt og vel búið, og lendir fram undan kotinu. Karl gengur til strandar til að forvitn- ast um, hver skipinu ráði. Hann talar við fyrirráðanda Skip kom af hafi, fagurt og vel búið og lendir fram undan kotinu. skipsins, en ekki þekkti hann hann, og hinn sagði heldur ekki til sín. Aðkomandi var spurull mjög. Meðal annars bað hann karl segja sér, hversu margt manna væri í kotinu, og hvað mörg börn karlinn ætti. Hann sagði, að þar væru ekki fleiri menn en hann og kerling sín og dætur þeirra tvær. Hinn beiddist að sjá dætur hans, og var karli það Ijúft. Fór hann og sótti báðar eldri systurnar, og komu þær í skrúða þeim, sem verið hafði í kistlinum forðum. Komumaður sagði, að sér litist dável á stúlk- urnar, en spurði hvers vegna önnur hefði höndina í barminum, en hin klút um nefið. Máttu þær nú til nauð- ugar viljugar að sýna hvort tveggja. Þótti þá komumanni þær ófríkka talsvert, en fékk ekki að vita orsökina hjá þeim. Hann spurði þá karlinn, hvort það væri öldungis víst, að hann ætti ekki fleiri dætur. Karl neitaði því þver- lega í fyrstu, en þegar hinn fór að ganga á hann um það, sagðist hann eiga ókind eina, sem hann vissi varla, hvort heldur væri maður eða kvikindi. Hinn krafðist að fá að sjá hana, svo að karlinn fór og kom með Helgu. Var hún óhrein og illa búin. En þegar hún kom, reif komumaðuraf henni tötrana. Var hún þá í fallegum skínandi kyrtli, sem mikið bar af fötum þeirra systra. Urðu nú allir forviða, sem við voru. En komumaður snýr þá við blaðinu 'og atyrti karlinn og systurnar fyrir meðferðina á Helgu. Tók hann allt skrautið af eldri systrunum, og sagði, að þeim væri það ekki frjálst, en fleygði í þær lörfunum af Helgu. Sagði hann síðan upp alla sögu, og svo, hver hann væri. Skildi hann síðan við karlinn og eldri systurnar, en tók Helgu með sér, vatt upp segl og sigldi heim í ríki sitt. Átti hann síðan Helgu, unn- ust þau bæði vel og lengi, áttu börn og buru, grófu rætur og muru. Og ekki kann ég þessa sögu lengri. Frímerkjasafnarar! Sendið mér 75 eða fleiri notuð íslensk frímerki, og þið fáið í skiptum fjórum sinnum fleiri mismunandi útlend frímerki. Páll Gunnlaugsson Bogahlíð 18 105 Reykjavík. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.