Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 45

Æskan - 01.02.1980, Blaðsíða 45
A '£Z UNGLINGAREGLUSÍÐAN 7 VIKAN GEGN VÍMUEFNUM VIÐTAL VIÐ STÓRGÆSLUMANN Unglingareglan átti frumkvæðiö að míkilli herferð gegn vímuefnum í °któber s.l., sem hlaut nafnið: Vika 9egn vímuefnum. Af því tilefni átti Æskan viðtal við stórgæslumann, Hilmar Jónsson. Flestum ber saman um að þessar aö9erðir hafi verið einhverjar þær ahrifamestu sem bindindismenn a,a s*aðið fyrir í áraraðir. Krafðist Þetta ekki mikils undirbúnings, Hilmar? Jú, það má segja það. Sameinuðu Pjóðirnar kusu 1979 ár barnsins. enntamálaráðuneytið boðaði ýms Islagasamtök til fundar á Hótel Loft- eiðum síðla árs 1978 til skrafs og ^ðagerða. Ég mætti þar fyrir hönd nglingareglunnar. Fjölmargir tóku til mals en enginn minntist á áfengis- Vandamálið og hvernig hægt er að sPorna við stóraukinni eiturefna- neyslu unglinga sem fullorðinna. Mér *annst stefnt í óefni af árið liði án þess að gerð yrði ærleg tilraun til að snúa Pessari öfugþróun við. Því hvað er *ttulegra uppeldi barna en ofneysla sfengis? Þess vegna kom stjórn nglingareglunnar saman 21. janúar f 979 og gerði eftirfarandi samþykkt: "Stefnt skal að áfengislausri viku Seir|ni hluta október 1979. Samið skal S'uft ávarp í tilefni barnaárs. Þar vakin ^fóygli á áfengisvandamálinu. Leitað Verði undirskrifta á sem breiðustum 9rundvelli. Á fundi á Hótel Esju mánudaginn 22. janúar 1979 boðuð- Um aí Reyni Karlssyni æskulýðsfull- fráa ríkisins var Hilmari Jónssyni falið 'lytja þetta mál við önnur æsku- yðssamtök og kanna samstöðu." ennan stjórnarfund Unglingareglu Safu einnig fulltrúi frá Stórstúku og formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu. í mars var 20—30 fé- lögum sent fundarboð á undir- búningsfund þar sem aðgerðir í fyrir- hugaðri viku gegn vímuefnum yrðu ræddar. Nokkrir fundir voru síðan haldnir en í september var liðinu skipt í þrjá hópa og starfsmaður ráðinn: Karl Helgason. Má segja að á hans herðum hafi svo hvílt meginþungi lokaátaksins. Vikan var ákveðin 21,—27. október. Fjöldi þjóðþekktra manna skrifaði undir ávarp til lands- manna. Voru þessi ávörp birt í öllum dagblöðum og nokkur blöð út á landi birtu undirskriftalista frá sínu svæði. í fjölmiðlum var uppi mikill og sam- felldur áróður sem hófst með ræðum presta á sunnudegi en biskup hafði lagt málinu lið og hvatt presta til stuðnings. I útvarpi var málið kynnt í degi og vegi og fjölmörgum öðrum þáttum. í sjónvarpi héldu börn meðal annars blaðamannafund um máliö, sem vakti mikla athygli. Samkomur voru haldnar í Reykjavík, Akranesi, Keflavík og Akureyri með mjög vönd- uðum dagskrám. I' skólum var dreift bæklingum og ritgerðir skrifaðar um áfengisvandamálið. Þá birtust reglu- lega í flestum Reykjavíkurblaðanna greinar eftir þekkta menn um málið. Vikunni lauk með stórri barnasam- komu í Ársölum í Reykjavík. Junior Chambers hafði allan veg og vanda af þeirri samkomu en þau samtök studdu okkur ákaflega mikið. Nú munaði minnstu að ég gleymdi auglýsingaplakati sem Benedikt Gunnarsson listmálari gerði og ég vona að enn prýöi veggi og hús. Allt hlýtur þetta að hafa kostað töluvert fé. Fenguð þið opinberan Hilmar Jónsson. fjárstuðning? Flest öll bæjarfélög að Reykjavík- urborg undanskilinni sendu okkur fjárframlög og það sama gerði fjár- málaráðuneytið. Heldurðu að þessi herferð hafi haft varanleg áhrif? Ég er ekki í vafa um það. Persónu- lega veit ég um fjölda einstaklinga og félög sem ætluðu að hafa áfengi um hönd en hættu við það þennan tíma. Hvað er framundan hjá Unglinga- reglunni? Unglingaregluþing verður haldið í júní í sumar. Ég vona að það verði fjölmennt. Þá verða vormót haldin á Norður- og Suðurlandi eins og verið hefur. Kannski bætist Vesturland við. Það hefur komið til tals. Að endingu vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu okkur lið í vikunni frægu og vonast til að hún eigi eftir að bera ríkulegan ávöxt. Þorvarður Guðmundsson, 14 ára, hefur lengi starfað í barnastúkunni Nýjársstjörnunni í Keflavík. Hverju finnst þér mest gaman að í starfi barnastúkunnar, Þorvarður? Mér finnast vormótin mjög skemmtileg. Svo eru árshátíðarnar ákaflega skemmtilegar. Ég hef leikið á þremur árshátíðum. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.