Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1981, Page 6

Æskan - 01.04.1981, Page 6
ÆSKAN á erindi til allra, bæði yngri og eldri móti mér. Ég lamdi hann fast en samt gat hann gleypt af mér hausinn. — Þetta er ekki satt! — Jú víst. — Af hverju ertu þá ekki dáinn? — Því ætti ég aö vera það? Ég synti til strandarinnar og fór heim. — Hauslaus? — Já, auðvitað. Til hvers heldurðu að maður þurfi að hafa höfuð? — Hvernig gastu séð hvert Þu varst að fara ef þú hafðir ekki höfuð? — Ég labbaði bara áfram. Þaó er enginn vandi að labba hauslaus! — Hvernig stendur þá á því að þú ert með höfuð núna? — Þetta er nýtt höfuð sem óx upp af hálsinum. Þetta var sniðugt hjá honum, hugs- aði Steini og var hálf öfundsjúk- ur. Hann langaði að segja eitthvaó ennþá ótrúlegra svo að hann sagði: — Þetta er svo sem ekkert, einu sinni fór ég til Afríku og þar var krókódíll sem át mig upp til agna. — Þetta er lygi, sagði Mikki hlæjandi. — Nei, alls ekki. — Af hverju ertu þá sprelllifandi núna? — Krókódíllinn skyrpti mér út úr sér seinna. Mikki þagði. Nú vildi hann finna upp ennþá sniðugri sögu og hugsaði í nokkrar mínútur. Síðan kom sagan hans: — Ég var að ganga eftir götu fyrir nokkru. Allsstaðar voru bílar og . . • — Ég veit hvað þú ætlar að segja. hrópaði Steini. Þú ætlar að segja að bíllinn hafi keyrt á þig en þú ert búinn að segja þá sögu! — Mér hafði ekki einu sinni dottió það í hug! Tveir strákar, sem við skulum kalla J Mikka og Steina, sátu á bekk í | garðinum og voru að tala saman. En j þeir voru ekki að tala um þá hluti sem drengir tala venjulega um. Þeir voru að segja hvor öðrum ótrúlegar sögur svqað fólk hefði getað haldið að þeir heföu veðjað um það hvor væri meiri | lygari. — Hvað ertu gamall? sagði Mikki. — Níutíu og fimm, en hvað ert þú gamall? — Ég er hundrað og fjörutíu ára, í sagði Mikki. Veistu hvað, ég var mjög stór, eins og Tóti frændi. En svo varö ] svona lítill aftur. Steini sagði: — Ég var einu sinni lítill, svo varð ég stór og síðan lítill aftur. Bráðum verð ég stór á nýjan leik. — A meðan ég var stór, sagði Mikki, gat ég synt yfir ána. — Iss, ég gat synt yfir vatnið! — Og hvaö með það. Ég gat synt yfir hafið. — Ég kunni einu sinni að fljúga. — Má ég sjá, hvernig flýgurðu? — Ég get það ekki lengur, ég er búinn að gleyma hvernig á að fljúga. Þá sagði Mikki: — Einu sinni er ég var að synda í sjónum kom hákarl á s Hér er ívar að reyna að upphugsa einhverja lygasögu. LITLU LYGALAUPARNIR 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.