Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1981, Síða 21

Æskan - 01.04.1981, Síða 21
Jesús var í heimsókn í Kapernaum, °9 fólk frétti fljótt, að hann væri þar. Þaökom úröllum áttum til að sjá hann °9 hlusta á hann. Húsið var orðið fullt af fólki, og f°lksstraumurinn stóð langt út á götu. Jesús var að segja því frá Guði. 1 Kapernaum bjó maður, sem var sv° veikur í fótunum, að hann gat hvorki staðið né gengið. Hann bara lá Þarna í rúminu sínu, og gat sig ekki hreyft. En þá komu 4 vinir hans í heimsókn. „Jesús er staddur í bæn- UnV' sögðu þeir. „Hugsaðu þér, ef hann gæti nú læknað þig. Nú skulum V|ö búa til börur og bera þig til hans." O9 það gerðu þeir. Þeir tóku börurnar a niilli sín og báru hann að húsinu, þar sem Jesús var. En urðu fyrir miklun v°nbrigðum, þegar þeir sáu mann- fjöldann standa svo þétt, að þeir komust ekki inn. Þeir gáfust nú samt ekki upp, og það sem þeir gerðu var miög snjallt. Utan á húsinu voru fröppur, sem lágu upp á þakið, en það Var flatt. Þangað báru þeir þennan Ve|ka vin sinn. Það var hleri á þakinu (hleri er sama og lúga). Þeir oþnuðu nú blörann, bundu kaðli í öll fjögur horn rumsins og létu manninn síga niður rétt fyrir framan fæturna á Jesú. Þú getur nú rétt ímyndað þér, hvað fólkið varð hissa, þegar það sá hvað kom niður um opið á þakinu. Veikur maður í rúmi. En Jesús varð glaður, þegar hann sá trú þeirra. Hann skildi, hvernig lamaða manninum leið, sem hvorki var frískur né glaður. Hann þarfnaöist fyrirgefningar fyrir allt, sem hann hafði gert af sér. Þess vegna sagði Jesú við lamaða manninn: „Syndir þínar eru fyrirgefnar." Síðan sagði hann: „Stattu upp og farðu heim til þín." Og hvað haldið þið að hafi skeð? Maðurinn, sem áður hafði ekki einu sinni getaö sest uþp í rúm- inu, hann stóð nú bara upp og fór út úr húsinu. Hann var svo glaður, að hann lofaði og þakkaði Guði, en allir sem sáu þetta voru alveg hissa. En þegar fólk- ið hafði áttað sig, þá þakkaði það líka Guði og sagði: „Aldrei höfum við áður séð nokkuð þessu líkt." Jórunn var 8 ára og fjörmikill krakki. Hún var fátæk, og það sem verra var, hað var aldrei hugsað neitt um hana, hun ólst eiginlega upp á götunni. Hún flæktist víða um, og ailtaf var hún °hrein og illa til fara. Dag nokkurn hafði hún eignast krónu. Hún flýtti sér al|t hvað af tók niður í sjoppu og keypti sér lakkrís. Hún lék á als oddi, ^e9ar hún hentist eftir götunni meö lakkrísinn í hendinni. Þá bar þar að aóra litla telpu, sem kom haltrandi út Ur húsasundi. Hún haltraði mikið, var föl og tekin og leit illa út. Jórunn hljóp fil hennar. „Sjáðu, sjáðu, hvað ég á, siáðu." „Hvar hefur þú fengið þetta Jórunn?" „Auðvitað keypti ég hann." „Hvaðan fékkstu peninga?" Það var maður, sem gaf mér þá'fyrir að ná í hattinn hans, sem fauk af honum." „Gefðu mér að smakka, bara ofur- lítið." Svipurinn á litla föla andlitinu var orðinn ákafur, augun Ijómuðu. Jórunn hugsaði sig um. Hún leit á girnilega lakkrísstöngina, síöan á litlu telpuna. Skyndilega brosti hún út að eyrum og sagði glaðlega: „Magga mín, þú mátt eiga hana, þú mátt fá alla stöngina, þú getur ekki unnið þér inn aura með því aö ná í hatta, sem eru að fjúka, þú getur ekki hlaupið eins og ég. Taktu hana, ef ég vinn mér meira inn, skaltu fá það líka. Þá getur þú keypt það, sem þig langar til." Hugsið ykkur hvað það væri gaman að líkjast Jórunni. 19

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.