Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1981, Page 35

Æskan - 01.04.1981, Page 35
U.'_ ’ ■ 'uanæoi sveitarinnar heitir Glaumbær og stendur vlð Kaldbaksgötu. ^átti alltaf sjá hverjir hefðu nægilega Þjálfun til að takast á hendur þau Verkefni sem upp komu. 1 upphafi var hugmyndin sú að Sveitin yrði léttvopnuð göngusveit. ^élagarnir skyldu sjálfir eiga nauð- synlegan einstaklingsbúnað og ef fara þurfti lengra til var farið á einka- í'Urn- Síðar þótti æskilegt að sveitin ei9naðist vélsleða. Þá þurfti kerru til að flytja sleðana á um byggð og snjó- ieysu og loks bíl til að draga kerruna. Síöast en ekki síst þótti tilhlýðilegt að falstöðvar væru tiltækar þannig að hafa mætti samband við leiðangra. þannig hlóö þetta smátt og smátt utan á sig og birtist hér yfirlit yfir eignir ^ær. sem sveitin hefur aflað sér á starfstíma sínum. Á árinu 1972 voru keyptir fjórir vél- sleðar. Síðar eignuðust einstaklingar innan sveitarinnar þá á góðum kjör- um, með þeim skilyrðum að þeir væru ávallt viðbúnir til notkunar í þágu sveitarinnar. Á sama ári eignaðist sveitin sinn fyrsta bíl. Það var Dodge power wagon með tvöföldu húsi. Hann var seldur sama ár. Eftir áramótin 1974—75 keypti sveitin tvo Lynz vélsleða með lengdu belti. Þá var formlega stofnuð véla- deild sveitarinnar. Starf hennar er að hafa umsjón með viðhaldi vélknúinna tækja sveitarinnar. í maí 1975 fékk sveitin inni fyrir vélsleða sína en það var í bragga sem Rarik á. Eftir ára- mótin 1975—76 fékk sveitin % hluta braggans til afnota og var þá strax hafist handa við að innrétta húsnæð- ið. Fyrsti fundurinn var haldinn þar í febrúar. 2. mars 1976 afhenti Slysavarna- Tryggvi Þorsteinsson Það var aðallega fyrir áeggjan Tryggva heitins Þorsteinssonar f.v. skólastjóra og skátaforingja sem Hjálparsveit skáta á Akureyri var stofnuð. Trjggvi hafði áður gengist fyrir stofnun Flugbjörgunar- sveitarinnar á Akureyri. Á stofnfundi Hjálparsveitarinnar flutti Tryggvi erindi um skíði og skíðaútbúnað og þar hvatti hann fund- armenn til að eignast gönguskíði en á þeim árum var oft talað fyrir tómum eyrum þegar minnst var á slík skíði. Tryggvi Þorsteinsson. deild kvenna á Akureyri, HSSA snjóbíl til eignar. Hún hafði átt hann lengi, en hann hafði þá verið rekinn af ein- staklingum í mörg ár. Fékk nú véla- deildin nóg að gera, því segja má að snjóbíllinn hafi algerlega verið tekinn í gegn. Hann hefur verið mikið notaður og reynst vel. Á síðasta ári var sett stærri vél í snjóbílinn. Húsnæði það sem sveitin fékk hjá Rarik var formlega tekið í notkun 25. mars 1976 og var við það tækifæri skýrt Glaumbær. í desember 1976 keypti HSSA International Scout station, bifreið með drifi á öllum hjól- um. Þetta var notuð bifreið, en ,,Nall- inn" eins og hann var kallaður, átti eftir að gera marga góða hluti. Hann reyndist vel og eru margar góðar minningar tengdar honum. Hann var seldur út í happdrætti 17. júní 1979. 29

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.