Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1981, Side 38

Æskan - 01.04.1981, Side 38
25, Kári greip stóran eldibrand, hljóp upp á bitann og henti brandin- um þangaö, sem flestir stóðu fyrir ut- an. Eldur var kominn á hár hans og föt, en hann hljóp í reyknum til að sjást ekki.,,Hljóp ekki einhver niður af veggnum?" spurði einn af mönnum Flosa. ,,Nei, það var bara Skarphéð- inn sem kastaði að okkur brandi," svaraði annar. Kári hljóp aó tjörn og fleygði sér í hana til að slökkva í sér og lagðist svo fyrir. 26. Skarphéðinn hljóp nú upp á bitann, en hann brotnaði undan hon- um. Einhver kallaði til hans hvort hann væri farinn að gráta, en Skarp- héðinn svaraði því til að ekki gréti hann, en sér súrnaði í augum. Svo greip hann tönn, sem hann hafði geymt lengi, og kastaði henni til mannsins. Nú voru engir lifandi í eld- inum nema Skarphéðinn og Grímur. Þeir tókust í hendur og tróðu eldinn, en brátt féll Grímur dauður niður. Og skömmu síðar reið þekjan niður og varð Skarphéðinn milli hennar og gaflsins, og gat nú ekki hreyft sig. 27. Flosi og menn hans voru við bálið fram undir dögun. Þá kom mað- ur ríðandi. ,,Þér hafið unnið mikið stórvirki," sagði hann. ,,Bæöi munu menn kalla það stórvirki og illvirki," svaraði Flosi. ,,Hversu margt hefur hér fyrirmanna látist?" spurði maður- inn. Flosi svaraði: ,,Hér hafa látist Njáll, Bergþóra og synir þeirra allir, Þórður Kárason, Kári Sölmundarson og Þórður leysingi. Ennþá vitum vér ógerla um fleiri ... “ Þá svarar maðurinn: ,,Dauðan segir þú þann nú, semvérhöfum hjalað við ímorgun — Kára Sölmundarson. Hann hafði sverðið Fjörsváfni og sagðist ætla að herða það í blóði Sigfússona og ann- arra brennumanna." 28. ,,Sagt hefir þú oss þá sögu, er oss mun eigi setugrið bjóða; því að sá maður hefur nú undan komist er næstur gengur Gunnari á Hlíðarenda um alla hluti," segir Flosi þá. Og svo riðu þeir á burt, allir brennumenn. — Árið eftir voru þeir dæmdir sekir á Alþingi. Þeir urðu að greiða miklar bætur og fara í útlegð, sumir aevi- langt. En Kári vildi ekki láta þá slepp3 svo vel heldur hefndi hann Njáls og sona hans með því að drepa ýmsa af brennumönnum. Síðan fór hann til útlanda og oftar en einu sinni. Hann sættist við Flosa að lokum og bjó til elli á Dyrhólmum í Mýrdal. endib Skrýtlur. Þegar yngsti maðurinn á skrifstofunni sagði húsbóndanum meiningu sína. 32

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.