Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1981, Side 40

Æskan - 01.04.1981, Side 40
Nú er dagur hestsins nýliðinn. Hér verða birtar nokkrar hesta- myndir frá mörgum löndum og heimshlutum. 1. myndin er af íslenskum hesti. íslenski hesturinn er talinn til smáhestakyns, kallaður pony. Hesturinn getur verið hvítur, grár, rauður, brúnn, jarpur eða skjótt- ur. 4. mynd sýnir sænskan hest. Hann er stærri en okkar hestur. 5. mynd sýnir sænskan vagn- hest. Hann er stór og þungur. 8. mynd sýnir mongólskan hest (Equus Przewalski). Þessi hestur er talinn forfaðir tamda hestsins, meðal annars okkar hests. Af þessum mongóla hest- um eru nokkrir til ennþá villtir og vinna vísindamenn frá mörgurn löndum að vernd þeirra. 2. mynd er af finnskum hesti. Hann er mikið hærri en íslenski hesturinn. 6. mynd er af rússneskum reiðhesti, stórum og hlaupalegum. 9. mynd sýnir tvo ríðandi Kúrda. Hesturinn er á stærð við íslenska hestinn. 3. mynd er af norskum hesti frá Guðbrandsdal. Hann er nokkru hærri en íslenski hesturinn. 7. mynd sýnir rússneskan kósakkahest. Kósakkar hafa lengi átt góða hesta og eru góðir hestamenn. HESTAR 34

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.