Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1981, Page 40

Æskan - 01.04.1981, Page 40
Nú er dagur hestsins nýliðinn. Hér verða birtar nokkrar hesta- myndir frá mörgum löndum og heimshlutum. 1. myndin er af íslenskum hesti. íslenski hesturinn er talinn til smáhestakyns, kallaður pony. Hesturinn getur verið hvítur, grár, rauður, brúnn, jarpur eða skjótt- ur. 4. mynd sýnir sænskan hest. Hann er stærri en okkar hestur. 5. mynd sýnir sænskan vagn- hest. Hann er stór og þungur. 8. mynd sýnir mongólskan hest (Equus Przewalski). Þessi hestur er talinn forfaðir tamda hestsins, meðal annars okkar hests. Af þessum mongóla hest- um eru nokkrir til ennþá villtir og vinna vísindamenn frá mörgurn löndum að vernd þeirra. 2. mynd er af finnskum hesti. Hann er mikið hærri en íslenski hesturinn. 6. mynd er af rússneskum reiðhesti, stórum og hlaupalegum. 9. mynd sýnir tvo ríðandi Kúrda. Hesturinn er á stærð við íslenska hestinn. 3. mynd er af norskum hesti frá Guðbrandsdal. Hann er nokkru hærri en íslenski hesturinn. 7. mynd sýnir rússneskan kósakkahest. Kósakkar hafa lengi átt góða hesta og eru góðir hestamenn. HESTAR 34

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.