Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1981, Síða 42

Æskan - 01.04.1981, Síða 42
1300 ÁRA AFMÆLI BÚLGARSKA RÍKISINS Áriö 1981 er mikið hátíðarár í Búlgaríu, en þá minnast þeir þess, að 1300 ár eru liðin frá stofnun búlgarska ríkisins. Búlgarar eru reyndar eins og flestar þjóðir upp- runnar í Asíu. Eiga sér langa og viðburðaríka sögu. Teljast til slavneskra þjóða og er mál þeirra einnig slavneskt. Þeir hafa haldið vel saman sem þjóð, en ná- grenni þeirra við Grikki, Rómverja o. fl. hefur sett sinn svip á þjóðernið. Þeir eru grísk-kaþólskir og hefur kirkja og sterkt ríkisvald löngum sett sinn svip á líf þjóðarinnar. í dag er Búlgaría sósíalistiskt lýðveldi með forseta og ríkisstjórn, ásamt þingi í einni deild. Landið skiptist í mörg héruð og hafa þau tiltölulega sterka sjálfsstjórn um sín innri mál. Stjórnin er skipuð fulltrúum frá þjóðfylk- ingunni, en í henni eru verkamannaflokkurinn, bænda- flokkurinn og ýmis samtök fólksins, m. a. kirkjan. Landiö er ámóta stórt og ísland eða um 110.842 ferkm. Láglent við ströndina, en upp frá henni ganga dalir milli fjögurra fjallgarða, djúpir, því fjöll eru þarna allt upp undir 2800 m há hæst, en austar í landinu eru hásléttur milli fjallgarðanna í svona 500—600 m hæð yfir sjávar- máli. Landið er frjósamt og vel til ræktunar fallið, enda mikið landbúnaðarland. Fjöll eru víða skógi vaxin. Náttúrufegurð víða mikil, vötn, skógar og ár sumar fullat af fiski og villt dýr lifa þarna uþpi í fjöllum, m. a. skógaf- birnir. Loftslagið er tiltölulega milt, einkum við ströndina, sem liggur við Svartahaf. Þar er sannkallað Miðjarðarhafs- loftslag, heit sumur og mildir vetur, enda vaxa þar ýmsar suðrænar jurtir og ræktaðar þar, m. a. tóbak og rósir. Á meginlandinu eru hins vegar heit sumur og kaldir vetur, mikil hreinviðri, þó snjóar drjúgt til fjalla og eru þar miklir skíðastaðir svo sem Pomparovo, Borovets og Vitosha, sem er við höfuðborgina Sofiu um 20—25 mín- akstur í skíðalöndin. Sofia er núverandi höfuðborg landsins með um 1 milljón íbúa, en í landinu búa um 8,2 milljónir, mest megnis Búlgarar, en einnig minnihlutaþjóöflokkar svo sem Tyrkir, Makedoniumenn o. fl. Búlgarska þjóðin hefur eflst á ýmsum sviðum frá því er hún stofnaði alþýðulýðveldið. Þunga- og léttiðnaður hefur vaxið að mun, bæði tæknilega og að magni og eru þeir orðnir útflytjendur á mörgum sviðum. Árlega halda þeir vörusýningu í Plovdiv og er 'hún með þeim stærstu. Einnig taka þeir mikinn þátt í mörgum alþjóðlegum vörusýningum erlendis. Mynt þeirra er lev (flt. leva) og eru í henni 100 stotinki- Gengi hennar gagnvart ísl. krónu hefur verið óskráð en ef höfð er hliðsjón af US$ þá samsvarar 0,83 lev einum US$ Viðskipti okkar við Búlgaríu hafa ekki verið mikil, en þó 36

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.