Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1981, Qupperneq 50

Æskan - 01.04.1981, Qupperneq 50
TANNVIÐGERÐIR Skemmda tönn á að lagfæra. Venjulega eru tannfyllingar í jöxlum gerðar úr blöndu af kvikasilfri og dufti sem samanstendur af silfri, kopar, sínki og tini. Efnablanda þessi nefnist amalgam. Vegna útlits eru fram- tannafyllingar hafðar Ijósleitar. Þess- ar fyllingar eru úr plastefnasambönd- um. Þær endast yfirleitt nokkru skemur en amalgamfyllingar. Sterk- ustu (einnig dýrustu) tannfyllingarnar eru steyptar gullfyllingar. Stundum getur tannskemmdin orðið svo um- fangsmikil að byggja þarf upp alla tönnina. Þá er gerð króna. RÓTFYLLING Hafi tannskemmd náð djúpt inn í tannbeinið getur tannkvikan sýkst. Bólga í tannkvikunni veldur oft tann- pínu. Sjúka tannkviku verður að fjar- lægja úr tönninni. Tannholið er svo sótthreinsað og fyllt með efni sem ekki ertir líkamsvefina. Þetta er rót- fylling. Rótfyllingar eru tímafrekar og vandasamar aðgerðir og því er mikil- vægt að tannskemmdir séu lagaðar á byrjunarstigi til þess að komast megi hjá þeim. TANNDRÁTTUR — BRÝR Ef tönn er svo mikið skemmd að ekki er hægt að gera við, þarf að draga hana. T. d. ef krónan er brunn- in burtu, tannkvikan sýkt og sýkingin komin í kjálkabeinið. Missir tannanna skilur eftir bil í tannröðina. Tennurnar næst skárðinu vilja ,,halla“ sér í þaö. Öll röðin getur riðlast. Samanbit tanna í efri og neðri kjálka getur skekkst. Hér þarf að búa til brú. Brú þýðir gullkróna á tennur beggja vegna bilsins og á þær festist „sviftönn" sem lokar því. Hjá augnlækninum. — Getið þér heldur ekki lesið það, sem stendur í næst efstu línunni? — Nei, fröken. Frænkan: Ef ég má kyssa þig, Eiki litli, skal ég gefa þér 5 krón- ur. Eiríkur: 5 krónur — ég sem fæ 10 krónur fyrir að taka inn lýsi! Þér náið ekki skónum af fætinum. Ég sé ekki annað ráð en að þér kaupið skóna og við sláum helmingnum af verðinu. Skrýtlur. — Hm, þið eruð kannsk' tvíburar? — Nei, við sækjum báðar sömu snyrtistofuna. 44

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.