Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1981, Side 52

Æskan - 01.04.1981, Side 52
MYNDIR ÚR „ÞÚSUND OG EINNI NÓTT“ I. Fyrsta ferð Sindbaðs farmanns. 1. Sindbaö farmaöur, er siglt haföi um ölj höf undir sól- unni, bjó í fyrndinni i borginni Bagdad. Á yngri árum lenti hann í mörgum ævintýrum. Ásamt öörum kaupmönnum lét hann í haf á skipi einu, til þess aö selja dýrmætar vörur frá Bagdad og Arabíu, og til þess aö leita ævintýra. 2. Þaö var einhvern dag, er skipið var á siglingu, aö allt í einu sló í blæjalogn, og var þetta nálægt lítilli ey, er bar lágt yfir sjávarmál. Var hún græn eins og engjateigur. Lét þá skipstjórinn hlaöa seglum og leyfði öllum á land að ganga, þeim, er vildu. 3. Sindbað var einn í tölu þeirra, er á land gengu. Sátu menn nú og átu og drukku sér til hressingar eftir sjó- volkiö. Þá kipptist eyjan við allt í einu gríöarhart, og hnykkti sjómönnum illa viö. Urðu þeir þess varir, aö þaö er þeir hugöu ey vera, var ekki annað en bak hvalfisks nokkurs. 4. Þeir, sem fimastir voru, stukku út í bátinn, en sumir björguöu sér á sundi og náöu þannig til skipsins. En vesalings Sindbaö varö eftir. Náöi hann meö naumindum í viðardrumb einn, þegar hvalurinn stakk sér. Nú rann á blásandi byr og skipið sigldi burt í skyndi. 5. Sindbaö var ofurseldur öldum hafsins, og hröktu þær hann á ýmsa vegu, en að lokum varp ein þeirra honum í land. Var hann þá aðfram kominn, en hresstist brátt og lenti í ýmsum ævintýrum, en komst loks til höfuö- borgarinnar á konungs fund, og bauð konungur honum meö sér aö vera. 6. Einn góöan veöurdag stóö Sindbaö einn niöur viö sjó, og sigldi þá skip nokkurt inn í höfn. Þekkti Sindbað, að þar var komið hans eigiö skip. Haföi skipstjóri selt vörur hans meö góðum hagnaði. Sigldi Sindbað nú brátt í aöra för, er viö fáum aö heyra um í næsta blaði. 46

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.