Æskan - 01.09.1983, Page 4
1 1809—1 I865
Vinur fólksins
Abrahams Lincolns er oft minnst af fólki sem hins mesta
allra forseta Bandaríkjanna.
Óneitanlega var framlag hans mikið til stuðnings
Amerísku lífi. En það var framkoma hans og viðskipti við
fólkið sem mikilleiki hans birtist mest í.
Flest fólk hugsar sér Lincoln sem horaðan mann með
skegg. En í raun hafði hann skegg aðeins í fá ár.
En sitt fræga kjálkaskegg hafði hann eftir að hann fékk
bréf frá 11 ára stúlku Grace Bedell sem skrifaði honum 15.
október 1860 og sagði honum að kjálkaskegg mundi klæða
hann vel og færa honum fleiri atkvæði sem forseta. Bréf
þetta varð frægt og hangir á vegg á heimili Lincolns heima í
Springfield lllinois.
Abraham Lincoln var fæddur 12. febrúar 1809 á
sveitabæ nálægt Hodgenville, Kentucky. Faðir hans Thom-
as Lincoln, barðist við að lifa af búskapnum.
Móðir Abs (en Ab er stytting á nafni forsetans í bernsku
hans) Nancy Hanks Lincoln reyndi líka að styðja Ab og
systur hans til skólagöngu.
Hún andaðist í Indiana þegar Ab var níu ára eftir einn af
hinum tíðu flutningum fjölskyldunnar. Lífið var þá ein-
manalegt fyrir Ab og systur hans. Seinna kvæntist faðir
Abs aftur ekkju: Söru Bush Johnston, hún átti þrjú börn. Þá
voru börnin orðin sex til að framfleyta að meðtalinni Dennis
Hanks fósturdóttur Lincolnhjónanna. Hún var náskyld Söru
Lincoln sem var dugleg og góð sveitakona.
Og nú loks fengu Ab, Sally systir hans og frænka þeirra
Dennis góð föt að klæðast sem frú Lincoln gaf þeim.
Hún var fljót að sjá að Ab átti gott með að læra og hvatti
hann til skólagöngu eins mikið og mögulegt var, þrátt fyrir
mótmæli föður hans. Börnin sóttu skóla í „Litla Pidgeon
Creek“ sem kallaður var skraf-skóli því að kennarinn einn
hafði bókog nemendurnir endurtóku lexíurnarsínarjafnóð-
um og hann las upphátt fyrir þá.
Þrátt fyrir það var Ab gefið tækifæri í þessum skóla til að
læra það sem hann langaði.
„Þeir hlutir sem ég vil læra um eru í bókum,“ sagði Ab.
Hann gat gengið svo mílum skipti til að fá lánaða bók og las
þegar hann lauk vinnu á akrinum á kvöldin og lagðist þá á
gólfið og las við glæðurnar af arineldinum.
Hann las þá stundum hátt og fann þá afþreyingu í að
svara sjálfum sér í atvikum lestrarefnisins. Hann las fjöl'
skyldubiblíuna og stafaði sig í gegn um dæmin í gamaN'
talnafræði, hann las mikið Dæmisögur Esóps, Sigur Pí|a"
grímanna og Robinson Krúsó.
Hann naut þess að heyra vin lesa hátt fyrir sig Ijðð
Róberts Burns eða línur úr ritverkum Shakespeares. A
meðan skilningur hans vaknaði og þroskaðist og þekking
hans óx var vitað að hann myndi trúlega eyða minna en
einu ári í hinum fimm ólíku skólum sem hann sótti. Margar
sögur hafa verið sagðar af ást Abs á dýrum. Umhyggja Abs
fyrir köttum kom honum til að fylgjast með köttum sem
flökkuðu í nágrenni heimilis hans. Það er sagt að hann hafi
haldið uppi krossferð gegn vondri meðferð á dýrum.
Hann skrifaði ritgerð um dýraverndun fyrir skóla og hélt
stutta lestra yfir vinum sínum.
Ab vann mikið sem drengur. Hann hjó skóg, skar upP
korn, hjálpaði til að byggja og endurreisa heimili sitt og
vann alla sveitavinnu. En ólíkt allflestum drengjum hafði
hann alltaf tíma til að lesa. Fólk spurði oft sjálft sig hvaða
vinnu Ab mundi að endingu takast á hendur af því hann
vann allt svo trúlega. Hann var góður bóndi og lærður
trésmiður. Einnig vann hann í sögunarmyllu við frásögun
sem og önnur smíðastörf. Hann vann sem sáttagerðar
maður landeigna. Hann vann sem herforingi í Svart-
hauksstríðinu. Seinna rak hann verslun og starfrækti póst'
þjónustu jafnframt verslunarrekstrinum, en þó hélt hann
sér ávallt að lestri fjölbreytts efnis. Ab Lincoln varð fjölvis
og vel menntaður maður í gegnum lestur á fjölbreyttu oQ
umhugsunarverðu efni. Hann hagnýtti þekkingu sína a
nytsaman hátt allt sitt líf.
4