Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Síða 6

Æskan - 01.09.1983, Síða 6
VINSAMLEG TILMÆLI UM GREIÐSLU ÁSKRIFTARGJALDSINS Við biðjum þá fáu, sem enn eiga eftir að greiða áskriftargjald Æskunnar 1983, að gera skil sem fyrst. Athugið að skilvísi er skilyrði fyrir þátttöku í áskrifendagetraun og bókaklúbbi. Ef gíróseðill hefur glatast má senda greiðslu, 450 kr., á hvern venjulegan hátt til Æskunnar, pósthólf 14, 121 Reykjavík. Gætið þess að rita nafn og heimilisfang. / vor hétt Iðnskólinn í Reykjavík kynningu á því námi sem þar er í boði. Margir lögðu leið sína í skólann og fylgdust með nemum að störfum. Þessi kynning er fyrir þá sem hafa hug á iðnskólanámi og einnig fyrir annað áhugafólk. Verknámsdeildir í Iðnskólanum eru sex. Þær eru: Tréiðnaðar- deild, rafiðnaðardeild, hársnyrtideild, bókagerðardeild, fataiðnað- ardeild og málmiðnaðardeild. Sú síðastnefnda er fjöimennust. Einnig er gefinn kostur á fornámi, almennu námi og tækniteiknaranámi í skólanum. Síðasta vetur voru 1162 nemend- ur skráðir á haustönn en 994 á vorönn. Aðsókn er mikil og komast færri að en vilja. - Skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík er Ingvar Ásmundsson. Þessar myndir, ásamt stuttum viðtölum, voru teknar á náms- kynningardögunum. Þetta er hún Dagný Þrastardóttir. Hún er aö læra húsgagna- smíði og segir að kvenfólki sé alltaf að fjölga í þeirri grein. Námið tekum fimm annir, þar af tvær verklegar. Áður en sveinspróf er tekið, þarf húsgagnasmíðanemi að hafa 18 mánaða starfsreynslu að baki. „Sumir voru undrandi á mér að fara í þetta nám,“ sagði Dagný aðspurð. „Öðrum fannst þetta ofsa klárt af mér. Ég get ekki annað sagt en að námið sé mjög skemmtilegt". Dagný sagðist ekki vita hvort hún ætlaði að starfa við húsgagnasmíði í framtíðinni. SETNING Tækninni hefur fleygt fram. Tölvusetning hefur að mestu tekið við af blýsetningu. Með tölvum má ná meiri hraða °9 fjölbreytni. Áður en blað eða bók verður til þarf að set| textann inn á svona tölvu. Það er fyrsta stig prentunarinnar- UMBROT ,g Hér er verið að líma upp á blað (brjóta um). Búið er að se J textann og nú er verið að líma hann inn á síður. Þið vitið a fáar síður í tímaritum eða dagblaði líta eins út. Við getum Þe vegna talað um að þarna sé verið að hanna blaðsíður. LITIÐINNIIÐNSKOLANN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.