Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 14

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 14
Við bjóðum félögum eliefu úrvalsbækur og vonum að allir finni eitthvað við sitt hæfi. í marsblaðinu sögðum við frá stofnun bókaklúbbs- ins. Nú skulum við rifja upp aðalatriðin. Áskrifendur Æskunnar (og aðeins þeir) geta geng- ið f bókaklúbbinn og fá við það rétt til kaupa á útgáfubókum Æskunnar frá og með 1983 á fé- lagsverði sem er 20% lægra en markaðsverð. Skyldur eru ekki aðrar en skilvísi. Félögum verða ekki sendar aðrar bækur en þær sem þeir panta. Gíróseðill fylgir og ber að greiða innan 14 daga. Bækurnar eru einnig afgreiddar í Bókabúð Æskunnar að Laugavegi 56 í Reykjavík en aðeins gegn framvís- un félagsskírteinis. Skírteini verða send með fyrstu bókum sem áskrifandi pantar. Við beinum því vinsamlegast til þeirra sem ekki panta að sinni og hyggjast kaupa bækur að Lauga- vegi 56 að þeir sendi sem fyrst beiðni um útgáfu skírteinis - og ekki síðar en 10. nóvember. Frestur til pantana og afgreiðslu að Laugavegi 56 ertil 30. nóvember. Við sendingu leggst lægsta burð- argjald við verð bókanna. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Lesendur Æskunnar eru á öllum aldri. Við höfum valið bækur til útgáfu í samræmi við það. Að sjálf- sögðu eru börn og unglingar í meirihluta og því gildir það sama um bækurnar - flestar þeirra höfða eink- um til ungmenna. Aðrar munu vera jafnt við haefi unglinga sem fullorðins fólks, svo sem Ólympíuleik- arnir, Kapphlaupið og Poppbókin. Sú síðastnefnda vekur þó að vænta má aðeins athygli ungs fólks. Ein er einvörðungu ætluð fullorðnum - Við klettótta strönd eftir Eðvarð Ingólfsson - en fróðleiksfúsir unglingar hafa þó án efa líka gaman af henni. Að sjálfsögðu á það svo við um útgáfubækur okkar fyrir börn - eins og um allar góðar barnabækur - að full- orðnir njóta þeirra einnig. í vor gáfum við út bækurnar Kári litli og Lappi °9 Sara. Þessar ágætu bækur eru á afar lágu verði sem fyrstu bækur klúbbsins. Nú aukum við níu við. Þeim er öllum lýst hér í stuttu máli en við munum birta kafla úr flestum þeirra í þessu og næstu blöðum. Tekið er fram til leiðbeining- ar hvaða aldri bækurnar hæfi best að okkar hyggju- Pöntunarseðill fylgir blaðinu. Athugið sérstaklega að rita pantanir á hann - en ekki lista bókaskrár- innar. Frú Pigalopp og jólapósturinn - eftir hinn þekkta norska barnabóka- höfund Bjorn Ronningen og teiknarann Vivian Zahl Olsen. Guðni Kolbeinsson þýddi. Frú Pigalopp er sannarlega kostuleg kona. Dreifing jólapóstsins getur með engu móti farið fram á venjulegan hátt þegar hún á í hlut. Bækur og sjónvarps- þættir um amstur og ævintýri frú Pigal- opp hafa skemmt börnum í mörgum löndum. Þættirnir um hana og jóiapóst- inn verða t. d. sýndir í norska sjónvarp- inu frá 1. des. nk. til jóla. Fyrir nokkrum árum fengu íslensk börn að njóta stunda með frú Pigalopp í sjónvarpinu. - Þó að spaugsemin ráði ríkjum er bókin langt frá alvörulaus. Frú Pigalopp er einkar indæl og hjálpsemi hennar til EPRN R0NNINGEN •'VIVIAN ZAHL OLSEN FrúRdalor 0 qgjólapósturinn _ PðYiondt Guðni Kdbetasson ai jm ^ Wí fpPftev l,£.| jWra '*■ j ÆSKAN fyrirmyndar. Frá 4 ára . . . Afar skemmtilegar litmyndir prýða bókina. 176 bls. Félagsverð er 297.20 kr. (M' mennt verð 371.50). Sara eftir Kerstin Thorvall í þýðingu Þorgerð- ar Sigurðardóttur. Monica Schultz myndskreytti smekklega. Þessi bráðsmellna saga um fimm ara telpuna Söru hefur notið mikilla vin- sælda á Norðurlöndum og m. a. verið gefin út af bókaklúbbum þar. Höfundur lýsir því sem hendir Söru af skilningi og hlýju. Það eru atvik úr daglegu urn- hverfi sem höfundur gæðir sérstöku líf1- 36 bls. Félagsverð er 118.60 kr. (Al' mennt 148.20). Einkum fyrir 3-8 ára (og alla ful'" orðna). 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.