Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 22

Æskan - 01.09.1983, Blaðsíða 22
Þessi börn voru í íslenska barnaskólanum í London í vetur leið. íslenskur barna- skóli og bóka- safn í London Undanfarin fjögur ár hefur í London verið starfræktur barnaskóli fyrir börn sem eru af íslensku bergi brotin. Nokkrir foreldrar stóðu að stofnun skólans, en hann er nú einn liðurinn í þeirri starfsemi sem íslendingafélagið í London stendur fyrir. Frá upphafi hafa íslenskir barna- skólakennarar kennt við skólann og er núverandi kennari Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Menntamálaráðuneytið hefur und- En hvað finnst þér um ungt fólk samtímans; er það að þínu mati til dæmis metnaðarlausara? „Það get ég ekki fundið. Það er alltaf upp og ofan hjá öllum kynslóðum. Mér finnst margt ungt fólk drífa sig ákaflega mikið. En það er kannski ekki eins sjálfstætt og það heldur. Sjáðu til, ungt fólk á öllum tímum heldur að það sé óskaplega sjálfstætt en að vissu leyti er það ákaflega mikið bergmál frá ákveðnum hreyfingum og stefnum og flokkum. Og það er ekkert óeðlilegt. Þetta kemur smám saman, rétt eins og þegar börn læra að ganga; þau hafa stuðning fyrst og komast síðan upp á lagið. Ef þú spyrð um trúmál þá finnst mér að ungt fólk sé miklu jákvæðara en fullorðnir halda almennt. Og nú ætla ég að segja svolítið djarfa setningu. Ég efast um að fullorðið fólk stundi jafn vel að biðja fyrir börnum sínum eins og börn ástunda bænina fyrir foreldrum sínum. Ég set að vísu spurningarmerki. Það eru hins vegar áhrif alveg frá 19. öldinni að fólk fór að verða feimið við að játa trú sína. Þú sérð stundum í minningargreinum að einhver hafði verið mikill trúmaður en það hafi bara lítið borið á því. Mér finnst þetta vera eins og að segja um ungling að honum hafi þótt ósköp vænt um foreldra sína en hann hafi bara haldið því vandlega leyndu!" En er maðurinn ekki alltaf einn með Guði sínum? „Nei. Það álít ég ekki vera. Maðurinn er kannski einn með Guði sínum og einn með sjálfum sér og einn þegar allt anfarin ár veitt skólanum styrk, þannig að unnt hefur verið að greiða kennaranum laun, en auk þess leggja foreldrar ákveðna fjárhæð í sjóð sem notaður er til annarra útgjalda. Skólinn starfar annan hvern sunnudag, og hefur í vetur haft aðsetur á heimili tveggja nemendanna í norður London. Hann var fyrst til húsa ( húsnæði Flugleiða hér í borg, og síðan (sendiráðsbústaðnum. Að jafnaði hafa 10-12 nemendur sótt skólann í vetur, á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Foreldrar sem sótt hafa skólann frá upphafi eru einróma um það, að hann hafi hjálpað mikið til við íslenskukunnáttu barna þeirra, bæði við skrifað, lesið og talað mál. Auk þess læra börnin ýmislegt um (sland, sögu þess, menningu og náttúru. í tengslum við barnaskólann er barnabókasafn, sem stofnað var í minningu eins af fyrstu nemendum hans, Einars Vésteins Valgarðssonar. Safnið er ekki stórt að vöxtum enn sem komið er, en stefnt er að því að auka það. Til bókakaupa er ætlaður hluti styrks menntamálaráðuneyt- isins, og þess framlags sem foreldrar leggja til, en sú fjárhæð hrekkur þó skammt til þess að halda safninu við- Þá berast við og við bækur frá velunnurum á íslandi. Framlög til safnsins eru alltaf vel þegin, t. d. notaðar bækur sem viðkomandi börn eru vaxin upp úr eða hætt að lesa. Þeir sem sjá sér fært að sjá af nokkrum bókum geta sent þær á þetta póstfang: Bókasafn íslenska barnaskólans í London c/o Guðrún Sveinbjarnardóttir 26 Patshull Road London NW5 kemur til alls. En það er líka til nokkuð sem heitir samfélag, alveg eins og samfélag um músík. Þú ert einn um að fram- leiða tóninn sem kemur úr þér en það geta kannski 50 manns sungið sama tóninn í sama söngnum. En það sem er svo skelfing vandræðalegt núna er það að menn kunna ekki að tala um trúmál. Til þess þarf ákveðna þekkingu, rétt eins og til að tala um bfla, þá þarftu að kunna ákveðin skil á þeim.“ Þegar þú lítur til framtíðarinnar, afi og langafi og sestur í helgan stein, hvernig horfir hún þá við þér? „Mér finnst mannkynið orðið allt á sama báti núna. Áður vissu menn að jörðin væri stöðug. En nú er ekki eins óvíst með nokkurn hlut eins og jörðina. Gamli tíminn stóð með báða fætur á stöðugri jörð, stjörnurnar hreyfðust og sólin hreyfðist og jörðin stóð kyrr. Og svona var allt lífið. Öld eftir öld höfðu menn búið á sama bæ, við sama fjörð, í sama landi. En nú er eins og fólk sé farþegar í flugvél sem við skulum segja að þú hafir sest upp í. Þú vaknar og manst ekki hvar þú komst um borð og þú spyrð sjálfan þig: Hvar er ég? Hver er tilgangurinn með þessu? Hvert er verið að fara með mig? Er einhver sem stjórnar þessu farartæki? Allar þessar sþurningar snerta manninn á okkar tíð. En ég get ekki verið svartsýnn, ég er mótaður þannig. bæði í uppeldi og svona er minn karakter. En við verðum að vera allsgáð eins og Páll postuli sagði." 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.