Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Síða 24

Æskan - 01.09.1983, Síða 24
Köngulóin spann þráö og festi hann við grein efst á háu tré. En hún kunni ekki viö sig þar uppi og ákvað aö spinna sig niður. Þar lenti hún í stórum þyrnirósa- runna og spann mikinn vef um allt lim og kvisti hans. Og vefurinn var festur viö þráðinn að ofan, sem köngulóin hafði sjálf lesið sig á ofan úr trjákrónunni. Vefurinn varð stór og fagur og köngulóin var fengsæl og hreykin yfir verki sínu. En einn morgun, þegar hún var að kanna snilldar- verk sitt, sá hún í efsta horni vefsins þráð, sem hún kannaðist þá ekki við. Hún var búin að gleyma, að hún hafði komið niður á þessum þræði og að það var hann sem hélt vefnum uppi. Nú sá hún engan tilgang og ekkert gagn í þessum þræði, sem lá beint upp í loftið, út í bláinn. Og hún hafði snör kjafttök og beit á þráðinn. Hann hafði hvílt á einum, nær ósýnilegum þræði, þræðinum að ofan. Köngulóin var heimsk. Hún mátti vera hreykin af tækni sinni - köngulóarvefur er mikið snilldarverk. En með öll sín mörgu augu og frábærri fimi varð hún blind á það, sem mestu máli skipti, hún gleymdi hvaðan hún kom og að lífsverk hennar hvíldi á einni taug, líftaug að ofan. Sögu þessa sem ég hefi leyft mér að endursegja hér tel ég eiga tímabært erindi við okkur einmitt núna þegar hraðinn er orðinn svo mikill, tíminn alltaf of naumur, sjónvarp, myndbönd og tölvur ráða æ meiru og taka meira af tíma okkar. Hvað með þráðinn að ofan, er nokkur þörf fyrir hann? Jú svo sannarlega því hann er einnig líftaug okkar mannanna. Hann er trúin og bænasambandið við Guð. Sjáum svo um að sá þráður slitni ekki. Ræktum samfélagið hvert við annað og við Guð. Nú eru sunnudagaskólarnir og önnur kristileg félög að hefja vetrarstarfið. Hrífumst með og reynum öll að leggja eitthvað af mörkum svo það starf megi bera góðan ávöxt. Hvort sem við erum börn eða fullorðin getum við orðið að liði. Ég veit að þið börnin góð verðið dugleg að segja þeim, sem ekki hafa kynnst því að koma í sunnudagaskólann frá því sem þar fer fram og hvetja þau til að koma og kynnast því af eigin raun. Þá er stuðningur heimilanna ekki síður mikil- vægur og mjög gott ef foreldrar eða aðrir aðstand- endur sjá sér fært að koma með börnunum, bæði til að kynna sér hvað fram fer og einnig til þess að fylgj3 hinni kristilegu fræðslu eftir þegar heim er komið. Já tökum öll þátt í að treysta þráðinn að ofan! Ragna Jónsdóttir VERTU GÓÐI GUÐ HJÁ MÉR Vertu góði Guð hjá mér. Gleði sönn er veitt af þér. Gjörðu bjart mitt bernsku vor, blessa faðir öll mín spor. Alltaf veist þú um minn veg, allt þú veist, sem tala ég. Öll mín verk sér auga þitt, einnig hjartalagið mitt. Hrygga vil ég geta glatt, gjört hið fagra, talað satt. Verið til hins góða gjarn, gott og Ijúft og hlýðið barn. Allt hið fagra er frá þér, upp það vaxi í huga mér. Þegar stór ég orðinn er ávöxt litla fræið ber. Vertu góði Guð hjá mér. Gæfa lífsins er hjá þér. Vertu æviathvarf mitt, alltaf sé ég barnið þitt. Höf. ókunnur. 24

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.