Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1983, Síða 44

Æskan - 01.09.1983, Síða 44
Bubbi. Þá fer aö styttast í að Poppbókin margrómaða komi á markað. í Poppbókinni kennir margra grasa. Þar eru m. a. frásagnir Bubba Morthens, Ragnhildar Gísladóttur, Egils Ólafs- sonar, Árna Daníels, Magnúsar Eiríks- sonar, Sigga pönkara o. fl. Þau hafa frá mörgu forvitnilegu að segja um feril sinn í poppinu og viðhorf til ýmissa hluta er tengjast poppvettvanginum. f Poppbókinni útskýrir Vilhjálmur Guðjónsson Galdrakarl muninn á hin- um margvíslegu músíkstílum poppsins. í bókinni er einnig að finna útskýringar á hlutverkum hinna fjölskrúðugu fagfé- laga popparanna, s. s. FÍH, SATT, STEF, FHS, o. s. frv. Þar eru líka listar yfir hljóðritunarver á íslandi, hljómplötu- útgáfur o. fl. Ragnhildur. í bókinni er jafnframt listi yfir helstu poppplötur sem út hafa komið hér- lendis og 25 viðurkenndir poppsérfræð- ingar útnefna bestu íslensku poppplöt- ur allra tíma. Óhætt er að fullyrða að þar er um merkilegar niðurstöður að ræða. Þá eru söngtextum gerð ítarleg skil, saga poppsins á íslandi er rakin í stór- um dráttum og margt, margt fleira er að finna í þessari einu og sönnu íslensku Poppbók. Siggi. fer að koma út i í UMSJÓN JENS GUÐMUNDSSONAR 44

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.