Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1983, Page 37

Æskan - 01.11.1983, Page 37
r~C ÓGLEYMANLEG ÆSKUMINNING )i Hún var ekki nema 9 ára og lítil eftir aldri, elst af 7 systkinum. Þetta var daginn fyrir Þorláksmessu. Vindurinn hvein og stórhríðin lamdi utan húsið, það sá ekki út úr augum. Hún reis varla undan því þunga fargi sem hvíldi á henni. Hvar er pabbi? Það voru tveit dagar síðan báturinn, sem pabbi hennar var vélstjóri á, fór í róður. Allir hinir bátarnir höfðu komið að landi nokkurn veginn á réttum tíma, en óveður hafði skollið á. Og báturinn sem pabbi hennar var á var enn ókominn, kannski kæmi hann aldrei. Og jólin voru að koma, ekki á morgun heldur hinn. Hún stundi þungan, og þorði ekki að spyrja mömmu sína, mamma var svo alvarleg á svipinn, hún sagði ekkert, raulaði ekki einu sinni lagstúf, sem hún var vön að gera. Hún sagði bara ekkert, gekk oft út að glugganum og reyndi að sjá út, svo hamaðist hún við að vinna. Systkinin voru öll sofnuð og mamma hennar hafði sagt henni að fara upp að hátta, en hún gat ekki fengið af sér að fara frá henni, skilja hana eftir eina niðri með óttann og óveðrið. Já, mamma var alltaf eitthvað að fást við - en hún? gat hún nokkuð gert annað en verið hjá henni? „Farðu nú að hátta", sagði mamma einu sinni enn, „kannski verða þeir komnir í fyrramálið, þegar þú vaknar." „Má ég ekki vera hjá þér?“ spurði telpan. „Ég ætla að búa til nokkrar kleinur", sagði mamma. „Ég get snúið upp á“, sagði telpan, og var nú heldur fegin að geta kannski gert eitthvað. Mamma strauk henni um vangann. „Jæja þá það, þú getur ef til vill ekki sofnað." Telpan hrökk við. Var þetta ekki vélahljóðið í bátnum? Hún þekkti vélahljóðin í bátunum í þorpinu. „Nei, þetta er vir, sem slæst einhvers staðar utan í. Það eru nú meiri lætin í veðrinu", sagði mamma. Þær unnu þegjandi að kleinunum, telpan skildi að mömmu hennar var ekki létt um mál, en hún hamað- ist við vinnuna. Það var svölun í því að vinna. Hún var nú farin að steikja kleinurnar, en telpan settist á gólfið hjá eldavélinni og hallaði höfðinu upp að veggnum. Hún var alltaf að hugsa um pabba sinn og mennina á bátnum. En Guð? Gat hann ekki bjargað þeim? Verst að hún skyldi ekki kunna neina bæn um það, eins og hún kunni nú mörg vers. En ef hún færi nú með Faðirvorið og öll versin, myndi þá ekki Guð geta fundið út, hvað hún væri að biðja um? Hún byrjaði á Faðirvorinu og muldraði í barm sér, og svo kom hvert versið á fætur öðru. Mamma hafði svo oft sagt að Guð væri almáttugur, og það þýddi, að hann gæti allt. Hann heyrði líka og sá allt, og þess vegna mátti maður ekki blóta eða segja annað Ijótt, og ekki gera neitt Ijótt. Það var aumt að vera svona lítil og geta ekkert gert, það mátti ekki íþyngja mömmu með áhyggjum, hún hafði víst nóg. „Ertu sofnuð þarna á gólfinu?“ Mamma strauk henni um hárið „Það verða engin jól, ef pabbi kemur ekki“, sagði telpan. „Við skulum vona og trúa“, sagði mamma. „Nú er ég búin með kleinurnar, nú förum við upp að hátta.“ Telpan mundi aldrei, hvernig hún hafði komist í rúmið, en hún fann einhverja hlýju og frið streyma um sig, og út frá því sofnaði hún. „Hrefna, Hrefna, vaknaðu, pabbi þinn er kominn heim.“ Telpan þaut upp, hún var alveg rugluð. Mamma hennar stóð við rúmið, og telpan þurfti ekki annað en líta framan í hana til að sjá það á svipnum, að pabbi var kominn. Hún hentist fram úr rúminu, en hann var ekki í rúminu þeirra. „Hann sefur niðri“, sagði mamma. „Hann var svo þreyttur og úrvinda, og láttu þér ekki bregða þó þú heyrir ekki hvað hann segir, hann er svo hás, hann hefur orðið að kalla svo hátt í storminum, óveðrið var svo óskaplegt, vélin hafði bilað og þá rak á haf út, það tók tíma að koma henn; í lag, þeir voru lengi að stíma í !and“. Það hringsnerist allt í höfðinu á telpunni, en eitt var víst. Pabbi var kominn, það voru jól á morgun. Hún skyldi þvo honum pabba sínum í framan og um fæt- urna, það gerði hún svo oft, þegar hann kom af HVER GETUR FUNDIÐ JOLASVEININN? Jólasveinninn hér á myndinni er nýkominn til borg- arinnar, en hefur orðið viðskila við félaga sinn í allri umferðinni. Getið þið nú ekki hjálpað honum til þess að finna hann aftur? Hann mun vera með poka á bakinu. Þið munuð finna hann hér í blaðinu, ef þið leitið vel. — Ráðningar sendist blaðinu fyrir 20. janúar 1984. Fimm verðlaun, sem verða útgáfubækur Æsk- unnar, verða veitt fyrir rétt svör. - Senda skal svör við hverri þraut sér á blaði. 37

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.