Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1983, Page 41

Æskan - 01.11.1983, Page 41
Þessi leikur er þannig gerður, að hann reynir mikið á hugkvæmni þátttakendanna og kunnáttu, ekki síður en krossgáta. Áður en gestirnir koma, hefur húsbóndinn skrifað fjölda af nafn- spjöldum. Ýmis nöfn úr veraldar- sögunni, svo sem Cæsar, Napó- leon, - listamannanöfn, t. d. Thor- valdsen, Michelangelo, - eða nöfn, sem kunn eru heimafyrir, allt frá ráðherrum, borgarstjóra, hæsta- réttardómurum og til þeirra, sem allir þekkja vegna þess að þeir eru sérkennilegir. Svona nafnspjald er fest á bakið á hverjum gesti, en hann veit ekki sjálfur hvaða nafn það er. Hann á að reyna að geta sér þess til sjálfur, af spurningunum, sem lagðar eru fyrir hann. Hugsum okkur til dæmis að einn þátttakandinn hafi nafnið Napo- leon. Hann er ef til vill spurður: - „Hvernig var að vera á St. Hel- enu?“ En spurningin á helst að vera svo óljós, að sá sem spurður er, geti ekki fyrr en í lengstu lög þóst viss um, hvaða nafn hefur veriö fest á bakið á honum. Leit að góðgætinu Þetta er leikur, sem börnin eiga fyrst og fremst að taka þátt í, enda getur verið til margs góðs bita að vinna. Þátttakendur skipta sér í flokka, helst ekki færri en þrír í hverjum, og hefur hver flokkur sinn foringja. í einum flokknum eru hundar, í öðrum kálfar, í þriðja lömb, í fjórða kettir o. s. frv. Áður en leikurinn hefst hefur full- orðna fólkið falið góðgæti hér og hvar í híbýlunum, en ekki má það vera of vel falið. Karamellum, brjóstsykri, eplum, kökum, hnetum og þvílíku er dreift hér og hvar, og svo er „dýrahópunum" sleppt til að leita. Nú reynir hver hópur vitan- lega að finna sem mest, en „dýrin“ LAUMA Þessi leikur er þannig, að þeir, sem leika, sitja í hring, sem þéttast þeir mega. Allir halda höndunum fyrir aftan bak og einn heldur á ein- hverjum hlut. Einn maður stendur í miðjum hringnum. Réttir nú sá, er á hlutnum heldur, hann að næsta manni og svo hver að öðrum, en þrautin er, að láta enga hreyfingu sjást á handleggjunum, því sá sem er í miðjum hringnum á að finna út, hvar hluturinn er. í leiknum geta tekið þátt eins margir og vilja. mega ekki taka fundinn sjálf, heldur eiga þau að gera foringja sínum að- vart með því að gelta, jarma og mjálma, svo að foringinn komi og hirði fjársjóðinn. Stundum verða tveir jafnfljótir til að finna hlutinn og ráðast þá úrslitin af því hve foring- inn er fljótur til að hirða hann. Á eftir skiptir hver flokkur sínu jafnt á milli sín. 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.