Æskan - 01.11.1986, Síða 9
Prinsessudraumurinn
varð að veruleika!
Pað er hverju orði sannara að
Hólmfríður Karlsdóttir, 23 ára
Ijóska úr Garðabæ, varð bœði
landsfrœg og heimsfrœg á einni
nóttu þegar hún var kjörinfeg-
ursta kona heims í Bretlandi í
fyrra. Milljónir manna um víða
veröld fylgdust með krýningu
hennar í beinni sjónvarpsútsend-
ingu og enn einu sinni hafði nafn
íslands komist á spjöld sögunn-
ar — og íþetta sinn hvorki fyrir
þorskastríð né bókmenntir held-
urfegurð!
Að sjálfsögðu er fegurðar-
drottningin glœsileg og aðlað-
andi. Hún erfóstra að mennt og
svo skemmtilega vill til að tign
þessari fylgir að starfa talsvert í
þágu nauðstaddra barna, heim-
sœkja þau og aflafjár handa
þeim. Það átti því vel við Hólm-
fríði að inna þetta starf af hendi í
rúmt ár.
Þegar Hófí var beðin um eiginhandaráritun gaf hún fólki
þessa mynd af sér. Hún var prentuð í þúsundum eintaka.
I síðasta mánuði krýndi Hófí,
eins og hún er oft kölluð, arftaka
sinn og er alkomin heim. Hún
hefur hafið starfað nýju á
barnaheimili Vífilsstaðaspítala.
Viðburðaríkt ár er að baki, löng
og ströng ferðalög um þveran og
endilangan hnöttinn, ótal blaða-
viðtöl ogfjöldi góðgerðasam-
koma og tískusýninga. En hvað
finnst henni um þetta allt sam-
an? Æskan rœðir við hana um
það og margtfleira í viðtali sem
fer hér á eftir.
Hólmfríður Karlsdóttir og „börnin hennar" á dagheimilinu.
Starfað í þágu barna
„Þetta var svo einstök lífsreynsla að
ég verð örugglega lengi að vinna uf
þessu öllu saman,“ segir Hófí þeSur
blaðamaður spjallar við hana á köld'
um nóvembermorgni heima hjá henm
„Nei, ég get ekki sagt að ég sé þrey11
eftir þetta ár. Ég reyndi að taka þessu
öllu með jafnaðargeði, vann 1
skorpum en átti svo rólega daga 3
milli. Ég á áreiðanlega eftir að sja
þetta í öðru ljósi eftir nokkur ár-
— Segðu okkur frá starfinu.
„Fyrstu mánuðirnir fóru í kynu‘J
land og þjóð og ég ferðaðist mikið a
því tilefni. Ég vann m.a. fyrir Ferða
málaráð og mörg fyrirtæki sem selja
vörur sínar erlendis. í byrjun þessa ars
hófust svo ferðalögin með Júlíu Mor
ey, forseta keppninnar UngffU
heimur. Við fórum til margra landa og
heimsóttum börn sem þjáðust af ý1115
um sökum. Það var ánægjuiegt a
dveljast hjá þeim um stund en dapur
Iegt að þurfa að yfirgefa þau og geju
ekki gert neitt meira fyrir þau en vi
höfðum tök á.
Góðgerðasamkomur voru haldnaf
til styrktar þessum börnum. Ég fluttl
alltaf stutt ávörp og í lok þeirra voru
tískusýningar sem ég tók þátt í. Stun
um sýndu fegurðardrottningar þeirr3
landa þar sem við vorum með okkur'
— Við fórum aldrei til landa þar sed1
ótryggt stríðsástand ríkti. - í stórulU
dráttum fólst starf mitt í þessu.
Morley-fjölskyldan starfrækir þusS‘!
fegurðarsamkeppni, m.a. af hugsj°n'
Jtílía heldur því fram að fegurðin e'n
h. fi engan tilgang nema fólk notf#r’
sér hana til að vinna að góðum málefn
unt. Þess vegna verður Ungfrú heimur
aö vera tilbúin til að vinna að áður
nefndum málum. Morley-fjölskylða11
hefur staðið fyrir þessari keppni síðan i
1951. Hún stendur jafnframt fyrir.
keppninni um Ungfrú England, Wales
°g Skotland.
Við Júlía Morley kynntumst mjög
vel á þessum ferðalögum. Hún var
eins og önnur mamma mín. Hún er
mjög ákveðin og vinnur starf sitt af
miklum dugnaði. Mér hefur oft verið
hugsað til þess að það hlýtur að vera
erfitt fyrir hana að þurfa að kynnast
nýrri stúlku á hverju ári.“
~ Fórstu aldrei til Afríku?
„Jú, ég kom þar við en ekki til að
afla fjár. Ég sá í raun aldrei þá staði
þar sem neyðin er stærst, t.d. í Eþióp-
íu. Hins vegar fannst mér það nógu
slæmt hjá þeim börnum sem ég heim-
sótti.“
Kom til 27 landa
-- Hvað var erfiðast við starfið?
„Mér þótti í raun ekkert erfitt nema
kannski að þurfa að flytja stutt ávörp á
góðgerðasamkomunum. En það vand-
ist nú fljótt. Mér fannst hins vegar allt
í lagi að ræða við blaða- og sjónvarps-
menn, jafnvel þó að sjónvarpið væri
með beina útsendingu.“
- Veistu hvað þú komst til margra
landa?
„Já, ég kom til 27 landa en borgirn-
ar eru að sjálfsögðu margfalt fleiri.“
- Krýndirðu margar fegurðar-
drottningar á árinu?
„Já, á fimm stöðum: Þrjár í Asíu-
löndum og svo í Grikklandi og Pól-
landi.“ ,
— Hvernig stöndum við að feg-
urðarsamkeppninni hér heima miðað
við aðrar þjóðir?
„Við erum mjög framarlega á þessu
sviði og stelpurnar okkar eru á heims-
mælikvarða. Það væri rangt að halda
öðru fram. Það er þó eitt sem mér
finnst að mætti betur fara. Fyrirtækin
þyrftu að gera meira að því að styrkja
stelpur sem taka þátt í keppninni, til
dæmis með því að gefa þeim fatnað.
Það er dýrt fyrir þær að þurfa að borga
hann sjálfar, sérstaklega ef þær eiga
síðan eftir að keppa erlendis.“
— Fékkstu allan fatnað, sem þú
klæddist sem Ungfrú heimur, ókeypis?
„Nei, það var ætlast til að ég notaði
hluta af laununum mínum til að kaupa
mér föt.“
- Fór ekki drjúgur tími í að skipu-
leggja þessi ferðalög þín?
„Jú, ég fór eftir ákveðinni dagskrá.
Við Júlía skipulögðum oft fyrirfram
hvernig við klæddumst þegar við
þurftum að koma fram á mörgum
stöðum á stuttum tíma. Þá röðuðum
við öllu vandlega niður í töskur í rétta
röð til að flýta fyrir okkur því að oft
höfðum við stuttan tíma til að skipta
um klæðnað.“
- Kom aldrei neitt óhapp fyrir þig
eða leiðinleg atvik?
„Nei, ég var blessunarlega laus við
hvort tveggja. Þetta gekk alveg eins og
í sögu.“
Hólmfríður KarlsdóUir. Uflfrú heimur, í opnuviðtali
8
9