Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1986, Page 12

Æskan - 01.11.1986, Page 12
tröllafjölskyldan Hátt uppi í fjalli var stór og djúpur hellir. í hellinum bjuggu tröllapabbi og tröllamamma með tröllabörnin sín tvö. Trölla- börnin létu oft hræðilega illa enda höfðu þau aldrei lært að hegða sér almennilega. Þeim hafði aldrei verið kennt það. Tröllapabbi og tröllamamma kunnu ekki heldur að ala upp börn. Þau skömmuðust og flengdu börnin ef eitthvað bját- aði á en vissu ekki að það var líka hægt að biðja með góðu. Úti var niðamyrkur og frost. Allt var hvítt af snjó og vindur- inn beit í nefið á þeim sem vog- aði sér út undir bert loft. Trölla- börnin gátu ekki leikið sér úti og þeim leiddist að vera inni. Þau rifust og slógust, klipu og bitu, ýlfruðu og góluðu þangað til tröllapabbi missti þolinmæð- ina. Hann rauk á fætur og þreif í hnakkadrambið á þeim. Svo flengdi hann þau hvort með öðru og henti þeim út úr hellin- um, beint út í snjóinn. „Snáfið þið í burt, skammirn- ar ykkar, og látið ekki sjá ykkur framar!“ öskraði hann. „Já, skammist þið bara í burtu, ófétin ykkar, við erum búin að fá nóg af ykkur!“ sagði tröllamamma og skók hnefann. Svo hurfu tröllapabbi og tröllamamma inn í stóra, djúpa hellinn en eftir urðu tröllabörn- in, skjálfandi af kulda úti í frost- inu og snjónum. Þau þorðu ekki inn í hellinn aftur og þau þekktu engan sem þau gátu heimsótt. Með tárin í stóru tröllsaugunum sínum gengu þau af stað niður fjallið. Nú áttu þau hvergi heima og gátu þess vegna ráfað hvert sem var. Niðri í litla þorpinu undir fjallinu var mikið um dýrðir. í hverjum glugga skinu marglit ljós og allir voru spariklæddir og brosandi. Kirkjuklukkur klingdu, aðfangadagskvöld jóla var runnið upp. Efst í þorpinu stóð fallegt hús uppi á háum hól. í húsinu áttu lítil systkin heima. Þau hétu Nonni og Sigga. Þau voru ósköp glöð því að nú voru jólin loksins komin. Verst þótti þeim að ekki mátti opna pakkana fyrr en eftir mat og tíminn var svo lengi að líða. Nonni sat við jólatréð og reyndi að geta sér til um hvað væri í bögglunum þegar hann heyrði allt í einu að Sigga rak upp skelfingaróp. „Mamma, pabbi, það er eitt- hvað hræðilegt í glugganum!" hrópaði hún og þaut fram í eldhús. Pabbi og mamma flýttu sér , inn í stofu og þeim brá í brún. A glugganum voru tvö stór og hræðilega ljót andlit. Þau lágu svo þétt upp að rúðunni að nef' ið var alveg flatt út og varirnar líka. „Ég verð að fara út og athug3 hvað þetta er,“ sagði pabbi. „Já, rektu þessar ófreskjur 1 burtu,“ sagði Nonni titrandi af hræðslu. „Passaðu þig, þær eru kannski hættulegar,“ sagði mamma. En þegar pabbi kom út á tröppur sá hann strax að þessar verur voru ekki hættulegar. Þetta voru bara tvö tröllabörn, skj álfandi og blá í gegn af kulda. Pabbi dreif þau inn í hlýí Iðunn Steinsdóttir endursagði úr dönsku 12

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.