Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1986, Qupperneq 38

Æskan - 01.11.1986, Qupperneq 38
JOLATRED Pað leit út fyrir að þetta ætluðu að verða ömurleg jól í Grænuhlíð. Hinn fátæki bóndi Ásbjörn Holt hafði legið veikur um lengri tíma og kona hans var einnig mjög heilsutæp. Það hafði verið lítið um peninga undanfarna mánuði. Þau voru fjögur í heimili og þótt kannski sé ofmælt að þau hafi solt- ið var þó enginn afgangur af því. Þór, 12 ára sonur þeirra hjóna, varð að taka á sig flest störfin á heimilinu. Þegar hann kom heim úr skólanum á daginn fór hann að höggva við í eldinn, bera vatn og annað fleira. Hann vann nálega á við fullorðinn mann. Inga litla, sem var aðeins fimm ára, hjálpaði þó til eins og hún gat en það var nú ekki svo ýkja mikið. Helst gat hún eitthvað hjálpað mömmu sinni inni við. — Hvenær ætlar pabbi að sækja jólatréð? spurði Inga litla ein- hverju sinni upp úr eins manns hljóði. Móður hennar gekk illa að svara þessari spurningu því að hún vissi ekki hvort Ásbjörn myndi komast á fætur fyrir áramót. — Við sjáum nú til, sagði hún eins og oft áður. Það verða einhver ráð með það. En dagarnir liðu og aðfanga- dagskvöldið nálgaðist óðfluga. Ekkert jólatré var enn komið til þeirra. Ásbjörn var vanur að sækja jólatré út að Steinstjörn. Þar stóðu nokkur lítil og hentug grenitré niðri á tjarnarbakkanum. Þór var einnig áhyggjufullur út af jólatrénu. Hann saknaði þess eins og litla systir hans og þegar ekki voru nema þrír dagar til jóla tók hann ákvörðun. — Ég sæki tréð sjálfur, sagði hann við sjálfan sig. Það getur varla verið mikill galdur. Hann gat haft með sér öxi og hann var nógu sterkur til að bera tréð heim. Þetta var sem sagt ákveðið. Síðdegis þennan sama dag hélt Þór til skógar. Hann sagði engum frá þessari fyrirætlan sinni. Það skyldi koma þeim á óvart er hann kæmi með tréð. Skógurinn var hljóður og þung- búinn. Það snjóaði ofurlítið. Jóla- svipur var að færast yfir allt. Já, jólin — Þór vildi sem minnst hugsa um þau. Það gátu engin jól orðið nú í líkingu við þau sem hann hafði áður lifað. Pabbi hafði svo lítið getað unnið upp á síðkastið og hann gat aldrei safnað neinu í sjóð. Mamma hafði sagt að það væri al- veg vonlaust með allar jólagjafir og þess háttar glaðning. Hann kenndi mest í brjósti um Ingu litlu. Hún hlakkaði auðvitað til jólanna og jólagjafanna eins og vant var. Hún gat ekki skilið að þetta þyrfti að vera öðruvísi en áður. Það var alllangt út að Steinstjörn og eftir því sem Þór kom lengra og lengra inn í skóginn missti hann áhugann á því að fara alla þessa leið út að tjörninni. Allt í kringum hann voru ljómandi falleg og hent- ug jólatré. Raunar átti stórbóndinn allt þetta svæði en því meir sem Þór hugsaði um þetta því meiri varð freistingin til að taka tréð hérna og fara ekki lengra. Han vissi það vel að þetta var ekki leyfi- legt. En það gat varla verið hættu- legt að taka eitt lítið tré úr þessum stóra skógi. Hann hafði nálega dottið um lít- ið grenitré sem var alveg hæfileg1 handa honum. Hann gat ekki fund- ið hentugra tré. Hann stóð kyrr eitt andartak og átti í harðri baráttu við sjálfan sig en skyndilega kipph hann öxinni upp úr bakpokanum sínum og eftir litla stund lá litla tréð flatt við fætur hans. Nú skyldi verða glatt á hjalla heima hjá honum. Hann þurfti ekki að hafa orð á því hvert hann sótti tréð. Hann hafði komið öxinni fyrir 1 bakpokanum og var í þann veginn að koma trénu fyrir á öxl sinni er hann heyrði marra í snjónum aftan við sig. Hann sneri sér snöggt við og fann að hjartað barðist í brjósti hans. Stórbóndinn stóð hjá hon- um. Hann var á skíðum, í þykkum jakka með loðkraga og stóra loð- húfu á höfði. Hann var ekki árennilegur. — Jæja, sagði hann og röddm var sterk og hörkuleg í skógar- kyrrðinni. Er það lítill jólatrésþjóf- ur sem hér er á ferð? Þór gat ekki komið upp nokkru orði. Hann stóð aðeins grafkyrr og horfði ýmist á tréð eða á stór- bóndann. - Er ekki sem mér sýnist að þetta sé Þór Holt sem er hér á ólöglegum vegum? hélt stórbónd- inn áfram og gekk nær honum. — Veist þú ekki að þú mátt taka tré út hjá Steinstjörn en hér er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.