Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1986, Page 45

Æskan - 01.11.1986, Page 45
 Framhaldssaga barnanna Myndskreyting: Haraldur Haraldsson og Guðný Haraldsdóttir »Ég borðaði þessa,“ sagði Spúki hreykinn. Hann tók lítinn kassa upp úr vasa sínum. I honum voru tvö hólf. Oðru megin voru grænar pillur, hinum megin rauðar. »Grænar á morgnana, rauðar á kvöldin,“ sagði Spúki brosandi. »Má ég sjá þínar?“ Jói varð skrítinn á svipinn og stamaði: »Við höfum sko engar pillur. Þetta er allt öðru vísi hérna, miklu erfiðara. Skilurðu?“ En Spúki bara hló. Hann var alltaf glaður. Það hlaut að vera gaman að vera geim-strákur. 6. Geimfarið Hppi í Stóra-Rjóðri stóð geim-farið. ^að var grátt á lit og í laginu eins og stór pottur. Á hliðunum voru margir litlir gluggar. Hurðin var opin. Mjór stigi lá niður í rjóðrið. Pabbi Spúka kom fram í dyrnar: „Hvað er að sjá, ertu kominn með jarð-búa í heimsókn?“ Og hann brosti út að eyrum alveg eins og Spúki. Sá var nú skrítinn. Hann var lengri og mjórri en Spúki og hafði risa- stóra peru á hausnum. Eyrun á honum voru blá og stóðu út í loftið. Jói klifraði upp í geim- farið. Hjartað í honum barðist af ákafa. Að hugsa sér, hann var kominn inn í alvöru geimfar. í geim-farinu var bara eitt herbergi. Þarna voru ótal takkar í öllum litum. Sumir blikkuðu, aðrir ekki. 45

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.