Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1986, Page 47

Æskan - 01.11.1986, Page 47
Sh (£>¥=* Creí\f. Lilja er 7 ára og pabbi hennar er rithöfundur. Nýlega fór fram milli þeirra eftirfarandi samtal: - Pabbi, hvað ertu að gera þegar þú situr allan daginn við ritvélina þína? - Ég er að skrifa bók. — En hvað það er heimskulegt þeg- ar alls staðar er hægt að fá keyptar bækur, sagði þá Lilja litla. Dýralæknir einn hafði búið til lyf handa sjúkum hesti. Það var duft sem hann afhenti ungum aðstoðarmanni sínum og bað hann að gefa hestinum það. Hann sagði honum að hann ætti að stinga rörinu upp í munninn á hest- inum og blása duftinu síðan niður í háls hans. Þegar hann litlu síðar kom út í hest- húsið til að vita hvernig þetta hefði gengið sá hann sér til mikillar undr- unar að aðstoðarmaðurinn stóð á miðju gólfi, rauður og sveittur í fram- an og baðaði út öllum öngum. - Hvað hefur komið fyrir? spurði úýralæknirinn. Aðstoðarmaðurinn hóstaði og stundi og gat lengi vel ekki komið upp nokkru orði en að lokum tókst honum að segja: — Hesturinn blés á undan. Pétur fór inn í matvörubúð og bað um eina pylsu. Afgreiðslumaðurinn vafði hana inn í venjulegar umbúðir. En þegar Pétur hafði tekið við henni sagði hann: - Ég sé að þú hefur þarna ljómandi fallegan ost. Ég held að ég vilji hann heldur. - Ég skal skipta, ekkert mál, sagði afgreiðslumaðurinn og fékk honum síðan ostinn. Pétur þakkaði fyrir og gekk áleiðis til dyra. - Heyrðu góði! kallaði afgreiðslu- utaðurinn. Ætlarðu ekki að borga? - Borga! Fyrir hvað á ég að borga? - Nú, auðvitað ostinn. - Ostinn? Ég fékk hann í staðinn fyrir pylsuna. — En þú greiddir ekki pylsuna? — Pylsuna! Nei, auðvitað ekki. Ég skilaði henni aftur. Læknirinn: Þessar svefntöflur endast þér í sex vikur. Sjúklingurinn: En hamingjan góða! Ég hef ekki tíma til að sofa svo lengi. Einhverju sinni sátu tveir bændur á garðbekk og kepptu um hvor gæti sagt ótrúlepri sögur. — Ég átti einu sinni frænda, sagði annar bóndinn. Hann var svo fljótur að hlaupa að hann átti engan sinn líka. Hann lék sér að því að láta menn skjóta á sig úr byssu og þegar hann fann gustinn af byssukúlunni tók hann á sprett og hljóp um það bil eina mílu en þá gat kúlan ekki fylgt honum lengra. Ja-há. - Þetta kalla ég nú ekki mikið, sagði hinn bóndinn. Þú hefðir átt að sjá til hennar frænku minnar. Hún slökkti kertaljós á sama augnabliki og hún byrjaði að hátta. Hún var svo fljót að hátta að enn sást bjarmi af kerta- ljósinu þegar hún fór úr síðustu spjör- inni. Geri aðrir betur. Einar litli stóð úti á götu og grét beisklega. — Hvað gengur að þér, væni minn? spurði roskin, góðlátleg kona sem átti leið þar framhjá. — Hu-hu. Öll börnin í götunni hafa fengið mánaðarleyfi nema ég. - En hvers vegna fékkst þú ekki mánaðarleyfi? - Hu, hu. Af því að ég er ekki nógu gamall. Ég er ekki byrjaður í skóla. Ofurstinn: Er nr. 22 ánægður með matinn? Númer 22: Já, herra ofursti. Ofurstinn: Er réttlætis gætt við úthlut- un matarins? Fær nokkur minni bita en aðrir? Númer 22: Nei, herra ofursti. Við fáum allir litlu bitana. Forstjórinn við sendisveininn: Hefur þú aldrei komið í dýragarðinn? Drengurinn: Nei. Forstjórinn: Þú ættir endilega að fara þangað. Það væri gaman fyrir þig að sjá skjaldbökuna hlaupa fram hjá þér. Stóri bróðir var dálítið veikur. Læknirinn var sóttur og byrjaði á því að spyrja hann að því hvaða barna- sjúkdóma hann hefði fengið. Mamma og litli bróðir hans fylgdust með. ■ — Ég hef til dæmis fengið rauða hunda, sagði stóri bróðir. - Ha, sagði litli bróðir. Hann hefur fengið miklu meira en það. Hann hef- ur átt hvíta kanínu, kött og tvær dúfur. Fyrir mörgum árum var blaðadreng- ur í Osló sem fékk orð á sig fyrir að vera mjög duglegur. Einhverju sinni gekk hann um götur borgarinnar og hrópaði: - Kaupið Dagblaðið! Lesið um konuna sem ekki er hægt að jarða. Maður nokkur nam staðar og gaf sig á tal við drenginn. — Hvernig stendur á því að ekki er hægt að jarða aumingja konuna? - Nú, það er auðvitað vegna þess að hún. er ekki dáin ennþá, svaraði hann að bragði. 47

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.