Æskan - 01.11.1986, Side 51
Niðurstaða úr
skoðanakönnun um
nuisíksmekk
í vetrarbyrjun báöum viö lesendur
Æskunnar um aö telja upp fyrir okkur
þær tegundir tónlistar sem þeir hafa
gaman aö. 404 greiddu atkvæöi. Niö-
urstööur uröu sem hér segir: (Innan
sviga er prósentutala yfir þá sem tón-
listartegundin fer í taugarnar á)
GLEÐIPOPP
RYTMABLÚS
FRAMSÆKIÐ ROKK
GÁFUPOPP
REGGI'
Sálarpopp
Ska
Bárujárnsrokk
Nýrómantík
Diskó
Djasspopp
FHipp-hopp
Bræðsla (fjúsjón)
Rokk og ról
Kántrí
Tölvupopp
lönarpopp
Blús
Þjóðlagapopp
Pönkrokk
Þjóðlagapönk
Djass
Sýrupopp
Nýpopp
Fönk
89% (0.0)
67% (0.0)
65% (25)
61% (13)
60% (13)
59% (26)
58% (14)
53% (27)
42% (38)
41 % (28)
40% (39)
36% (50)
33% (52)
31 % (40)
27% (63)
25% (44)
22% (69)
17% (57)
17% (68)
16% (70)
12% (72)
8% (75)
7% (71)
6% (73)
3% (81)
Til aö lesa úr þessum tölum er vert
aö hafa í huga aö þátttakendur voru á
aldrinum 10-15 ára, þar af langflestir
12, 13 og 14 ára. Dræm hrifning af
djassi og nýpoppi (nýskapandi popp)
sýna t.a.m. að hlustandinn veröur að
hafa þroskað músíkeyra til aö njóta
þeirra. Fáir unglingar - ef nokkrir -
hlusta sér til ánægju á djass án þess
að hafa fyrst vanist djasspoppi og/
eöa bræðslu. Eins er þaö meö ný-
poppið. Til aö hlusta á þaö sér til
ánægju þarf maður helst að hafa van-
ist framsæknu rokki.
Miklar vinsældir rytmablússins, um-
fram t.d. rokk og ról, vekja athygli.
Líklega á „ísbjarnar(rytma-)blús“
Bubba rokkkóngs þar hlut að máli.
Vinsældir ska músíkurinnar vekja
einnig athygli því aö þessi jamaíski
léttpoppstíll er tiltölulega lítið þekktur
hérlendis. Eflaust hefur fikt Madness
með ska taktinn haft sitt að segja.
f næstu blööum Æskunnar munum
við kynna nánar vinsælustu múslkteg-
undirnar skv. þessari skoöana-
könnun.
Breska rytmablúspoppsveitin Status Quo heyrði lagið „In The Army Now" í Hollandi í fyrra með
þarlendum flytjendum. Eftir að hafa komið tveimur tugum sönglaga inn á breska vinsældalistann
þóttust piltar skynja að umrætt lag átti mikla möguleika. Þeir hljóðrituðu það í skyndi og gáfu út á
plötu. Fyrir bragðið komust Status Quo í fyrsta sæti vinsældalista Rásar 2 og Bylgjunnar.
Kominn í herínn
(In The Army Now)
(Umsjónarmaður þáttarins snaraði á íslensku).
í fríi erlendis!
Sámur frændi gerir allt sem í hans
valdi stendur.
Þú ert kominn í herinn!
Ó, já, þú ert kominn í herinn!
Orð herskráningarstjórans rifjast
upp fyrir þér:
„Ekkert að gera allan daginn, bara
liggja í bælinu.“
Þú ert kominn í herinn!
Þú verður hetja nágrannanna.
Enginn veit að þú ert alfarinn.
Þú ert kominn í herinn!
Brosandi út aö eyrum bíður þú
eftir aö komast í land
en þegar þangað er komið kæra menn
sig kollótta.
Þú ert kominn í herinn!
Handsprengjur fljúga yfir höfði þér.
Skot fljúga yfir höfði þér.
Þú ert kominn í herinn!
Skothríð glymur um miðnætti.
Undirforinginn hrópar:
„Á fætur og berjist!"
Þú ert kominn í herinn!
Þú hefur fengið fyrirskipanir um
að ráðlegast sé að skjóta undir eins.
Fingur þínir eru á gikknum
en það virðist vera eitthvað rangt
við þetta.
Þú ert kominn í herinn!
Nóttin fellur á og þú sérð
ekki neitt.
Er þetta hugarburður
eða raunveruleiki?
Þú ert kominn í herinn!
51