Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1986, Side 54

Æskan - 01.11.1986, Side 54
Reyni að komast í hóp þeirra bestu Þau eru ófá börnin og unglingarnir sem leggja stund á íþróttir meö keppni í huga. Ein þeirra íþrótta- greina, sem notið hafa mikilla vin- sælda á undanförnum árum er sund- ið. Og það er einmitt ungur sundmað- ur úr Sundfélaginu Ægi í Reykjavík sem er viðmælandi Æskunnar að þessu sinni. Hann heitir Geir Sigurður Jónsson og er þrettán ára. Geir var fyrst spurður hvenær hann hefði byrjað að æfa sund. Ég byrjaði að æfa þegar ég var sex eða sjö ára. Mér fannst gaman að synda og fór að æfa. - Hvað æfið þið í Ægi oft í viku? Þeir elstu æfa sex sinnum í viku en ungir krakkar svona tvisvar til fjórum sinnum. Ég æfi um það bil fjórum sinn- um í viku. Við æfum á þremur stöðum, í Sundlauginni í Laugardal, í Sund- höllinni og í Sundlauginni í Breiðholti. - Getur þú lýst hvernig æfingarnar fara fram? Við byrjum á upphitun og syndum allt að 1000 metra. Þá syndum við aðeins með höndum eða fótum nokkra stund og síðan er aðalhluti æfingarinnar, sprettsund eða lang- sund. Hver æfing er í um það bil einn og hálfan klukkutíma. - Hvað eru mörg mót á ári fyrir þinn aldursflokk? Þau eru svona átta til níu. - Áttu þér einhverja eftirlætisgrein í sundinu? Ég veit það ekki; líklega er það helst 50 metra skriðsund. Það er stutt og létt. Svo er besti árangur minn í þeirri grein. Mig minnir að það sé 31,6 sekúnda. - Stundarþúeinhverjaraðrar íþróttir en sundið? Já, ég stunda knattspyrnu dálítið og svo hef ég teflt töluvert en minna upp á síðkastið en áður. - Hvað æfa margir krakkar á þín- um aldri sund í Ægi? Þeir eru 20 þegar flest er. En svo eru bæði yngri og eldri krakkar. Ætli það séu ekki samtals svona 60 til 70 krakkar sem æfa sund í Ægi ef allir eru taldir með. - Er eitthvert mót, sem þú hefur tekið þátt í, þér sérstaklega minnis- stætt? Já, það er aldursflokkamótið í Vest- mannaeyjum árið 1982. Ægir vann þá. - Að lokum, Geir: Hefur þú sett þér ákveðið markmið? Ég veit það ekki. Ég vil ná eins langt og ég get og ég reyni að komast í hóp þeirra bestu. Æskan vonar að Geir nái sem allra lengst í íþrótt sinni. Til að komast í hóp þeirra bestu þarf hann að leggja sig allan fram. Og það gerir hann eflaust. PENNAVINIR Hólmfríður Sigþórsdóttir, Hlíðartúni 27, 780 Höfn í Hornafirði. ll'l^ ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál: Fót- bolti, Madonna og sætir strákar. Ásta Bjarney Elíasdóttir, Vesturbergi 140, 111 Reykjavík. 0-100 ára. Er sjálf 14 ára. Áhugamál: Pennavinir, íþróttir, tónlist og fl. Svarar öllum bréfum. Eyrún Pétursdóttir, Breiðvangi 48, 220 Hafnarfirði. 12-14 ára. Er sjálf 13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Guðný Ragna Jónsdóttir, Breiðvangi 2, 220 Hafnarfirði. 13 ára. Margrét Gunnarsdóttir, Klettaborg E 600 Akureyri. 13 ára og eldri. Magnea Ósk Júlíusdóttir, Klettaborg 4, 600 Akureyri. 13 ára og eldri. Kristín Guðbjörg Guðmundsdóttir, Álfaskeiði 70, 220 Hafnarfirði. Strákar og stelpur á öllum aldri. Er sjálf 10 ára. Áhugamál: Hestar, bréfaskipti og margt fleira. Ásdís Sif Kristjánsdóttir, Lönguhlíð 22, 600 Akureyri. 10-13 ára. Er sjálf 11 ára. Mörg áhugamál. Ingibergur S. Björgvinsson, Efsta- sundi 66, 104 Reykjavík. Áhuga- mál: Madonna, badminton og sætar stelpur. 12-14 ára. Karen B. Óskarsdóttir, Mánahlíð 7, 600 Akureyri. 12-15 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál: Hestar, bréfa- skipti, flott föt, strákar og diskótek. Reynir að svara öllum bréfum. Eygló Þ. Jónsdóttir, Lágarfelli 14, Fellabæ, 701 Egilsstaðir. 9-11 ára- Langar aðallega til að skipta á fr1' merkjum og spilum við bréfritara sína. Una Herdís Jóhannesdóttir, Freyju' götu 30, 550 Sauðárkróki. Strákar og stelpur 15-17 ára. Er sjálf 15 ára. Áhugamál mörg. Svarar öllurn bréfum. Lárus Ingibergsson, Einigrund 2, 300 Akranesi. 13-15 ára. Áhugamál- Skemmtilegar stelpur, ferðalög, tónlist, bækur og fl. Helga Margrét Helgadóttir, Litliihlíð 4b, 600 Akureyri. Strákar og stelp' ur 12-14 ára. Er sjálf 12 ára. Svarar öllum bréfum. 54

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.